Veruleiki Kúrda Lenya Rún Anwar Faraj skrifar 7. október 2019 20:47 Enn og aftur hafa Kúrdar verið sviknir eftir að Bandaríkin brutu bandalag milli ríkjanna tveggja. Eftir að forseti Bandaríkjanna sannfærði Kúrda í Sýrlandi að öruggt væri að víkja úr varnarstöðum sem til þess voru fallnar að fæla Tyrklandsher í burtu frá landamærum norður Sýrlands og lofaði öryggisráðstöfunum í skiptum fyrir vik úr varnarstöðum, gaf hann þess í stað forseta Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, grænt ljós til að ráðast á Kúrda. Þessi atburðarás sem sett var af stað af Donald Trump var hvatvís, óheiðarleg og hættuleg. Nú mun þjóðernishreinsun í garð Kúrda í Sýrlandi hefjast sem stillir okkur upp við vegg og mun síðasta úrræðið líklegast verða myndun bandalags við Bashar-al Assad, forseta Sýrlands, sem Kúrdar vilja helst forðast vegna fyrri átaka. Án kúrdískra hersveita hefðu Bandaríkin ekki getað sigrað ISIS og myndum við ganga svo langt að segja að við vorum lykilatriði í baráttunni. Ellefu þúsund kúrdískir hermenn hafa dáið í baráttunni gegn ISIS þar sem þau börðust við hlið Bandaríkjamanna, en í ótrúlegri og órökréttri stefnubreytingu, erum við yfirgefin af þeim og horfum fram á þjóðarmorð. Dagurinn í dag er mikill sorgardagur meðal Kúrda þar sem við höfum vægast sagt, verið dæmd til dauða í Sýrlandi. Stundum er ekki hægt að gera annað en að vekja athygli á atburðum sem eru að gerast í heiminum, en í dag bið ég ykkur um að fylgjast með. Kúrdar voru þöglir á meðan á Anfal þjóðarmorðinu stóð árin 1986-1989, en í dag erum við hávær og við látum í okkur heyra. Við tökum þessu ekki lengur og við ætlum að berjast á móti. Við erum þreytt, við erum sár og við erum vonsvikin, en við ætlum samt að berjast.Höfundur er Kúrdi og ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök Kúrda og Tyrkja Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur hafa Kúrdar verið sviknir eftir að Bandaríkin brutu bandalag milli ríkjanna tveggja. Eftir að forseti Bandaríkjanna sannfærði Kúrda í Sýrlandi að öruggt væri að víkja úr varnarstöðum sem til þess voru fallnar að fæla Tyrklandsher í burtu frá landamærum norður Sýrlands og lofaði öryggisráðstöfunum í skiptum fyrir vik úr varnarstöðum, gaf hann þess í stað forseta Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, grænt ljós til að ráðast á Kúrda. Þessi atburðarás sem sett var af stað af Donald Trump var hvatvís, óheiðarleg og hættuleg. Nú mun þjóðernishreinsun í garð Kúrda í Sýrlandi hefjast sem stillir okkur upp við vegg og mun síðasta úrræðið líklegast verða myndun bandalags við Bashar-al Assad, forseta Sýrlands, sem Kúrdar vilja helst forðast vegna fyrri átaka. Án kúrdískra hersveita hefðu Bandaríkin ekki getað sigrað ISIS og myndum við ganga svo langt að segja að við vorum lykilatriði í baráttunni. Ellefu þúsund kúrdískir hermenn hafa dáið í baráttunni gegn ISIS þar sem þau börðust við hlið Bandaríkjamanna, en í ótrúlegri og órökréttri stefnubreytingu, erum við yfirgefin af þeim og horfum fram á þjóðarmorð. Dagurinn í dag er mikill sorgardagur meðal Kúrda þar sem við höfum vægast sagt, verið dæmd til dauða í Sýrlandi. Stundum er ekki hægt að gera annað en að vekja athygli á atburðum sem eru að gerast í heiminum, en í dag bið ég ykkur um að fylgjast með. Kúrdar voru þöglir á meðan á Anfal þjóðarmorðinu stóð árin 1986-1989, en í dag erum við hávær og við látum í okkur heyra. Við tökum þessu ekki lengur og við ætlum að berjast á móti. Við erum þreytt, við erum sár og við erum vonsvikin, en við ætlum samt að berjast.Höfundur er Kúrdi og ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar