Gefur lítið fyrir hugmyndir um umhverfisskatt á flugmiða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. október 2019 15:47 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. FBL/Anton brink Ísland á að vera í fararbroddi í nýum lausnum, ekki í nýjum álögum,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem gefur lítið fyrir hugmyndir um að leggja sérstakt umhverfisgjald á flugmiða. Danska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að dönsk flugfélög og flugvellir skoði þann möguleika að leggja auka gjald á alla flugfarþega, eins konar loftslagsgjald, í þeim tilgangi að draga úr þeirri mengun sem flugsamgöngur hafa í för með sér. Gjaldið á að renna í sjóð sem nýtist í rannsóknir á grænum lausnum í flugsamgöngum. Tillagan hefur verið send samgönguráðherra og umhverfisráðherra Danmerkur en stjórnmálaflokkar hafa einnig lagt tillögur af svipuðum toga fyrir þingið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði í kvöldfréttum Rúv í gær að honum þætti þetta góð og áhugaverð hugmynd sem hann telji tilefni til að skoða. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur aftur á móti lítið fyrir þessa hugmynd í færslu á Facebook-síðu sinni. „Nei það er ekki góð hugmynd,“ skrifar Vilhjálmur í færslu með frétt um málið. „Það eru til aðrar lausnir en skattlagning og minna flug gæti þýtt aukna einangrun á Íslandi.“ Í samtali við Vísi segir Vilhjálmur að með því eigi hann meðal annars við að auknar álögur geti haft þveröfug áhrif en lagt er upp með þar sem slíkt geti dregið úr samkeppnishæfni. „Það sem ég er líka að benda á er að með því að hækka alltaf álögurnar á atvinnulífið þá hefur atvinnulífið minna svigrum til nýsköpunar og til að þróa nýjar umhverfisvænar lausnir,“ segir Vilhjálmur. Þá telji hann ástæðu til að ráðast af fullum krafti í orkuskiptin og það á stærri skala en oft hafi verið í umræðunni. Alltaf sé verið að tala um orkuskipti hvað varðar einkabílinn en minna um orkuskipti þegar kemur að flutninga- og frystiskipum eða flutningabílum. „Nýta græna orku á stærri skala,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort honum þyki ekki eðlilegt að þeir sem ferðist með flugi greiði vægt gjald til að mæta menguninni sem því fylgir segist Vilhjálmur ekki sammála því að það sé rétta leiðin. Íslensku flugfélögin þurfi að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi og lítið svigrúm sé til að hækka gjöld miðað við þá stöðu sem sé uppi nú á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í flugrekstri. Fréttir af flugi Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ísland á að vera í fararbroddi í nýum lausnum, ekki í nýjum álögum,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem gefur lítið fyrir hugmyndir um að leggja sérstakt umhverfisgjald á flugmiða. Danska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að dönsk flugfélög og flugvellir skoði þann möguleika að leggja auka gjald á alla flugfarþega, eins konar loftslagsgjald, í þeim tilgangi að draga úr þeirri mengun sem flugsamgöngur hafa í för með sér. Gjaldið á að renna í sjóð sem nýtist í rannsóknir á grænum lausnum í flugsamgöngum. Tillagan hefur verið send samgönguráðherra og umhverfisráðherra Danmerkur en stjórnmálaflokkar hafa einnig lagt tillögur af svipuðum toga fyrir þingið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði í kvöldfréttum Rúv í gær að honum þætti þetta góð og áhugaverð hugmynd sem hann telji tilefni til að skoða. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur aftur á móti lítið fyrir þessa hugmynd í færslu á Facebook-síðu sinni. „Nei það er ekki góð hugmynd,“ skrifar Vilhjálmur í færslu með frétt um málið. „Það eru til aðrar lausnir en skattlagning og minna flug gæti þýtt aukna einangrun á Íslandi.“ Í samtali við Vísi segir Vilhjálmur að með því eigi hann meðal annars við að auknar álögur geti haft þveröfug áhrif en lagt er upp með þar sem slíkt geti dregið úr samkeppnishæfni. „Það sem ég er líka að benda á er að með því að hækka alltaf álögurnar á atvinnulífið þá hefur atvinnulífið minna svigrum til nýsköpunar og til að þróa nýjar umhverfisvænar lausnir,“ segir Vilhjálmur. Þá telji hann ástæðu til að ráðast af fullum krafti í orkuskiptin og það á stærri skala en oft hafi verið í umræðunni. Alltaf sé verið að tala um orkuskipti hvað varðar einkabílinn en minna um orkuskipti þegar kemur að flutninga- og frystiskipum eða flutningabílum. „Nýta græna orku á stærri skala,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort honum þyki ekki eðlilegt að þeir sem ferðist með flugi greiði vægt gjald til að mæta menguninni sem því fylgir segist Vilhjálmur ekki sammála því að það sé rétta leiðin. Íslensku flugfélögin þurfi að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi og lítið svigrúm sé til að hækka gjöld miðað við þá stöðu sem sé uppi nú á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í flugrekstri.
Fréttir af flugi Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira