Áskoranir og tækifæri í lánveitingum til fyrirtækja Gunnar Gunnarsson skrifar 9. október 2019 07:30 Fyrir tveimur vikum fjallaði Kári Finnsson, viðskiptastjóri hjá Creditinfo, um muninn á sjálfvirkum lánveitingum til einstaklinga annars vegar og fyrirtækja hins vegar. Í framhaldi af því má skoða hvaða tækifæri og áskoranir felast í sjálfvirkri lánveitingu til fyrirtækja á Íslandi. Helsti markhópur erlendra fjártæknifyrirtækja eru lítil og meðalstór fyrirtæki (e. SMEs, Small and Medium Enterprises eða MSMEs, Micro, Small and Medium Enterprises). Þarfir stórra fyrirtækja eru oft það flóknar að þau þurfa sérstaka þjónustu eða þá að þau hreinlega fjármagna sig sjálf með skuldabréfaútgáfu. Samkvæmt skilgreiningu Evrópusambandsins þá flokkast fyrirtæki sem MSME ef það uppfyllir tvö skilyrði, er með undir 250 starfsmenn annars vegar og er hins vegar með veltu undir 7,5 milljörðum króna eða eignir undir 6,5 milljörðum króna. Í Evrópu eru meira en 24 milljónir SME sem jafngildir meira en 99% allra fyrirtækja. Evrópsk SME standa á bak við rúmlega helming allrar veltu og tæplega 60% rekstrarhagnaðar allra fyrirtækja.Flest fyrirtæki smá og meðalstór Á Íslandi eru hlutföllin svipuð en fjöldinn talsvert minni. Um 35.000 fyrirtæki (ehf. og hf.) skila ársreikningum til RSK á ári hverju og af þeim eru um 20.000 í virkum daglegum rekstri utan fjármálageirans og virk á lánamarkaði. Það jafngildir um 60 fyrirtækjum á hverja 1.000 íbúa sem er mjög nálægt meðaltali innan Evrópusambandsins. Í löndum ESB er fjöldinn á bilinu 30-120 fyrirtæki á hverja 1.000 íbúa. Einungis um 100 fyrirtækja á Íslandi, eða 0,5%, teljast sem stór fyrirtæki svo nánast öll félög á Íslandi teljast sem MSMEs. Erlendis er hugtakið „financial inclusion“ stundum notað þegar talað er um aðgerðir til að bæta aðgengi smárra og meðalstórra fyrirtækja að lánsfé. Þetta hugtak er einnig notað í minna þróuðum ríkjum um einstaklinga sem hafa ekki aðgang að hefðbundinni fjármálaþjónustu. Ástæðan fyrir því er líklega sú að ábatinn af auknu aðgengi að lánsfé er að mörgu leyti svipaður fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þ.e. styrking og vöxtur hagkerfisins, nýsköpun, ný störf og annað í þeim dúr. Spyrja má hvort sama eigi við á Íslandi, þ.e. hvort takmarkað aðgengi að lánsfé hamli vexti smárra og meðalstórra fyrirtækja og aftri þar með hagkerfinu sem heild?Fjölbreytileikinn áskorun Eitt af vandamálunum við að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum fyrirgreiðslu, umfram öll fjármálaleg og áhættuleg sjónarmið, er fjölbreytileiki fyrirtækjanna. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafnmisjöfn og þau eru mörg og þurfa oft sérsniðna þjónustu sem fer eftir því í hvaða starfsemi þau eru. Á Íslandi er fjölbreytileiki smárra og meðalstórra fyrirtækja ekki mikið minni en erlendis en það eru færri fyrirtæki í hverjum flokki. Í Bretlandi veita bankar um 70.000 lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á hverjum ársfjórðungi. Ef við myndum varpa þeim fjölda yfir á íslenskan skala myndi það jafngilda í kringum 400 lánum á hverjum ársfjórðungi. Það er ekki mikill fjöldi, sérstaklega ef um er að ræða lán til fyrirtækja í 10-20 mismunandi geirum. Á hinn bóginn stunda fyrirtæki gríðarmikil reikningsviðskipti sín á milli og getur fjöldi útgefinna reikninga oft skipt þúsundum hjá einu fyrirtæki í hverjum mánuði. Heildarfjárhæð útistandandi viðskiptakrafna hjá íslenskum fyrirtækjum er mæld í hundruðum milljarða á hverjum tímapunkti.Mikið af upplýsingum til reiðu Mikil tækifæri eru í fjártæknilausnum til fyrirtækja en vanda þarf til verka og íhuga vel hvaða þarfir á að leysa, sérstaklega á litlum markaði eins og á Íslandi. Ísland býr hins vegar að því að vera vel í stakk búið tæknilega og lagalega til að sjálfvirknivæða ferla í lánveitingu til fyrirtækja. Ólíkt mörgum öðrum löndum þá er hér mikið af miðlægum upplýsingum til reiðu, svo sem rafræn fyrirtækjaskrá, ársreikningar og lánshæfismat fyrir öll fyrirtæki. Einnig er tiltölulega einstakt við Ísland að nánast allar kröfur eru geymdar miðlægt hjá Reiknistofu bankanna sem einfaldar öll samskipti milli fjármálastofnana. Íslensk fjártæknifyrirtæki búa því við miklar áskoranir ef þau ætla sér að auðvelda fyrirtækjum aðgengi að lánsfé en möguleikarnir eru jafnframt miklir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur vikum fjallaði Kári Finnsson, viðskiptastjóri hjá Creditinfo, um muninn á sjálfvirkum lánveitingum til einstaklinga annars vegar og fyrirtækja hins vegar. Í framhaldi af því má skoða hvaða tækifæri og áskoranir felast í sjálfvirkri lánveitingu til fyrirtækja á Íslandi. Helsti markhópur erlendra fjártæknifyrirtækja eru lítil og meðalstór fyrirtæki (e. SMEs, Small and Medium Enterprises eða MSMEs, Micro, Small and Medium Enterprises). Þarfir stórra fyrirtækja eru oft það flóknar að þau þurfa sérstaka þjónustu eða þá að þau hreinlega fjármagna sig sjálf með skuldabréfaútgáfu. Samkvæmt skilgreiningu Evrópusambandsins þá flokkast fyrirtæki sem MSME ef það uppfyllir tvö skilyrði, er með undir 250 starfsmenn annars vegar og er hins vegar með veltu undir 7,5 milljörðum króna eða eignir undir 6,5 milljörðum króna. Í Evrópu eru meira en 24 milljónir SME sem jafngildir meira en 99% allra fyrirtækja. Evrópsk SME standa á bak við rúmlega helming allrar veltu og tæplega 60% rekstrarhagnaðar allra fyrirtækja.Flest fyrirtæki smá og meðalstór Á Íslandi eru hlutföllin svipuð en fjöldinn talsvert minni. Um 35.000 fyrirtæki (ehf. og hf.) skila ársreikningum til RSK á ári hverju og af þeim eru um 20.000 í virkum daglegum rekstri utan fjármálageirans og virk á lánamarkaði. Það jafngildir um 60 fyrirtækjum á hverja 1.000 íbúa sem er mjög nálægt meðaltali innan Evrópusambandsins. Í löndum ESB er fjöldinn á bilinu 30-120 fyrirtæki á hverja 1.000 íbúa. Einungis um 100 fyrirtækja á Íslandi, eða 0,5%, teljast sem stór fyrirtæki svo nánast öll félög á Íslandi teljast sem MSMEs. Erlendis er hugtakið „financial inclusion“ stundum notað þegar talað er um aðgerðir til að bæta aðgengi smárra og meðalstórra fyrirtækja að lánsfé. Þetta hugtak er einnig notað í minna þróuðum ríkjum um einstaklinga sem hafa ekki aðgang að hefðbundinni fjármálaþjónustu. Ástæðan fyrir því er líklega sú að ábatinn af auknu aðgengi að lánsfé er að mörgu leyti svipaður fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þ.e. styrking og vöxtur hagkerfisins, nýsköpun, ný störf og annað í þeim dúr. Spyrja má hvort sama eigi við á Íslandi, þ.e. hvort takmarkað aðgengi að lánsfé hamli vexti smárra og meðalstórra fyrirtækja og aftri þar með hagkerfinu sem heild?Fjölbreytileikinn áskorun Eitt af vandamálunum við að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum fyrirgreiðslu, umfram öll fjármálaleg og áhættuleg sjónarmið, er fjölbreytileiki fyrirtækjanna. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafnmisjöfn og þau eru mörg og þurfa oft sérsniðna þjónustu sem fer eftir því í hvaða starfsemi þau eru. Á Íslandi er fjölbreytileiki smárra og meðalstórra fyrirtækja ekki mikið minni en erlendis en það eru færri fyrirtæki í hverjum flokki. Í Bretlandi veita bankar um 70.000 lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á hverjum ársfjórðungi. Ef við myndum varpa þeim fjölda yfir á íslenskan skala myndi það jafngilda í kringum 400 lánum á hverjum ársfjórðungi. Það er ekki mikill fjöldi, sérstaklega ef um er að ræða lán til fyrirtækja í 10-20 mismunandi geirum. Á hinn bóginn stunda fyrirtæki gríðarmikil reikningsviðskipti sín á milli og getur fjöldi útgefinna reikninga oft skipt þúsundum hjá einu fyrirtæki í hverjum mánuði. Heildarfjárhæð útistandandi viðskiptakrafna hjá íslenskum fyrirtækjum er mæld í hundruðum milljarða á hverjum tímapunkti.Mikið af upplýsingum til reiðu Mikil tækifæri eru í fjártæknilausnum til fyrirtækja en vanda þarf til verka og íhuga vel hvaða þarfir á að leysa, sérstaklega á litlum markaði eins og á Íslandi. Ísland býr hins vegar að því að vera vel í stakk búið tæknilega og lagalega til að sjálfvirknivæða ferla í lánveitingu til fyrirtækja. Ólíkt mörgum öðrum löndum þá er hér mikið af miðlægum upplýsingum til reiðu, svo sem rafræn fyrirtækjaskrá, ársreikningar og lánshæfismat fyrir öll fyrirtæki. Einnig er tiltölulega einstakt við Ísland að nánast allar kröfur eru geymdar miðlægt hjá Reiknistofu bankanna sem einfaldar öll samskipti milli fjármálastofnana. Íslensk fjártæknifyrirtæki búa því við miklar áskoranir ef þau ætla sér að auðvelda fyrirtækjum aðgengi að lánsfé en möguleikarnir eru jafnframt miklir.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun