Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2019 14:47 Árni Gils og faðir hans Hjalti Úrsus sem hefur staðið þétt við bak sonar síns í málinu. Vísir/Vilhelm Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. „Gaurinn bara snappaði,“ sagði vitnið um Árna. Árni er ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna átaka hans og annars manns við Leifasjoppu í Breiðholti í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði. Árni hefur neitað sök en var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota árið 2017. Hæstiréttur vísaði máli hans aftur heim í hérað árið 2017. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallar nú um málið. Á þriðjudag viðurkenndi Árni í fyrsta skipti að hafa átt í átökum fyrr um kvöldið sem átökin við Leifasjoppu áttu sér stað. Bar hann vitni um að hafa lent í ágreining við mann í Breiðholti sem hann sakaði um að hafa stolið frá sér. Maðurinn hafi hins vegar gerst ógnandi með hníf og hafnaboltakylfu. Árni hafi þurft að verjast honum með kylfunni. Maðurinn gaf allt aðra lýsingu á atburðunum þegar hann gaf símaskýrslu fyrir héraðsdómi í dag. Sagðist hann hafa verið að aðstoða Árna við að verða sér út um mórfínlyf sem gefið er við heróínfíkn. Árni hafi verið töluvert ölvaður.Sagði Árna hafa hótað móður sinni Bar maðurinn vitni um að Árni hafi barið sig í hnakkann með hafnaboltakylfu þegar hann sneri í hann baki í íbúð í Breiðholti. Sagðist hann ekki hafa hugmynd um af hverju Árni hefði ráðist á sig þegar hann hefði verið að hjálpa honum. „Gaurinn snappaði bara. Hann gengur ekki alveg heill til skógar,“ sagði maðurinn sem er á fertugsaldri. Hélt maðurinn því jafnframt fram að Árni hefði hótað móður hans og svo reynt að keyra á hann þegar hann elti Árna út úr íbúðinni. Gaf hann einnig nokkra aðra lýsingu á atburðum í kringum átökin við Leifasjoppu en maðurinn sem varð fyrir stungusárinu og önnur vitni á þriðjudag. Sagðist hann hafa komið í íbúð þar sem fólkið var þegar átökin voru um garð gengin. Aðrir höfðu sagt hann hafa verið í íbúðinni þegar maðurinn sem varð fyrir áverkanum og þáverandi vinkona Árna fóru til móts við hann við Leifasjoppu. Sagði hann að maðurinn sem varð fyrir áverkanum hafi sagt honum að Árni hefði tekið hníf af honum og stungið í höfuðið. Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. „Gaurinn bara snappaði,“ sagði vitnið um Árna. Árni er ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna átaka hans og annars manns við Leifasjoppu í Breiðholti í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði. Árni hefur neitað sök en var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota árið 2017. Hæstiréttur vísaði máli hans aftur heim í hérað árið 2017. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallar nú um málið. Á þriðjudag viðurkenndi Árni í fyrsta skipti að hafa átt í átökum fyrr um kvöldið sem átökin við Leifasjoppu áttu sér stað. Bar hann vitni um að hafa lent í ágreining við mann í Breiðholti sem hann sakaði um að hafa stolið frá sér. Maðurinn hafi hins vegar gerst ógnandi með hníf og hafnaboltakylfu. Árni hafi þurft að verjast honum með kylfunni. Maðurinn gaf allt aðra lýsingu á atburðunum þegar hann gaf símaskýrslu fyrir héraðsdómi í dag. Sagðist hann hafa verið að aðstoða Árna við að verða sér út um mórfínlyf sem gefið er við heróínfíkn. Árni hafi verið töluvert ölvaður.Sagði Árna hafa hótað móður sinni Bar maðurinn vitni um að Árni hafi barið sig í hnakkann með hafnaboltakylfu þegar hann sneri í hann baki í íbúð í Breiðholti. Sagðist hann ekki hafa hugmynd um af hverju Árni hefði ráðist á sig þegar hann hefði verið að hjálpa honum. „Gaurinn snappaði bara. Hann gengur ekki alveg heill til skógar,“ sagði maðurinn sem er á fertugsaldri. Hélt maðurinn því jafnframt fram að Árni hefði hótað móður hans og svo reynt að keyra á hann þegar hann elti Árna út úr íbúðinni. Gaf hann einnig nokkra aðra lýsingu á atburðum í kringum átökin við Leifasjoppu en maðurinn sem varð fyrir stungusárinu og önnur vitni á þriðjudag. Sagðist hann hafa komið í íbúð þar sem fólkið var þegar átökin voru um garð gengin. Aðrir höfðu sagt hann hafa verið í íbúðinni þegar maðurinn sem varð fyrir áverkanum og þáverandi vinkona Árna fóru til móts við hann við Leifasjoppu. Sagði hann að maðurinn sem varð fyrir áverkanum hafi sagt honum að Árni hefði tekið hníf af honum og stungið í höfuðið.
Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46
Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30