Björguðu ferðamanni sem keyrði út í Kaldaklofskvísl Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2019 23:20 Aðstæður voru erfiðar á vettvangi í kvöld. Skjáskot/Landsbjörg Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld til bjargar ferðamanni sem fest hafði bíl sinni út í Kaldaklofskvísl. Þegar björgunarsveitarfólkið kom á staðinn hafði hann komist sjálfur í land og beið þar eftir aðstoð. „Hann keyrði út í á á fullri ferð sem var allt of stór fyrir þennan bíl,“ segir Jón Hermannsson björgunarsveitarmaður hjá Landsbjörg í samtali við Vísi. „Hann stoppaði á stórum steinum sem eru þarna í ánni. Hann komst svo í land og gat hringt í okkur í landi.“ Jón segir að bíllinn hafi verið búinn að fljóta nokkra metra niður ánna. Ferðamaðurinn var á leið fjallabaksleið syðri þegar hann keyrði út í Kaldaklofskvísl og hafði enga þekkti ekki til á þessu svæði. „Hann var blautur og kaldur og bar sig vel. Hann hafði getað labbað fram og til baka á svæðinu umhverfis bílinn til þess að halda á sér hita. Hann var ekkert slasaður“ Hefði getað farið verr Fyrsta verk ferðamannsins var að fara á bílaleiguna og ná sér í annan bíl. Hann þurfti ekki að fara á sjúkrahús til aðhlynningar. Aðgerðum á vettvangi lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. „Þær gengu bara ljómandi vel. Þetta var einn einstaklingur á litlum bílaleigubíl sem að ekki átti neitt erindi á þetta svæði þar sem hann var. Eins og sjá má í myndbandi sem Landsbjörg birti nú í kvöld, var rigning og rok á svæðinu þar sem ferðamaðurinn fór út í. „Það var líka djúpt vatnið í kringum bílinn. Við þurftum því að senda fólk í sérstökum göllum til þess að binda í bílinn. Við drógum bílinn úr ánni þannig að hann myndi ekki valda frekari skaða. Hann hefði getað flotið lengra niður með ánni og farið þar fram að fossbrún. Þá hefði farið að leka úr honum eldsneyti og olíur og þá hefði kannski aldrei verið hægt að ná honum úr hylnum.“ Aðgerðir tóku um klukkustund og segir Jón að þetta hefði getað farið mun verr hefði bíllinn ekki orðið fastur við steina þannig að ferðamaðurinn kæmist út. Bíllinn hefði getað farið fram af fossbrúninni. Jón ítrekar að fólk þurfi að vara sig á vatnavöxtum. „Ef að fólk hittir útlendinga sem að eru á ferðalagi og að hugsa til fjalla, þá er búið að rigna mikið síðustu daga og það er rigningarspá.“ Ferðamaðurinn sem þurfti að bjarga í kvöld var á Suzuki jeppling. Jón segir að fólk eigi ekki að vera að fara í slíkar ferðir á þessum minnstu bílum. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld til bjargar ferðamanni sem fest hafði bíl sinni út í Kaldaklofskvísl. Þegar björgunarsveitarfólkið kom á staðinn hafði hann komist sjálfur í land og beið þar eftir aðstoð. „Hann keyrði út í á á fullri ferð sem var allt of stór fyrir þennan bíl,“ segir Jón Hermannsson björgunarsveitarmaður hjá Landsbjörg í samtali við Vísi. „Hann stoppaði á stórum steinum sem eru þarna í ánni. Hann komst svo í land og gat hringt í okkur í landi.“ Jón segir að bíllinn hafi verið búinn að fljóta nokkra metra niður ánna. Ferðamaðurinn var á leið fjallabaksleið syðri þegar hann keyrði út í Kaldaklofskvísl og hafði enga þekkti ekki til á þessu svæði. „Hann var blautur og kaldur og bar sig vel. Hann hafði getað labbað fram og til baka á svæðinu umhverfis bílinn til þess að halda á sér hita. Hann var ekkert slasaður“ Hefði getað farið verr Fyrsta verk ferðamannsins var að fara á bílaleiguna og ná sér í annan bíl. Hann þurfti ekki að fara á sjúkrahús til aðhlynningar. Aðgerðum á vettvangi lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. „Þær gengu bara ljómandi vel. Þetta var einn einstaklingur á litlum bílaleigubíl sem að ekki átti neitt erindi á þetta svæði þar sem hann var. Eins og sjá má í myndbandi sem Landsbjörg birti nú í kvöld, var rigning og rok á svæðinu þar sem ferðamaðurinn fór út í. „Það var líka djúpt vatnið í kringum bílinn. Við þurftum því að senda fólk í sérstökum göllum til þess að binda í bílinn. Við drógum bílinn úr ánni þannig að hann myndi ekki valda frekari skaða. Hann hefði getað flotið lengra niður með ánni og farið þar fram að fossbrún. Þá hefði farið að leka úr honum eldsneyti og olíur og þá hefði kannski aldrei verið hægt að ná honum úr hylnum.“ Aðgerðir tóku um klukkustund og segir Jón að þetta hefði getað farið mun verr hefði bíllinn ekki orðið fastur við steina þannig að ferðamaðurinn kæmist út. Bíllinn hefði getað farið fram af fossbrúninni. Jón ítrekar að fólk þurfi að vara sig á vatnavöxtum. „Ef að fólk hittir útlendinga sem að eru á ferðalagi og að hugsa til fjalla, þá er búið að rigna mikið síðustu daga og það er rigningarspá.“ Ferðamaðurinn sem þurfti að bjarga í kvöld var á Suzuki jeppling. Jón segir að fólk eigi ekki að vera að fara í slíkar ferðir á þessum minnstu bílum.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira