Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2019 19:00 Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village í eigu Eternal Resort hefur mánuðum saman verið með ferðaþjónusturekstur á jörðinni Leyni í Rangarþingi ytra án þess að hafa starfsleyfi. Í fréttum í gær kom fram að lögregla væri með málið á sínu borði. Fyrirtækið hefur tengt fjárveitu og aðveitu við hjólhýsi án leyfis og reist kúluhús á svæðinu án þess að hafa byggingarleyfi fyrir þeim.Mannvirkjastofnun með málið Mannvirkjastofnun barst ábending um málið í vikunni. Í svari frá stofnuninni kemur fram hún hafi sent bréf til byggingafulltrúa Rangárþings ytra og beðið um nánari skýringar, stofnunin sé nú að fara yfir málið og sendi byggingafulltrúa leiðbeiningar. Í fundargerð frá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra í gær kom fram að Eternal Resort hefði einungis verið veitt stöðuleyfi til eins árs fyrir hjólhýsum og heilsárstjöldum. Hvort kúluhúsin flokkist sem heilsárstjöld eður ei er ekki ljóst en í lögum um mannvirki kemur fram að til mannvirkja teljast tímabundnar einingar ætlaðar til svefns eða daglegrar dvalar í fjóra mánuði eða lengur og fyrir þeim þarf því byggingarleyfi.Byggingafulltrúi keypti lóðir sem hafa tvöfaldast að virði Fréttastofu hafa borist ábendingar um að byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hafi keypt þrjár lóðir af sveitarfélaginu á Gaddstöðum í október 2017 fyrir um 2,9 milljónir króna. Hann er fundarritari á fundum skipulags-og umferðarnefndar sveitarfélagsins sem bókaði mánuði áður að lóðir að Gaddstöðum yrðu felldar úr frístundanotkun. Lóðunum hefur nú verið breytt í lóðir fyrir íbúðarhús og hefur virði þeirra meira en tvöfaldast í verðir samkvæmt lóðamati. Fasteignasalan sem sá um sölu lóðanna svaraði fréttastofu því að lóðirnar hefðu verið auglýstar sem sumarhúsalóðir árið 2015 á fasteignasíðum á vefnum. Þessar lóðir seldust flestar á árunum 2017 og 2018 og eru nú uppseldar. Ekki náðist í byggingarfulltrúann við vinnslu fréttarinnar. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village í eigu Eternal Resort hefur mánuðum saman verið með ferðaþjónusturekstur á jörðinni Leyni í Rangarþingi ytra án þess að hafa starfsleyfi. Í fréttum í gær kom fram að lögregla væri með málið á sínu borði. Fyrirtækið hefur tengt fjárveitu og aðveitu við hjólhýsi án leyfis og reist kúluhús á svæðinu án þess að hafa byggingarleyfi fyrir þeim.Mannvirkjastofnun með málið Mannvirkjastofnun barst ábending um málið í vikunni. Í svari frá stofnuninni kemur fram hún hafi sent bréf til byggingafulltrúa Rangárþings ytra og beðið um nánari skýringar, stofnunin sé nú að fara yfir málið og sendi byggingafulltrúa leiðbeiningar. Í fundargerð frá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra í gær kom fram að Eternal Resort hefði einungis verið veitt stöðuleyfi til eins árs fyrir hjólhýsum og heilsárstjöldum. Hvort kúluhúsin flokkist sem heilsárstjöld eður ei er ekki ljóst en í lögum um mannvirki kemur fram að til mannvirkja teljast tímabundnar einingar ætlaðar til svefns eða daglegrar dvalar í fjóra mánuði eða lengur og fyrir þeim þarf því byggingarleyfi.Byggingafulltrúi keypti lóðir sem hafa tvöfaldast að virði Fréttastofu hafa borist ábendingar um að byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hafi keypt þrjár lóðir af sveitarfélaginu á Gaddstöðum í október 2017 fyrir um 2,9 milljónir króna. Hann er fundarritari á fundum skipulags-og umferðarnefndar sveitarfélagsins sem bókaði mánuði áður að lóðir að Gaddstöðum yrðu felldar úr frístundanotkun. Lóðunum hefur nú verið breytt í lóðir fyrir íbúðarhús og hefur virði þeirra meira en tvöfaldast í verðir samkvæmt lóðamati. Fasteignasalan sem sá um sölu lóðanna svaraði fréttastofu því að lóðirnar hefðu verið auglýstar sem sumarhúsalóðir árið 2015 á fasteignasíðum á vefnum. Þessar lóðir seldust flestar á árunum 2017 og 2018 og eru nú uppseldar. Ekki náðist í byggingarfulltrúann við vinnslu fréttarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15