Sigurhæðir og Matthías Tryggvi Gíslason skrifar 8. október 2019 07:00 Í bréfi sem Matthías Jochumsson skrifaði í mars 1904 segir: „Ég lét byggja mér nýtt dáfallegt hús í fyrra til að deyja í.“ Þetta hús er Sigurhæðir sem hann lét reisa 1903 og þar sem Matthíasarfélagið stofnaði Matthíasarsafn 1962, minningarsafn um Matthías Jochumsson og opnað var árið 1965. Þar voru skrifstofuherbergi, ætluð skáldum og fræðimönnum til skapandi skrifa. Sigurhæðir standa sunnan undir núverandi Akureyrarkirkju, sem vígð var 1940, og nefnd hefur verið Matthíasarkirkja. Mörg skáld hafa í tímans rás tengst Akureyri með einum eða öðrum hætti, þótt tengslin séu mismunandi. Sum eru fædd í „höfuðstað hins bjarta Norðurs“, önnur komu til bæjarins á fullorðinsárum og settust þar að, og enn önnur dvöldust þar aðeins skamma hríð, en skildu eftir sig ljóð, myndir og minningar. Í þessum hópi eru um fimmtíu skáld. Mætti því kalla bæinn „skáldabæinn Akureyri“. Eitt skáld kom iðulega til Akureyrar, en hafði þar aldrei fasta búsetu, listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, sem fór um Akureyri á ferðum sínum til og frá æskuheimili sínu á Steinsstöðum í Öxnadal. Séra Matthías Jochumsson fluttist til Akureyrar árið 1886 og lifði þar til dauðadags 18. nóvember 1920 og skildi þar eftir sig spor, sem enn hefur ekki fennt í. Matthías átti oft erfitt, allt frá bernskudögum fram á elliár, barðist við þunglyndi og efasemdir í trúmálum, eins og víða kemur fram í kvæðum hans. Af sögu hans má margt læra. Meðal annars getur ungt fólk lært margt af sögu hans – einnig við sem eldri erum. Stjórn Akureyrarstofu hefur nú ákveðið að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið bæjarins, að húsið Sigurhæðir verði sett í sölu, þótt málið hafi hvorki verið rætt í bæjarstjórn né bæjarráði. Hins vegar verði sögu hússins og sögu Matthíasar Jochumssonar gerð skil með öðum hætti, „til dæmis með söguskilti“ – ég endurtek: „með söguskilti“. Þetta er ekki sæmandi. Formælandi Akureyrarstofu færir þau rök ein fyrir hugmyndinni, að stígur frá kirkjutröppunum sé ekki fær fyrir fatlaða eða fólk sem á erfitt með gang – „ekki síst á snjóþungum dögum“. Furðulegt er að lesa þetta: selja Sigurhæðir, þótt málið hafi ekki verið rætt í bæjarstjórn eða bæjarráði, en sögu Matthíasar gerð skil með söguskilti. Forysta í skáldabænum, skóla- og menningarbænum Akureyri getur ekki verið þekkt fyrir slíkt og þvílíkt. Það finnast leiðir, ef ráðamenn vilja hugsa málið frá upphafi til enda og vilja standa sína plikt gagnvart sögu bæjarins og menningu. Svo kann líka að vera að leiðin að Sigurhæðum eigi ekki að vera auðgengin, hvorki ungum né öldnum, fötluðum né fólki sem á erfitt með gang. Leið Matthíasar Jochumssonar gegnum lífið var heldur ekki auðveld.Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Tryggvi Gíslason Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Í bréfi sem Matthías Jochumsson skrifaði í mars 1904 segir: „Ég lét byggja mér nýtt dáfallegt hús í fyrra til að deyja í.“ Þetta hús er Sigurhæðir sem hann lét reisa 1903 og þar sem Matthíasarfélagið stofnaði Matthíasarsafn 1962, minningarsafn um Matthías Jochumsson og opnað var árið 1965. Þar voru skrifstofuherbergi, ætluð skáldum og fræðimönnum til skapandi skrifa. Sigurhæðir standa sunnan undir núverandi Akureyrarkirkju, sem vígð var 1940, og nefnd hefur verið Matthíasarkirkja. Mörg skáld hafa í tímans rás tengst Akureyri með einum eða öðrum hætti, þótt tengslin séu mismunandi. Sum eru fædd í „höfuðstað hins bjarta Norðurs“, önnur komu til bæjarins á fullorðinsárum og settust þar að, og enn önnur dvöldust þar aðeins skamma hríð, en skildu eftir sig ljóð, myndir og minningar. Í þessum hópi eru um fimmtíu skáld. Mætti því kalla bæinn „skáldabæinn Akureyri“. Eitt skáld kom iðulega til Akureyrar, en hafði þar aldrei fasta búsetu, listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, sem fór um Akureyri á ferðum sínum til og frá æskuheimili sínu á Steinsstöðum í Öxnadal. Séra Matthías Jochumsson fluttist til Akureyrar árið 1886 og lifði þar til dauðadags 18. nóvember 1920 og skildi þar eftir sig spor, sem enn hefur ekki fennt í. Matthías átti oft erfitt, allt frá bernskudögum fram á elliár, barðist við þunglyndi og efasemdir í trúmálum, eins og víða kemur fram í kvæðum hans. Af sögu hans má margt læra. Meðal annars getur ungt fólk lært margt af sögu hans – einnig við sem eldri erum. Stjórn Akureyrarstofu hefur nú ákveðið að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið bæjarins, að húsið Sigurhæðir verði sett í sölu, þótt málið hafi hvorki verið rætt í bæjarstjórn né bæjarráði. Hins vegar verði sögu hússins og sögu Matthíasar Jochumssonar gerð skil með öðum hætti, „til dæmis með söguskilti“ – ég endurtek: „með söguskilti“. Þetta er ekki sæmandi. Formælandi Akureyrarstofu færir þau rök ein fyrir hugmyndinni, að stígur frá kirkjutröppunum sé ekki fær fyrir fatlaða eða fólk sem á erfitt með gang – „ekki síst á snjóþungum dögum“. Furðulegt er að lesa þetta: selja Sigurhæðir, þótt málið hafi ekki verið rætt í bæjarstjórn eða bæjarráði, en sögu Matthíasar gerð skil með söguskilti. Forysta í skáldabænum, skóla- og menningarbænum Akureyri getur ekki verið þekkt fyrir slíkt og þvílíkt. Það finnast leiðir, ef ráðamenn vilja hugsa málið frá upphafi til enda og vilja standa sína plikt gagnvart sögu bæjarins og menningu. Svo kann líka að vera að leiðin að Sigurhæðum eigi ekki að vera auðgengin, hvorki ungum né öldnum, fötluðum né fólki sem á erfitt með gang. Leið Matthíasar Jochumssonar gegnum lífið var heldur ekki auðveld.Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar