Opinn dagur í Skaftholti: Lífræn ræktun er framtíðin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. september 2019 12:15 Skaftholt er þremur kílómetrum frá Árnesi á leiðinni í Þjórsárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Opinn dagur verður þar í dag frá klukkan 14:00 til 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum á bænum Skaftholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar verður opið hús í dag þar sem starfsemin verður kynnt. Í Skaftholti er líka framleiddir ostar, smjör og jógúrt úr mjólk kúnna á bænum. Skaftholt verður með opinn dag eftir hádegi í dag, 21. september frá 14:00 til 17:00 þar sem gestum og gangandi er boðið að koma og kynnast starfseminni. Á bænum er þjónusta fyrir fatlaða þar sem átta búa í vernduðu umhverfi. Allir hafa vinnu og nóg fyrir stafni allt árið um kring. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður staðarins. „Það sem snertir vinnuna er mest í tengslum við garðyrkju og landbúnað, auk þess erum við með vinnustofur samanber smíðastofuna Drumbinn“, segir Gunnþór Guðfinnsson, sem sér um garðyrkjuna á staðnum. Drumbinn verður opinn í dag þar sem afrakstur vinnu sumarsins verður til sýnis. Þá verður hægt að gera góð kaup á lífrænt ræktuðu grænmeti. „Við ræktum allt mögulegt, það er úrval af þessu helsta grænmeti, sem ræktað er á landinu. En fyrst og síðast ræktum við fyrir heimilið en það sem við erum aflögufær með hverju sinni bjóðum við öðrum að njóta líka og kaupa. Í ár erum við með eitthvað aflögu af rófum, rauðrófum, grænkáli, blaðlauk, steinselju og smá sellerí svo eitthvað sé nefnt“, segir Gunnþór. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður í Skaftholti og stýrir lírænu ræktuninni á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum Skaftholts. „Lífrænt ræktun er framtíðin eins og við horfum á það. Það er í rauninni sú leið, sem við teljum vera færust fyrir jörðina til að bera fæðuframboðið af þeim gæðum sem við viljum meina að þurfi. Við erum þannig að rækta jarðveginn fremur en plönturnar og leggjum okkur fram um að næra jarðveginn og lífríkið í jarðveginum og eftir því sem það tekst betur og betur vaxa plönturnar betur“, bætir Gunnþór við. Í Skaftholti eru líka 18 mjólkurkýr en mjólkin frá þeim er notuð til að búa til osta, skyr og jógúrt. En hvar er Skaftholt fyrir þá sem vita ekki hvar staðurinn er og vilja koma á opna daginn í dag? „Skaftholt er í Skeiða og Gnúpverjahreppi og er um þrjá kílómetra ofan við Árnes ef fólk kannast við það á leiðinni í Þjórsárdal“, segir Gunnþór um leið og hann bíður alla áhugasama velkoma á opna daginn í dag. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum á bænum Skaftholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar verður opið hús í dag þar sem starfsemin verður kynnt. Í Skaftholti er líka framleiddir ostar, smjör og jógúrt úr mjólk kúnna á bænum. Skaftholt verður með opinn dag eftir hádegi í dag, 21. september frá 14:00 til 17:00 þar sem gestum og gangandi er boðið að koma og kynnast starfseminni. Á bænum er þjónusta fyrir fatlaða þar sem átta búa í vernduðu umhverfi. Allir hafa vinnu og nóg fyrir stafni allt árið um kring. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður staðarins. „Það sem snertir vinnuna er mest í tengslum við garðyrkju og landbúnað, auk þess erum við með vinnustofur samanber smíðastofuna Drumbinn“, segir Gunnþór Guðfinnsson, sem sér um garðyrkjuna á staðnum. Drumbinn verður opinn í dag þar sem afrakstur vinnu sumarsins verður til sýnis. Þá verður hægt að gera góð kaup á lífrænt ræktuðu grænmeti. „Við ræktum allt mögulegt, það er úrval af þessu helsta grænmeti, sem ræktað er á landinu. En fyrst og síðast ræktum við fyrir heimilið en það sem við erum aflögufær með hverju sinni bjóðum við öðrum að njóta líka og kaupa. Í ár erum við með eitthvað aflögu af rófum, rauðrófum, grænkáli, blaðlauk, steinselju og smá sellerí svo eitthvað sé nefnt“, segir Gunnþór. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður í Skaftholti og stýrir lírænu ræktuninni á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum Skaftholts. „Lífrænt ræktun er framtíðin eins og við horfum á það. Það er í rauninni sú leið, sem við teljum vera færust fyrir jörðina til að bera fæðuframboðið af þeim gæðum sem við viljum meina að þurfi. Við erum þannig að rækta jarðveginn fremur en plönturnar og leggjum okkur fram um að næra jarðveginn og lífríkið í jarðveginum og eftir því sem það tekst betur og betur vaxa plönturnar betur“, bætir Gunnþór við. Í Skaftholti eru líka 18 mjólkurkýr en mjólkin frá þeim er notuð til að búa til osta, skyr og jógúrt. En hvar er Skaftholt fyrir þá sem vita ekki hvar staðurinn er og vilja koma á opna daginn í dag? „Skaftholt er í Skeiða og Gnúpverjahreppi og er um þrjá kílómetra ofan við Árnes ef fólk kannast við það á leiðinni í Þjórsárdal“, segir Gunnþór um leið og hann bíður alla áhugasama velkoma á opna daginn í dag.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira