Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 11:30 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Fréttablaðið/GVA Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. Hann segir skorta þekkingu meðal starfsmanna stjórnsýslunnar um upplýsingarétt borgaranna. Með því að auka fræðslu þeirra væri hægt að draga úr fjölda þeirra mála sem rata til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem úrlausn mála getur tekið marga mánuði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Tregða stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar sem henni ber að gera lögum samkvæmt var meðal þess sem tekið er fyrir í skýrslunni. „Við erum búin að vera með þetta kerfi upplýsingalaganna í alveg frá 1996 ef ég man rétt. Við erum búin að vera með þetta kerfi að menn geta leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála, og það sem að ég finn fyrir, þó svo að menn séu núna að reyna að gera ákveðnar úrbætur með nýjum upplýsingalögum, þá held ég bara að menn þurfi að skoða hvort að kerfið sem við höfum byggt upp er rétt,“ segir Tryggvi. Fyrst og fremst þurfi að auka þekkingu þeirra sem að starfa í stjórnkerfinu svo þeir geti sjálfir leyst úr þessum málum. „Ég velti því fyrir mér hvort að tilvist þessarar úrskurðarnefndar sé kannski að einhverju leyti rótin að þessu hversu illa okkur hefur gengið hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd okkar, að virkja þennan upplýsingarétt almennings, og þá meðal annars líka fjölmiðla,“ segir Tryggvi, „Málin taka alltof alltof langan tíma og hafa bara glatað upplýsingagildi sínu þegar loksins kemur einhver niðurstaða.“ Hann efist ekki um að úrskurðarnefndin vinni vel úr sýnum verkefnum en það eigi að hans mati að vera undantekning að mál rati þangað. Hægt sé að líta til nágrannaríkja hvað varðar bæði fræðslu starfsfólks stjórnsýslunnar og viðhorf til málaflokksins. „Þar er búið við það að það er mikið meiri vitund um þessar reglur og einhvern veginn vilji til þess að veita upplýsingarnar. Hér hefur verið svo mikil tregða á þessu og við þurfum einhvern veginn að yfirvinna hana,“ segir Tryggvi. Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Erfitt að losa um upplýsingar úr iðrum kerfisins. 7. október 2019 15:17 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. Hann segir skorta þekkingu meðal starfsmanna stjórnsýslunnar um upplýsingarétt borgaranna. Með því að auka fræðslu þeirra væri hægt að draga úr fjölda þeirra mála sem rata til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem úrlausn mála getur tekið marga mánuði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Tregða stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar sem henni ber að gera lögum samkvæmt var meðal þess sem tekið er fyrir í skýrslunni. „Við erum búin að vera með þetta kerfi upplýsingalaganna í alveg frá 1996 ef ég man rétt. Við erum búin að vera með þetta kerfi að menn geta leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála, og það sem að ég finn fyrir, þó svo að menn séu núna að reyna að gera ákveðnar úrbætur með nýjum upplýsingalögum, þá held ég bara að menn þurfi að skoða hvort að kerfið sem við höfum byggt upp er rétt,“ segir Tryggvi. Fyrst og fremst þurfi að auka þekkingu þeirra sem að starfa í stjórnkerfinu svo þeir geti sjálfir leyst úr þessum málum. „Ég velti því fyrir mér hvort að tilvist þessarar úrskurðarnefndar sé kannski að einhverju leyti rótin að þessu hversu illa okkur hefur gengið hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd okkar, að virkja þennan upplýsingarétt almennings, og þá meðal annars líka fjölmiðla,“ segir Tryggvi, „Málin taka alltof alltof langan tíma og hafa bara glatað upplýsingagildi sínu þegar loksins kemur einhver niðurstaða.“ Hann efist ekki um að úrskurðarnefndin vinni vel úr sýnum verkefnum en það eigi að hans mati að vera undantekning að mál rati þangað. Hægt sé að líta til nágrannaríkja hvað varðar bæði fræðslu starfsfólks stjórnsýslunnar og viðhorf til málaflokksins. „Þar er búið við það að það er mikið meiri vitund um þessar reglur og einhvern veginn vilji til þess að veita upplýsingarnar. Hér hefur verið svo mikil tregða á þessu og við þurfum einhvern veginn að yfirvinna hana,“ segir Tryggvi.
Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Erfitt að losa um upplýsingar úr iðrum kerfisins. 7. október 2019 15:17 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Erfitt að losa um upplýsingar úr iðrum kerfisins. 7. október 2019 15:17