Að mæla velsæld þjóðar Davíð Stefánsson skrifar 23. september 2019 07:00 Fjölmargt hefur áhrif á velsæld þjóðar, til að mynda afkoma þjóðarbúsins, ástand náttúrunnar, sjálfbærni, jöfnuður, lífsgæði og almenn velferð. En hvað er það sem skiptir okkur mestu? Hvað er okkur mikilvægast fyrir eigin lífsgæði? Hvað einkennir gott samfélag? Þegar lífsgæði þjóða eru metin er gjarnan horft til efnahagslegra þátta. Réttilega er horft til samkeppnishæfni atvinnulífsins og atvinnusköpunar, öflugt hagkerfi sé rammi utan um betri lífskjör og efnahagsleg gæði fólks og heimila. Það skapi svigrúm til að fá notið gæða og góðs lífs. En efnahagur er ekki það eina sem skiptir máli. Þær þjóðir sem við viljum helst miða okkur við og alþjóðastofnanir horfa í æ ríkari mæli á stærri mynd og reyna að dýpka skilning á velsæld þegnanna. Í síðustu viku var kynnt merkilegt starf sem unnið hefur verið undir forystu forsætisráðuneytisins, þar sem skoðuð var velsæld almennings með því að horfa á þætti eins og heilsu, félagsauð og umhverfið sem mælikvarða á lífsgæði en ekki eingöngu hagvöxt og þjóðarframleiðslu sem gjarnan er gert. Kynntar voru tillögur að mælikvörðum til að meta hagsæld og lífsgæði landsmanna og skiptast þeir í þrennt: Í fyrsta lagi félagslega þætti með áherslu á heilsu, menntun, félagsauð, öryggi og jafnvægi í leik og starfi. Í öðru lagi efnahagslega þætti með áherslu á atvinnu, hagkerfið, húsnæði og tekjur. Og í þriðja lagi umhverfisþætti á borð við loftgæði, loftslag, landnotkun, orku, úrgang og endurvinnslu. Út frá þessu hafa síðan verið greindir 39 mælikvarðar á velsæld og lífsgæði Íslendinga. Þar er horft til þess hvernig fólki líður, heilbrigðis, húsnæðis, hvernig tengsl fólks við aðra eru og hvort fólk hafi yfir höfuð tíma fyrir sjálft sig, fjölskyldu og áhugamál. Þá sé metið hvernig gæði samfélagsins skiptast milli íbúanna og hvaða áhrif aukin framleiðsla og vöxtur hefur á umhverfið. Að mæla velsæld er varla markmið í sjálfu sér. Samandregið ætti þetta, ásamt hefðbundnum hagsældarmælingum, að gefa betri sýn á lífsgæði á Íslandi. Þetta ætti að auðvelda stjórnvöldum að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku. Vonandi skila þessar tillögur sér einnig inn í stjórnmálaumræðuna. Með meiri skilningi á velmegun og félagslegum framförum er hægt að tryggja betur og auka velsæld allra í samfélaginu. Athygli vekur, þegar skoðuð eru skrif um þessa mælikvarða, sá skortur sem er á upplýsingum hér á landi um félagsauð og samspil vinnu og einkalífs. Úr því þarf nauðsynlega að bæta. Þessar tillögur að mælikvörðum á velsæld þjóðar eru komnar í samráðsgátt stjórnvalda. Þær byggja á starfi sem ber að hrósa fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Efnahagsmál Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmargt hefur áhrif á velsæld þjóðar, til að mynda afkoma þjóðarbúsins, ástand náttúrunnar, sjálfbærni, jöfnuður, lífsgæði og almenn velferð. En hvað er það sem skiptir okkur mestu? Hvað er okkur mikilvægast fyrir eigin lífsgæði? Hvað einkennir gott samfélag? Þegar lífsgæði þjóða eru metin er gjarnan horft til efnahagslegra þátta. Réttilega er horft til samkeppnishæfni atvinnulífsins og atvinnusköpunar, öflugt hagkerfi sé rammi utan um betri lífskjör og efnahagsleg gæði fólks og heimila. Það skapi svigrúm til að fá notið gæða og góðs lífs. En efnahagur er ekki það eina sem skiptir máli. Þær þjóðir sem við viljum helst miða okkur við og alþjóðastofnanir horfa í æ ríkari mæli á stærri mynd og reyna að dýpka skilning á velsæld þegnanna. Í síðustu viku var kynnt merkilegt starf sem unnið hefur verið undir forystu forsætisráðuneytisins, þar sem skoðuð var velsæld almennings með því að horfa á þætti eins og heilsu, félagsauð og umhverfið sem mælikvarða á lífsgæði en ekki eingöngu hagvöxt og þjóðarframleiðslu sem gjarnan er gert. Kynntar voru tillögur að mælikvörðum til að meta hagsæld og lífsgæði landsmanna og skiptast þeir í þrennt: Í fyrsta lagi félagslega þætti með áherslu á heilsu, menntun, félagsauð, öryggi og jafnvægi í leik og starfi. Í öðru lagi efnahagslega þætti með áherslu á atvinnu, hagkerfið, húsnæði og tekjur. Og í þriðja lagi umhverfisþætti á borð við loftgæði, loftslag, landnotkun, orku, úrgang og endurvinnslu. Út frá þessu hafa síðan verið greindir 39 mælikvarðar á velsæld og lífsgæði Íslendinga. Þar er horft til þess hvernig fólki líður, heilbrigðis, húsnæðis, hvernig tengsl fólks við aðra eru og hvort fólk hafi yfir höfuð tíma fyrir sjálft sig, fjölskyldu og áhugamál. Þá sé metið hvernig gæði samfélagsins skiptast milli íbúanna og hvaða áhrif aukin framleiðsla og vöxtur hefur á umhverfið. Að mæla velsæld er varla markmið í sjálfu sér. Samandregið ætti þetta, ásamt hefðbundnum hagsældarmælingum, að gefa betri sýn á lífsgæði á Íslandi. Þetta ætti að auðvelda stjórnvöldum að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku. Vonandi skila þessar tillögur sér einnig inn í stjórnmálaumræðuna. Með meiri skilningi á velmegun og félagslegum framförum er hægt að tryggja betur og auka velsæld allra í samfélaginu. Athygli vekur, þegar skoðuð eru skrif um þessa mælikvarða, sá skortur sem er á upplýsingum hér á landi um félagsauð og samspil vinnu og einkalífs. Úr því þarf nauðsynlega að bæta. Þessar tillögur að mælikvörðum á velsæld þjóðar eru komnar í samráðsgátt stjórnvalda. Þær byggja á starfi sem ber að hrósa fyrir.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun