Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta 8. október 2019 20:28 Forsætisráðherra mældi í kvöld fyrir frumvarpinu og skulu bæturnar meðal annars miðast við lengd frelsissviptingar. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. Forsætisráðherra mældi í kvöld fyrir frumvarpinu og skulu bæturnar meðal annars miðast við lengd frelsissviptingar. „Verði þetta frumvarp að lögum þá er í fyrsta lagi áréttaður sá skíri vilji Alþingis til þess að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem þetta fólk sem hér um ræðir, þessir fimm aðilar, máttu þola á sínum tíma. Þannig að sá skýr vilji er áréttaður. Sömuleiðis, ef þetta frumvarp verður að lögum, þeir jafnsettir sem enn eru á lífi og hins vegar aðstandendur þeirra sem eru látnir. Um þetta hefur verið töluvert rætt hér í þingsal en það var mat minna ráðgjafa að það þyrfti að koma til skýr lagaheimild til þess að hægt væri að bjóða bætur á jafnvægisgrundvelli. Þannig að það er þá annars vegar þessi skýri vilji til að lýsa vilja stjórnvalda í þessu að gera ákveðna fjárhagslega yfirbót og jafnsetja um leið þessa aðila.Sjá einnig: „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og GeirfinnsmálumKatrín sagði að koma yrði í ljóst hvort það myndi ganga betur að semja við aðila sem hafa höfðað mál til að fá bætur. „Við tökum ekki réttinn af neinum til að fara í dómsmál. Við leggjum þarna til frumvarp sem grundvallast af þeim bótagrundvelli sem lá hér undir í vor og sem var á bilinu sjö til átta hundruð milljónir. Fólk getur svo farið í dómsmál og látið reyna á rétt sinn með frekari hætti ef það vill en við teljum þetta vera sanngjarnt og skýran vilja.“ Frumvarpið hefur sólarlagsákvæði fram í júní á næsta ári og Katrín sagðist telja að sá frestur dugi til. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. Forsætisráðherra mældi í kvöld fyrir frumvarpinu og skulu bæturnar meðal annars miðast við lengd frelsissviptingar. „Verði þetta frumvarp að lögum þá er í fyrsta lagi áréttaður sá skíri vilji Alþingis til þess að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem þetta fólk sem hér um ræðir, þessir fimm aðilar, máttu þola á sínum tíma. Þannig að sá skýr vilji er áréttaður. Sömuleiðis, ef þetta frumvarp verður að lögum, þeir jafnsettir sem enn eru á lífi og hins vegar aðstandendur þeirra sem eru látnir. Um þetta hefur verið töluvert rætt hér í þingsal en það var mat minna ráðgjafa að það þyrfti að koma til skýr lagaheimild til þess að hægt væri að bjóða bætur á jafnvægisgrundvelli. Þannig að það er þá annars vegar þessi skýri vilji til að lýsa vilja stjórnvalda í þessu að gera ákveðna fjárhagslega yfirbót og jafnsetja um leið þessa aðila.Sjá einnig: „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og GeirfinnsmálumKatrín sagði að koma yrði í ljóst hvort það myndi ganga betur að semja við aðila sem hafa höfðað mál til að fá bætur. „Við tökum ekki réttinn af neinum til að fara í dómsmál. Við leggjum þarna til frumvarp sem grundvallast af þeim bótagrundvelli sem lá hér undir í vor og sem var á bilinu sjö til átta hundruð milljónir. Fólk getur svo farið í dómsmál og látið reyna á rétt sinn með frekari hætti ef það vill en við teljum þetta vera sanngjarnt og skýran vilja.“ Frumvarpið hefur sólarlagsákvæði fram í júní á næsta ári og Katrín sagðist telja að sá frestur dugi til.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira