„Hvað gerðir þú árin sem skiptu máli?“ Sylvía Hall skrifar 20. september 2019 20:18 Hildur segir það afdráttarlausa kröfu þeirra sem taka þátt í mótmælunum að allir grípi til aðgerða til þess að sporna við hamfarahlýnun. Vísir Hildur Knútsdóttir rithöfundur segir það ekki vera í boði að hundsa áhrif loftslagsbreytinga lengur. Hamfarahlýnun sé nú þegar orðin að veruleika sem sýni sig hvað best í gróðureldum og hitabylgju sumarsins sem var að líða og nú sé einfaldlega tími til þess að grípa til alvöru aðgerða. Hildur var ein þeirra sem talaði á allsherjarverkfallsviðburði sem fram fór á Austurvelli í dag en hún sjálf hefur látið baráttuna í loftslagsmálum sig varða og er til að mynda formaður stjórnar loftslagssjóðs sem ætlað er að stuðla að nýsköpun í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á meðal ræðufólks voru einnig Eydís Blöndal, Kári Stefánsson, Sævar Helgi Bragason og Högni Egilsson. Milljónir fólks um allan heim tóku þátt í verkfallinu og þar sem fólk sótti samstöðufundi sem mörkuðu upphaf allsherjarverkfalls sem stendur yfir í komandi viku.Sjá einnig: Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Í ræðu sinni ræddi Hildur um þær kröfur sem væri verið að setja fram með þessari göngu. Það verði að grípa til aðgerða ekki seinna en núna. Aldrei hafi verið jafn mikilvægt að fólk bregðist við og akkúrat núna.Frá Austurvelli í dag.Vísir/Einar„Við höfum örlög allrar plánetunnar og í rauninni alls þess sem lifir á plánetunni í höndum okkar. Það sem við gerum á næstu árum, eða gerum ekki, mun skipta sköpum fyrir framtíð allra. Þetta er í rauninni svolítið ógnvekjandi staða, en spennandi líka því við getum breytt svo miklu,“ segir Hildur. Hún segir það vera afdráttarlausa kröfu allra þátttakenda að ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og allir einstaklingar leggi sitt af mörkum. Nú sé rétti tíminn til þess að bregðast við, umræðan hafi aldrei verið meiri og afleiðingarnar aldrei verið jafn skýrar. „Ég ætla að spyrja hvernig arfleið viljum við skilja eftir okkur? Hvernig ætlum við að svara spurningunni eftir fimmtíu ár: Hvað gerðir þú árin sem skiptu máli?“ Loftslagsmál Tengdar fréttir Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Hildur Knútsdóttir rithöfundur segir það ekki vera í boði að hundsa áhrif loftslagsbreytinga lengur. Hamfarahlýnun sé nú þegar orðin að veruleika sem sýni sig hvað best í gróðureldum og hitabylgju sumarsins sem var að líða og nú sé einfaldlega tími til þess að grípa til alvöru aðgerða. Hildur var ein þeirra sem talaði á allsherjarverkfallsviðburði sem fram fór á Austurvelli í dag en hún sjálf hefur látið baráttuna í loftslagsmálum sig varða og er til að mynda formaður stjórnar loftslagssjóðs sem ætlað er að stuðla að nýsköpun í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á meðal ræðufólks voru einnig Eydís Blöndal, Kári Stefánsson, Sævar Helgi Bragason og Högni Egilsson. Milljónir fólks um allan heim tóku þátt í verkfallinu og þar sem fólk sótti samstöðufundi sem mörkuðu upphaf allsherjarverkfalls sem stendur yfir í komandi viku.Sjá einnig: Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Í ræðu sinni ræddi Hildur um þær kröfur sem væri verið að setja fram með þessari göngu. Það verði að grípa til aðgerða ekki seinna en núna. Aldrei hafi verið jafn mikilvægt að fólk bregðist við og akkúrat núna.Frá Austurvelli í dag.Vísir/Einar„Við höfum örlög allrar plánetunnar og í rauninni alls þess sem lifir á plánetunni í höndum okkar. Það sem við gerum á næstu árum, eða gerum ekki, mun skipta sköpum fyrir framtíð allra. Þetta er í rauninni svolítið ógnvekjandi staða, en spennandi líka því við getum breytt svo miklu,“ segir Hildur. Hún segir það vera afdráttarlausa kröfu allra þátttakenda að ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og allir einstaklingar leggi sitt af mörkum. Nú sé rétti tíminn til þess að bregðast við, umræðan hafi aldrei verið meiri og afleiðingarnar aldrei verið jafn skýrar. „Ég ætla að spyrja hvernig arfleið viljum við skilja eftir okkur? Hvernig ætlum við að svara spurningunni eftir fimmtíu ár: Hvað gerðir þú árin sem skiptu máli?“
Loftslagsmál Tengdar fréttir Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42
Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26