Áskoranir og tækifæri í lánveitingum til fyrirtækja Gunnar Gunnarsson skrifar 9. október 2019 07:30 Fyrir tveimur vikum fjallaði Kári Finnsson, viðskiptastjóri hjá Creditinfo, um muninn á sjálfvirkum lánveitingum til einstaklinga annars vegar og fyrirtækja hins vegar. Í framhaldi af því má skoða hvaða tækifæri og áskoranir felast í sjálfvirkri lánveitingu til fyrirtækja á Íslandi. Helsti markhópur erlendra fjártæknifyrirtækja eru lítil og meðalstór fyrirtæki (e. SMEs, Small and Medium Enterprises eða MSMEs, Micro, Small and Medium Enterprises). Þarfir stórra fyrirtækja eru oft það flóknar að þau þurfa sérstaka þjónustu eða þá að þau hreinlega fjármagna sig sjálf með skuldabréfaútgáfu. Samkvæmt skilgreiningu Evrópusambandsins þá flokkast fyrirtæki sem MSME ef það uppfyllir tvö skilyrði, er með undir 250 starfsmenn annars vegar og er hins vegar með veltu undir 7,5 milljörðum króna eða eignir undir 6,5 milljörðum króna. Í Evrópu eru meira en 24 milljónir SME sem jafngildir meira en 99% allra fyrirtækja. Evrópsk SME standa á bak við rúmlega helming allrar veltu og tæplega 60% rekstrarhagnaðar allra fyrirtækja.Flest fyrirtæki smá og meðalstór Á Íslandi eru hlutföllin svipuð en fjöldinn talsvert minni. Um 35.000 fyrirtæki (ehf. og hf.) skila ársreikningum til RSK á ári hverju og af þeim eru um 20.000 í virkum daglegum rekstri utan fjármálageirans og virk á lánamarkaði. Það jafngildir um 60 fyrirtækjum á hverja 1.000 íbúa sem er mjög nálægt meðaltali innan Evrópusambandsins. Í löndum ESB er fjöldinn á bilinu 30-120 fyrirtæki á hverja 1.000 íbúa. Einungis um 100 fyrirtækja á Íslandi, eða 0,5%, teljast sem stór fyrirtæki svo nánast öll félög á Íslandi teljast sem MSMEs. Erlendis er hugtakið „financial inclusion“ stundum notað þegar talað er um aðgerðir til að bæta aðgengi smárra og meðalstórra fyrirtækja að lánsfé. Þetta hugtak er einnig notað í minna þróuðum ríkjum um einstaklinga sem hafa ekki aðgang að hefðbundinni fjármálaþjónustu. Ástæðan fyrir því er líklega sú að ábatinn af auknu aðgengi að lánsfé er að mörgu leyti svipaður fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þ.e. styrking og vöxtur hagkerfisins, nýsköpun, ný störf og annað í þeim dúr. Spyrja má hvort sama eigi við á Íslandi, þ.e. hvort takmarkað aðgengi að lánsfé hamli vexti smárra og meðalstórra fyrirtækja og aftri þar með hagkerfinu sem heild?Fjölbreytileikinn áskorun Eitt af vandamálunum við að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum fyrirgreiðslu, umfram öll fjármálaleg og áhættuleg sjónarmið, er fjölbreytileiki fyrirtækjanna. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafnmisjöfn og þau eru mörg og þurfa oft sérsniðna þjónustu sem fer eftir því í hvaða starfsemi þau eru. Á Íslandi er fjölbreytileiki smárra og meðalstórra fyrirtækja ekki mikið minni en erlendis en það eru færri fyrirtæki í hverjum flokki. Í Bretlandi veita bankar um 70.000 lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á hverjum ársfjórðungi. Ef við myndum varpa þeim fjölda yfir á íslenskan skala myndi það jafngilda í kringum 400 lánum á hverjum ársfjórðungi. Það er ekki mikill fjöldi, sérstaklega ef um er að ræða lán til fyrirtækja í 10-20 mismunandi geirum. Á hinn bóginn stunda fyrirtæki gríðarmikil reikningsviðskipti sín á milli og getur fjöldi útgefinna reikninga oft skipt þúsundum hjá einu fyrirtæki í hverjum mánuði. Heildarfjárhæð útistandandi viðskiptakrafna hjá íslenskum fyrirtækjum er mæld í hundruðum milljarða á hverjum tímapunkti.Mikið af upplýsingum til reiðu Mikil tækifæri eru í fjártæknilausnum til fyrirtækja en vanda þarf til verka og íhuga vel hvaða þarfir á að leysa, sérstaklega á litlum markaði eins og á Íslandi. Ísland býr hins vegar að því að vera vel í stakk búið tæknilega og lagalega til að sjálfvirknivæða ferla í lánveitingu til fyrirtækja. Ólíkt mörgum öðrum löndum þá er hér mikið af miðlægum upplýsingum til reiðu, svo sem rafræn fyrirtækjaskrá, ársreikningar og lánshæfismat fyrir öll fyrirtæki. Einnig er tiltölulega einstakt við Ísland að nánast allar kröfur eru geymdar miðlægt hjá Reiknistofu bankanna sem einfaldar öll samskipti milli fjármálastofnana. Íslensk fjártæknifyrirtæki búa því við miklar áskoranir ef þau ætla sér að auðvelda fyrirtækjum aðgengi að lánsfé en möguleikarnir eru jafnframt miklir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur vikum fjallaði Kári Finnsson, viðskiptastjóri hjá Creditinfo, um muninn á sjálfvirkum lánveitingum til einstaklinga annars vegar og fyrirtækja hins vegar. Í framhaldi af því má skoða hvaða tækifæri og áskoranir felast í sjálfvirkri lánveitingu til fyrirtækja á Íslandi. Helsti markhópur erlendra fjártæknifyrirtækja eru lítil og meðalstór fyrirtæki (e. SMEs, Small and Medium Enterprises eða MSMEs, Micro, Small and Medium Enterprises). Þarfir stórra fyrirtækja eru oft það flóknar að þau þurfa sérstaka þjónustu eða þá að þau hreinlega fjármagna sig sjálf með skuldabréfaútgáfu. Samkvæmt skilgreiningu Evrópusambandsins þá flokkast fyrirtæki sem MSME ef það uppfyllir tvö skilyrði, er með undir 250 starfsmenn annars vegar og er hins vegar með veltu undir 7,5 milljörðum króna eða eignir undir 6,5 milljörðum króna. Í Evrópu eru meira en 24 milljónir SME sem jafngildir meira en 99% allra fyrirtækja. Evrópsk SME standa á bak við rúmlega helming allrar veltu og tæplega 60% rekstrarhagnaðar allra fyrirtækja.Flest fyrirtæki smá og meðalstór Á Íslandi eru hlutföllin svipuð en fjöldinn talsvert minni. Um 35.000 fyrirtæki (ehf. og hf.) skila ársreikningum til RSK á ári hverju og af þeim eru um 20.000 í virkum daglegum rekstri utan fjármálageirans og virk á lánamarkaði. Það jafngildir um 60 fyrirtækjum á hverja 1.000 íbúa sem er mjög nálægt meðaltali innan Evrópusambandsins. Í löndum ESB er fjöldinn á bilinu 30-120 fyrirtæki á hverja 1.000 íbúa. Einungis um 100 fyrirtækja á Íslandi, eða 0,5%, teljast sem stór fyrirtæki svo nánast öll félög á Íslandi teljast sem MSMEs. Erlendis er hugtakið „financial inclusion“ stundum notað þegar talað er um aðgerðir til að bæta aðgengi smárra og meðalstórra fyrirtækja að lánsfé. Þetta hugtak er einnig notað í minna þróuðum ríkjum um einstaklinga sem hafa ekki aðgang að hefðbundinni fjármálaþjónustu. Ástæðan fyrir því er líklega sú að ábatinn af auknu aðgengi að lánsfé er að mörgu leyti svipaður fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þ.e. styrking og vöxtur hagkerfisins, nýsköpun, ný störf og annað í þeim dúr. Spyrja má hvort sama eigi við á Íslandi, þ.e. hvort takmarkað aðgengi að lánsfé hamli vexti smárra og meðalstórra fyrirtækja og aftri þar með hagkerfinu sem heild?Fjölbreytileikinn áskorun Eitt af vandamálunum við að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum fyrirgreiðslu, umfram öll fjármálaleg og áhættuleg sjónarmið, er fjölbreytileiki fyrirtækjanna. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafnmisjöfn og þau eru mörg og þurfa oft sérsniðna þjónustu sem fer eftir því í hvaða starfsemi þau eru. Á Íslandi er fjölbreytileiki smárra og meðalstórra fyrirtækja ekki mikið minni en erlendis en það eru færri fyrirtæki í hverjum flokki. Í Bretlandi veita bankar um 70.000 lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á hverjum ársfjórðungi. Ef við myndum varpa þeim fjölda yfir á íslenskan skala myndi það jafngilda í kringum 400 lánum á hverjum ársfjórðungi. Það er ekki mikill fjöldi, sérstaklega ef um er að ræða lán til fyrirtækja í 10-20 mismunandi geirum. Á hinn bóginn stunda fyrirtæki gríðarmikil reikningsviðskipti sín á milli og getur fjöldi útgefinna reikninga oft skipt þúsundum hjá einu fyrirtæki í hverjum mánuði. Heildarfjárhæð útistandandi viðskiptakrafna hjá íslenskum fyrirtækjum er mæld í hundruðum milljarða á hverjum tímapunkti.Mikið af upplýsingum til reiðu Mikil tækifæri eru í fjártæknilausnum til fyrirtækja en vanda þarf til verka og íhuga vel hvaða þarfir á að leysa, sérstaklega á litlum markaði eins og á Íslandi. Ísland býr hins vegar að því að vera vel í stakk búið tæknilega og lagalega til að sjálfvirknivæða ferla í lánveitingu til fyrirtækja. Ólíkt mörgum öðrum löndum þá er hér mikið af miðlægum upplýsingum til reiðu, svo sem rafræn fyrirtækjaskrá, ársreikningar og lánshæfismat fyrir öll fyrirtæki. Einnig er tiltölulega einstakt við Ísland að nánast allar kröfur eru geymdar miðlægt hjá Reiknistofu bankanna sem einfaldar öll samskipti milli fjármálastofnana. Íslensk fjártæknifyrirtæki búa því við miklar áskoranir ef þau ætla sér að auðvelda fyrirtækjum aðgengi að lánsfé en möguleikarnir eru jafnframt miklir.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun