Guðmundar og Geirfinnsmálið: „Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt“ Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 20. september 2019 09:10 Ragnar Aðalsteinsson. Fréttablaðið/Stefán Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. „Umbjóðandi minn og aðrir voru hafðir í fangelsi, gæsluvarðhaldi og síðan í afplánun árum saman. Síðan sýknar Hæstiréttur þá, þar sem það liggur ekki fyrir að þeir hafi gerst sekir um það sem er borið á þá og þá eiga þeir samkvæmt lögum og stjórnarskrá rétt á bótum,“ segir Ragnar. Guðjón hefur krafist 1,3 milljarða í bætur eftir að Hæstiréttur sýknaði hann og aðra í málinu í fyrra. Bæturnar eru meðal annars vegna ólöglegrar frelsissviptingar og rangra dóma. Greinargerð ríkisins í málinu var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem sýknukrafan kemur fram og er þess einnig krafist að Guðjón borgi málskostnað.Sjá einnig: Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvikRagnar segir ríkisstjórnina hafa tekið þá afstöðu að reyna að koma í veg fyrir að þeir nái fram bótum með því að berjast upp á líf og dauða gegn réttindum þeirra fyrir dómstólum í ríkinu.Getur verið að bótakrafan hafi verið óraunhæf? „Hún er það að áliti ríkisins en bótakrafan styðst einungis við þann eina fordæmisdóm sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Þar vísaði Ragnar í dóm frá 1983 þar sem fjórir aðrir sem að málinu komu fengu bætur eftir að hafa setið saklausir í gæsluvarðhaldi. „Ekki eins lengi að vísu. Það voru 105 dagar en ekki mörg ár,“ segir Ragnar. „Ég sem lögmaður komst ekki hjá því að benda skjólstæðingi mínum á fordæmið og hvað áttum við að miða við annað?“ Ragnar segist ekki hafa átt von á þessari niðurstöðu og sagðist hafa orðið þess var að ríkið gengi lengra í vörnum sínum gegn borgurum en aðrir aðilar í samfélaginu og svífist einskis. „Ég hélt ekki að í þessu máli myndi ríkið ganga svo langt að krefjast sýknu og segja: „Þið eigið engan rétt á bótum. Þetta var allt ykkur að kenna. Þið beruð ábyrgð á þessu. Dómur Hæstaréttar í fyrra skiptir engu máli og við ætlum að rekja málið allt afturábak til 1974, 5 og sex og sanna sekt ykkar.“ „Það virðist vera það sem stefnt er að í þessu, þrátt fyrir sýknudóm Hæstaréttar. Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt.“ Ragnar sagði ríkisstjórn ekki geta mismunað borgurum og því eigi hann von á að svipaðir dómar falli í öðrum kröfumálum. Hann sagðist telja ríkið vera að reyna að tefja málið og reyna að koma í veg fyrir að „þetta fólk nái réttlæti innan sæmilegs tíma og er kannski að reyna að koma þessu langt inn í framtíðina og jafnvel í stjórnartíð næstu ríkisstjórnar. Þannig að þessi ríkisstjórn sé laus undan málinu.“ Ragnar sagðist sjá fram á langan málarekstur og það lægi fyrir þegar gagnaðili beiti öllum leiðum til að gera mál erfitt í stað þess að fara í kjarna þess. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Fer fram á milljarð í miskabætur fyrir Guðjón Skarphéðinsson Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur krafist milljarðs króna í misabætur fyrir skjólstæðing sinn. 12. maí 2019 13:31 Stjórnvöld reyna enn að ná sátt um bætur Af hálfu stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á að ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir eru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar. 22. ágúst 2019 17:20 Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Finnst bæturnar ekki nógu háar Sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru af öllum ákærum í september í fyrra hafa enn ekki borist formleg tilboð um bótagreiðslur. 10. maí 2019 20:11 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. „Umbjóðandi minn og aðrir voru hafðir í fangelsi, gæsluvarðhaldi og síðan í afplánun árum saman. Síðan sýknar Hæstiréttur þá, þar sem það liggur ekki fyrir að þeir hafi gerst sekir um það sem er borið á þá og þá eiga þeir samkvæmt lögum og stjórnarskrá rétt á bótum,“ segir Ragnar. Guðjón hefur krafist 1,3 milljarða í bætur eftir að Hæstiréttur sýknaði hann og aðra í málinu í fyrra. Bæturnar eru meðal annars vegna ólöglegrar frelsissviptingar og rangra dóma. Greinargerð ríkisins í málinu var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem sýknukrafan kemur fram og er þess einnig krafist að Guðjón borgi málskostnað.Sjá einnig: Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvikRagnar segir ríkisstjórnina hafa tekið þá afstöðu að reyna að koma í veg fyrir að þeir nái fram bótum með því að berjast upp á líf og dauða gegn réttindum þeirra fyrir dómstólum í ríkinu.Getur verið að bótakrafan hafi verið óraunhæf? „Hún er það að áliti ríkisins en bótakrafan styðst einungis við þann eina fordæmisdóm sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Þar vísaði Ragnar í dóm frá 1983 þar sem fjórir aðrir sem að málinu komu fengu bætur eftir að hafa setið saklausir í gæsluvarðhaldi. „Ekki eins lengi að vísu. Það voru 105 dagar en ekki mörg ár,“ segir Ragnar. „Ég sem lögmaður komst ekki hjá því að benda skjólstæðingi mínum á fordæmið og hvað áttum við að miða við annað?“ Ragnar segist ekki hafa átt von á þessari niðurstöðu og sagðist hafa orðið þess var að ríkið gengi lengra í vörnum sínum gegn borgurum en aðrir aðilar í samfélaginu og svífist einskis. „Ég hélt ekki að í þessu máli myndi ríkið ganga svo langt að krefjast sýknu og segja: „Þið eigið engan rétt á bótum. Þetta var allt ykkur að kenna. Þið beruð ábyrgð á þessu. Dómur Hæstaréttar í fyrra skiptir engu máli og við ætlum að rekja málið allt afturábak til 1974, 5 og sex og sanna sekt ykkar.“ „Það virðist vera það sem stefnt er að í þessu, þrátt fyrir sýknudóm Hæstaréttar. Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt.“ Ragnar sagði ríkisstjórn ekki geta mismunað borgurum og því eigi hann von á að svipaðir dómar falli í öðrum kröfumálum. Hann sagðist telja ríkið vera að reyna að tefja málið og reyna að koma í veg fyrir að „þetta fólk nái réttlæti innan sæmilegs tíma og er kannski að reyna að koma þessu langt inn í framtíðina og jafnvel í stjórnartíð næstu ríkisstjórnar. Þannig að þessi ríkisstjórn sé laus undan málinu.“ Ragnar sagðist sjá fram á langan málarekstur og það lægi fyrir þegar gagnaðili beiti öllum leiðum til að gera mál erfitt í stað þess að fara í kjarna þess.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Fer fram á milljarð í miskabætur fyrir Guðjón Skarphéðinsson Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur krafist milljarðs króna í misabætur fyrir skjólstæðing sinn. 12. maí 2019 13:31 Stjórnvöld reyna enn að ná sátt um bætur Af hálfu stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á að ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir eru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar. 22. ágúst 2019 17:20 Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Finnst bæturnar ekki nógu háar Sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru af öllum ákærum í september í fyrra hafa enn ekki borist formleg tilboð um bótagreiðslur. 10. maí 2019 20:11 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
Fer fram á milljarð í miskabætur fyrir Guðjón Skarphéðinsson Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur krafist milljarðs króna í misabætur fyrir skjólstæðing sinn. 12. maí 2019 13:31
Stjórnvöld reyna enn að ná sátt um bætur Af hálfu stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á að ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir eru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar. 22. ágúst 2019 17:20
Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15
Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Finnst bæturnar ekki nógu háar Sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru af öllum ákærum í september í fyrra hafa enn ekki borist formleg tilboð um bótagreiðslur. 10. maí 2019 20:11