Gefur lítið fyrir hugmyndir um umhverfisskatt á flugmiða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. október 2019 15:47 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. FBL/Anton brink Ísland á að vera í fararbroddi í nýum lausnum, ekki í nýjum álögum,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem gefur lítið fyrir hugmyndir um að leggja sérstakt umhverfisgjald á flugmiða. Danska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að dönsk flugfélög og flugvellir skoði þann möguleika að leggja auka gjald á alla flugfarþega, eins konar loftslagsgjald, í þeim tilgangi að draga úr þeirri mengun sem flugsamgöngur hafa í för með sér. Gjaldið á að renna í sjóð sem nýtist í rannsóknir á grænum lausnum í flugsamgöngum. Tillagan hefur verið send samgönguráðherra og umhverfisráðherra Danmerkur en stjórnmálaflokkar hafa einnig lagt tillögur af svipuðum toga fyrir þingið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði í kvöldfréttum Rúv í gær að honum þætti þetta góð og áhugaverð hugmynd sem hann telji tilefni til að skoða. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur aftur á móti lítið fyrir þessa hugmynd í færslu á Facebook-síðu sinni. „Nei það er ekki góð hugmynd,“ skrifar Vilhjálmur í færslu með frétt um málið. „Það eru til aðrar lausnir en skattlagning og minna flug gæti þýtt aukna einangrun á Íslandi.“ Í samtali við Vísi segir Vilhjálmur að með því eigi hann meðal annars við að auknar álögur geti haft þveröfug áhrif en lagt er upp með þar sem slíkt geti dregið úr samkeppnishæfni. „Það sem ég er líka að benda á er að með því að hækka alltaf álögurnar á atvinnulífið þá hefur atvinnulífið minna svigrum til nýsköpunar og til að þróa nýjar umhverfisvænar lausnir,“ segir Vilhjálmur. Þá telji hann ástæðu til að ráðast af fullum krafti í orkuskiptin og það á stærri skala en oft hafi verið í umræðunni. Alltaf sé verið að tala um orkuskipti hvað varðar einkabílinn en minna um orkuskipti þegar kemur að flutninga- og frystiskipum eða flutningabílum. „Nýta græna orku á stærri skala,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort honum þyki ekki eðlilegt að þeir sem ferðist með flugi greiði vægt gjald til að mæta menguninni sem því fylgir segist Vilhjálmur ekki sammála því að það sé rétta leiðin. Íslensku flugfélögin þurfi að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi og lítið svigrúm sé til að hækka gjöld miðað við þá stöðu sem sé uppi nú á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í flugrekstri. Fréttir af flugi Umhverfismál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Sjá meira
Ísland á að vera í fararbroddi í nýum lausnum, ekki í nýjum álögum,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem gefur lítið fyrir hugmyndir um að leggja sérstakt umhverfisgjald á flugmiða. Danska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að dönsk flugfélög og flugvellir skoði þann möguleika að leggja auka gjald á alla flugfarþega, eins konar loftslagsgjald, í þeim tilgangi að draga úr þeirri mengun sem flugsamgöngur hafa í för með sér. Gjaldið á að renna í sjóð sem nýtist í rannsóknir á grænum lausnum í flugsamgöngum. Tillagan hefur verið send samgönguráðherra og umhverfisráðherra Danmerkur en stjórnmálaflokkar hafa einnig lagt tillögur af svipuðum toga fyrir þingið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði í kvöldfréttum Rúv í gær að honum þætti þetta góð og áhugaverð hugmynd sem hann telji tilefni til að skoða. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur aftur á móti lítið fyrir þessa hugmynd í færslu á Facebook-síðu sinni. „Nei það er ekki góð hugmynd,“ skrifar Vilhjálmur í færslu með frétt um málið. „Það eru til aðrar lausnir en skattlagning og minna flug gæti þýtt aukna einangrun á Íslandi.“ Í samtali við Vísi segir Vilhjálmur að með því eigi hann meðal annars við að auknar álögur geti haft þveröfug áhrif en lagt er upp með þar sem slíkt geti dregið úr samkeppnishæfni. „Það sem ég er líka að benda á er að með því að hækka alltaf álögurnar á atvinnulífið þá hefur atvinnulífið minna svigrum til nýsköpunar og til að þróa nýjar umhverfisvænar lausnir,“ segir Vilhjálmur. Þá telji hann ástæðu til að ráðast af fullum krafti í orkuskiptin og það á stærri skala en oft hafi verið í umræðunni. Alltaf sé verið að tala um orkuskipti hvað varðar einkabílinn en minna um orkuskipti þegar kemur að flutninga- og frystiskipum eða flutningabílum. „Nýta græna orku á stærri skala,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort honum þyki ekki eðlilegt að þeir sem ferðist með flugi greiði vægt gjald til að mæta menguninni sem því fylgir segist Vilhjálmur ekki sammála því að það sé rétta leiðin. Íslensku flugfélögin þurfi að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi og lítið svigrúm sé til að hækka gjöld miðað við þá stöðu sem sé uppi nú á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í flugrekstri.
Fréttir af flugi Umhverfismál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Sjá meira