Danmerkurmeistarar Álaborgar styrktu stöðu sína á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Holstebro á útivelli í kvöld.
Álaborg vann leikinn 27-25 eftir að hafa verið 10-14 yfir í hálfleik.
Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk fyrir Álaborg og átti fjórar stoðsendingar.
Álaborg hefur nú unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni, hinn endaði með jafntefli, og situr liðið á toppnum með 11 stig.
