Satúrnus tekur fram úr Júpíter með tuttugu nýfundnum tunglum Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 8. október 2019 09:02 Nýfundnu tungl Satúrnusar liggja utarlega og taka því á bilinu 2-3 ár að ganga um reikistjörnuna. AP/NASA/JPL/Space Science Institute Stjarnfræðingar hafa fundið tuttugu ný tungl á braut um Satúrnus, næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Satúrnus hefur þannig tekið fram úr stóra bróður sínum Júpiter þegar kemur að fjölda tungla. Þekkt fylgitungl Satúrnusar eru því í heildina áttatíu og tvö, en Júpiter er með sjötíu og níu. Nýju tunglin eru lítil, eða um fimm kílómetrar í þvermál. Sautján þeirra ganga í öfuga átt við snúning Satúrnusar og taka meira en þrjú ár að fara einn hring um reikistjörnuna. Þau fundust með því að beina Subaru-sjónaukanum á Havaí að Satúrnusi. Talið er að nýuppgötvuðu tunglin tilheyri áður þekktum hópum tungla á braut um Satúrnus. Allir eru þeir taldir leifar áreksturs sem splundraði stærra tungli reikistjörnunnar, að því er kemur fram í frétt Space.com. Enn er talið mögulegt að hundrað enn smærri tungl geti verið ófundin á braut um Satúrnus. „Svona hópar ytri tungla sjást líka í kringum Júpíter sem bendir til þess að ofsafengnir árekstrar hafi átt sér stað á milli tungla í Satúrnusarkerfinu eða við utankomandi fyrirbæri eins og smástirni eða halastjörnur,“ segir Scott Sheppard frá Carnegie-vísindastofnuninni í Washington-borg í Bandaríkjunum. Sheppard, sem fann tylft tungla á braut um Júpíter í fyrra, segir að tilvist tunglanna bendi til þess að þau hafi orðið til eftir að Satúrnus var fullmótaður. Þegar gasrisinn var enn í frumbernsku var hann umkringdur gas- og rykskífu. Hefðu tunglin verið til þá hefði allt það efni hægt á þeim með þeim afleiðingum að þau hefðu fallið inn í lofthjúp reikistjörnunnar. Auk þess að teljast nú formlega með flest tunglin í sólkerfinu státar Satúrnus af tveimur stærri tunglum sem vekja einn mestan áhuga vísindamanna. Títan er þannig eini hnötturinn utan jarðarinnar í sólkerfinu þar sem vitað er um fljótandi vökva á yfirborðinu. Undir þykkum lofthjúpi tunglsins er fjöldi stöðuvatna úr kolvetnum. Þá er mikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns talið undir ísskorpu Enkeladusar. Það hefur vakið vonir um að frumstætt líf gæti þrifist við jarðhitastrýtur á hafbotninum líkt og þekkist á jörðinni. Geimurinn Júpíter Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Enkeladus hefur lengi vakið athygli vísindamanna vegna möguleikans á að neðanjarðarhaf undir yfirborðinu geti verið lífvænlegt. 3. október 2019 23:43 NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Næsti stóri könnunarleiðangur NASA er til stærsta tungls Satúrnusar. Geimskotið er áætlað árið 2026 og lending á Títan árið 2034. 28. júní 2019 14:15 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Stjarnfræðingar hafa fundið tuttugu ný tungl á braut um Satúrnus, næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Satúrnus hefur þannig tekið fram úr stóra bróður sínum Júpiter þegar kemur að fjölda tungla. Þekkt fylgitungl Satúrnusar eru því í heildina áttatíu og tvö, en Júpiter er með sjötíu og níu. Nýju tunglin eru lítil, eða um fimm kílómetrar í þvermál. Sautján þeirra ganga í öfuga átt við snúning Satúrnusar og taka meira en þrjú ár að fara einn hring um reikistjörnuna. Þau fundust með því að beina Subaru-sjónaukanum á Havaí að Satúrnusi. Talið er að nýuppgötvuðu tunglin tilheyri áður þekktum hópum tungla á braut um Satúrnus. Allir eru þeir taldir leifar áreksturs sem splundraði stærra tungli reikistjörnunnar, að því er kemur fram í frétt Space.com. Enn er talið mögulegt að hundrað enn smærri tungl geti verið ófundin á braut um Satúrnus. „Svona hópar ytri tungla sjást líka í kringum Júpíter sem bendir til þess að ofsafengnir árekstrar hafi átt sér stað á milli tungla í Satúrnusarkerfinu eða við utankomandi fyrirbæri eins og smástirni eða halastjörnur,“ segir Scott Sheppard frá Carnegie-vísindastofnuninni í Washington-borg í Bandaríkjunum. Sheppard, sem fann tylft tungla á braut um Júpíter í fyrra, segir að tilvist tunglanna bendi til þess að þau hafi orðið til eftir að Satúrnus var fullmótaður. Þegar gasrisinn var enn í frumbernsku var hann umkringdur gas- og rykskífu. Hefðu tunglin verið til þá hefði allt það efni hægt á þeim með þeim afleiðingum að þau hefðu fallið inn í lofthjúp reikistjörnunnar. Auk þess að teljast nú formlega með flest tunglin í sólkerfinu státar Satúrnus af tveimur stærri tunglum sem vekja einn mestan áhuga vísindamanna. Títan er þannig eini hnötturinn utan jarðarinnar í sólkerfinu þar sem vitað er um fljótandi vökva á yfirborðinu. Undir þykkum lofthjúpi tunglsins er fjöldi stöðuvatna úr kolvetnum. Þá er mikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns talið undir ísskorpu Enkeladusar. Það hefur vakið vonir um að frumstætt líf gæti þrifist við jarðhitastrýtur á hafbotninum líkt og þekkist á jörðinni.
Geimurinn Júpíter Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Enkeladus hefur lengi vakið athygli vísindamanna vegna möguleikans á að neðanjarðarhaf undir yfirborðinu geti verið lífvænlegt. 3. október 2019 23:43 NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Næsti stóri könnunarleiðangur NASA er til stærsta tungls Satúrnusar. Geimskotið er áætlað árið 2026 og lending á Títan árið 2034. 28. júní 2019 14:15 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32
Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Enkeladus hefur lengi vakið athygli vísindamanna vegna möguleikans á að neðanjarðarhaf undir yfirborðinu geti verið lífvænlegt. 3. október 2019 23:43
NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Næsti stóri könnunarleiðangur NASA er til stærsta tungls Satúrnusar. Geimskotið er áætlað árið 2026 og lending á Títan árið 2034. 28. júní 2019 14:15