"Þetta er algjört brjálæði“ Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 21. september 2019 21:00 „Við viljum binda enda á morðæðið á Filippseyjum. Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta. Þetta er gífurlegur fjöldi morða og þetta er fordæmalaust,“ segir Stella Matutina, baráttukona fyrir mannréttindum, í samtali við fréttastofu. Matutina er fyrrverandi nunna frá Filipseyjum og er í sendinefndinni sem kom hingað til lands. Hún flúði Filipseyjar þar sem hún er eftirlýst og hafa veggspjöld með mynd af henni og nafni verið dreift í landinu. „Þetta er algjört brjálæði. Ég hef trú á því og við eigum að vera sammála um að hvert mannslíf er verðmætt, það á að bera virðingu fyrir því og engum á að líðast slíkt.“ Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu.Stöð 2 Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag varð uppnám í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum.Sjá einnig: Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Meginmarkmið neyðarráðstefnunnar í dag var að skipuleggja og efla alþjóðlegan þrýsting á ríkisstjórn Rodrigo Duterte, forseta Filipseyja, til að gangast við þeim alþjóða skuldbindingum er lúta að mannréttindum sem Filippseyjar eru nú þegar aðilar að. Skuldbindingar sem innihalda rétt fulltrúa mannréttindastofnanna til að rannsaka brot á mannréttindum á Filippseyjum. Marissa Lazaro er ein þeirra sem misst hafa ættingja eftir ofbeldi af hálfu lögreglu.vísir Með ráðstefnunni er jafnframt ætlað að sköpuð sé tækifæri til samræðu á milli aðila sem vinna í þágu mannréttinda á Íslandi og Filippseyjum sem og á alþjóðavettvangi um hið síversnandi ástand á Filippseyjum, sem hófst fyrst á bylgju af morðum á fíkniefnasala og -neytenda en morð í landinu nú hafa í auknum mæli beinst að leiðtogum trúarhópa, stjórnmálaafla, frumbyggja og verkalýðsfélaga, sem gagnrýna voðaverk ríkisstjórnar Dutarte. Þá hafa ofsóknir á blaðamenn og lögfræðinga farið stigvaxandi í landinu. Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu. Skipuleggjendum ráðstefnunnar er mikið í mun að viðhalda þeim áhuga og einurð sem einkenndi ályktun Íslands og var samþykkt hjá mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna. „Í okkar huga er Ísland leiðarljós okkar. Ísland gefur okkur von um að eitthvað verði gert á Filippseyjum. Því hér er um að ræða rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við erum vongóð um að eitthvað gerist því við höfum sjálf okkar eigin gögn í málinu og það þarf að staðfesta þau á forræði Sameinuðu þjóðanna,“ segir Matutina. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
„Við viljum binda enda á morðæðið á Filippseyjum. Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta. Þetta er gífurlegur fjöldi morða og þetta er fordæmalaust,“ segir Stella Matutina, baráttukona fyrir mannréttindum, í samtali við fréttastofu. Matutina er fyrrverandi nunna frá Filipseyjum og er í sendinefndinni sem kom hingað til lands. Hún flúði Filipseyjar þar sem hún er eftirlýst og hafa veggspjöld með mynd af henni og nafni verið dreift í landinu. „Þetta er algjört brjálæði. Ég hef trú á því og við eigum að vera sammála um að hvert mannslíf er verðmætt, það á að bera virðingu fyrir því og engum á að líðast slíkt.“ Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu.Stöð 2 Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag varð uppnám í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum.Sjá einnig: Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Meginmarkmið neyðarráðstefnunnar í dag var að skipuleggja og efla alþjóðlegan þrýsting á ríkisstjórn Rodrigo Duterte, forseta Filipseyja, til að gangast við þeim alþjóða skuldbindingum er lúta að mannréttindum sem Filippseyjar eru nú þegar aðilar að. Skuldbindingar sem innihalda rétt fulltrúa mannréttindastofnanna til að rannsaka brot á mannréttindum á Filippseyjum. Marissa Lazaro er ein þeirra sem misst hafa ættingja eftir ofbeldi af hálfu lögreglu.vísir Með ráðstefnunni er jafnframt ætlað að sköpuð sé tækifæri til samræðu á milli aðila sem vinna í þágu mannréttinda á Íslandi og Filippseyjum sem og á alþjóðavettvangi um hið síversnandi ástand á Filippseyjum, sem hófst fyrst á bylgju af morðum á fíkniefnasala og -neytenda en morð í landinu nú hafa í auknum mæli beinst að leiðtogum trúarhópa, stjórnmálaafla, frumbyggja og verkalýðsfélaga, sem gagnrýna voðaverk ríkisstjórnar Dutarte. Þá hafa ofsóknir á blaðamenn og lögfræðinga farið stigvaxandi í landinu. Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu. Skipuleggjendum ráðstefnunnar er mikið í mun að viðhalda þeim áhuga og einurð sem einkenndi ályktun Íslands og var samþykkt hjá mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna. „Í okkar huga er Ísland leiðarljós okkar. Ísland gefur okkur von um að eitthvað verði gert á Filippseyjum. Því hér er um að ræða rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við erum vongóð um að eitthvað gerist því við höfum sjálf okkar eigin gögn í málinu og það þarf að staðfesta þau á forræði Sameinuðu þjóðanna,“ segir Matutina.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03
Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31