Fengu Nóbelinn fyrir heimsfræði og fjarreikistjörnufund Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2019 10:15 Nóbelsnefndin tilkynnti um verðlaunahafana í Stokkhólmi í morgun. Vísir/EPA Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðalunum í eðlisfræði fyrir tvær ólíkar uppgötvanir. James Peeble hlýtur annars vegar verðlaunin fyrir kennilegar uppgötvanir á eðli alheimsins og þeir Michel Mayor og Didier Queloz hins vegar fyrir uppgötvun á fyrstu fjarreikistjörnunni. Kenningar kanadíska kennilega eðlisfræðingsins Peebles eru grunnurinn að skilningi eðlisfræðinga á sögu alheimsins frá Miklahvelli til nútímans. Uppgötvanir Peebles, sem er heiðursdoktor við Princeton-háskóla, eru sagðar hafa veitt mönnum innsýn í eðli alheimsins og hvernig 95% alls efnis í honum sé hulið mönnum. Svissnesku stjörnufræðingarnir Mayor og Queloz urðu fyrstu mennirnir til að finna reikistjörnu utan sólkerfisins okkar árið 1995. Reikistjarnan hlaut nafnið Pegasi 51b og er í um fimmtíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er svonefndur heitur Júpíter, gasrisi sem gengur þétt um móðurstjörnu sína.Síðan þá hafa flóðgáttirnar brostið og menn fundið á fimmta þúsund svonefndra fjarreikistjarna á braut um fjarlægar stjörnur, flestar þeirra gerólíkar jörðinni og sólkerfinu okkar. „Þessar uppgötvanir hafa fengið vísindamenn til að þróa nýjar tilgátur um þá eðlisfræðilegu ferla sem liggja að baki fæðingu reikistjarna,“ segir í áliti Nóbelsnefndarinnar.BREAKING NEWS:The 2019 #NobelPrize in Physics has been awarded with one half to James Peebles “for theoretical discoveries in physical cosmology” and the other half jointly to Michel Mayor and Didier Queloz “for the discovery of an exoplanet orbiting a solar-type star.” pic.twitter.com/BwwMTwtRFv— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2019 Geimurinn Nóbelsverðlaun Vísindi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðalunum í eðlisfræði fyrir tvær ólíkar uppgötvanir. James Peeble hlýtur annars vegar verðlaunin fyrir kennilegar uppgötvanir á eðli alheimsins og þeir Michel Mayor og Didier Queloz hins vegar fyrir uppgötvun á fyrstu fjarreikistjörnunni. Kenningar kanadíska kennilega eðlisfræðingsins Peebles eru grunnurinn að skilningi eðlisfræðinga á sögu alheimsins frá Miklahvelli til nútímans. Uppgötvanir Peebles, sem er heiðursdoktor við Princeton-háskóla, eru sagðar hafa veitt mönnum innsýn í eðli alheimsins og hvernig 95% alls efnis í honum sé hulið mönnum. Svissnesku stjörnufræðingarnir Mayor og Queloz urðu fyrstu mennirnir til að finna reikistjörnu utan sólkerfisins okkar árið 1995. Reikistjarnan hlaut nafnið Pegasi 51b og er í um fimmtíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er svonefndur heitur Júpíter, gasrisi sem gengur þétt um móðurstjörnu sína.Síðan þá hafa flóðgáttirnar brostið og menn fundið á fimmta þúsund svonefndra fjarreikistjarna á braut um fjarlægar stjörnur, flestar þeirra gerólíkar jörðinni og sólkerfinu okkar. „Þessar uppgötvanir hafa fengið vísindamenn til að þróa nýjar tilgátur um þá eðlisfræðilegu ferla sem liggja að baki fæðingu reikistjarna,“ segir í áliti Nóbelsnefndarinnar.BREAKING NEWS:The 2019 #NobelPrize in Physics has been awarded with one half to James Peebles “for theoretical discoveries in physical cosmology” and the other half jointly to Michel Mayor and Didier Queloz “for the discovery of an exoplanet orbiting a solar-type star.” pic.twitter.com/BwwMTwtRFv— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2019
Geimurinn Nóbelsverðlaun Vísindi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira