Forsætisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 1. umræða um málið fer fram klukkan 15.45 að loknum umræðum um velsældarhagkerfið og jarðamál og eignarhald þeirra.
Frumvarpið mælir fyrir um heimild til sanngirnisbóta til þeirra fimm sýknuðu og eftir atvikum fjölskyldna þeirra. Einnig að samhliða meðferð á Alþingi haldi samningaviðræður um bætur áfram undir handleiðslu forsætisráðherra.
