Það ríkti eftirvænting og gleði þegar hópur barna hitti leikarana í leiksýningunni Matthildi í Borgarleikhúsinu í dag. Börnin eru öll félagar í Einstökum börnum, sem eru samtök barna með sjaldgæfa sjúkdóma, og voru þau í skýjunum með að hitta og spjalla við leikarana. Sýningin um Matthildi hefur nú verið sýnd ríflega fimmtíu sinnum í Borgarleikhúsinu.
