Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2019 10:49 Áttföldun hefur orðið á losun frá flugi á Íslandi frá 1995. Losunin hefur aukist um 240% frá 2010. Vísir/Vilhelm Flugsamgöngur losa mest af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni af einstökum atvinnugreinum í íslenska hagkerfinu. Losun frá flutningum með flugi jókst um 27% frá 2016 til 2017. Samkvæmt tölum Hagstofunnar mun kísiliðnaður á Íslandi auka losun frá stóriðju um 60%. Þá stefnir í að flutningar á sjó fari fram úr landbúnaði og matvælaiðnaði í losun. Alls nam losun frá flugsamgöngum 2,6 milljónum koltvísýringsígilda árið 2017 samkvæmt losunarbókhaldi Íslands. Það er rúmlega áttfalt meiri losun en árið 1995. Eftir rúmlega fjórðungs aukningu á milli 2016 og 2017 áætlar Hagstofan að losunin frá flugi hafi aukist um 5% frá 2017 til 2018. Tölur fyrir 2019 liggi fyrir snemma árs 2020. Losun frá málmframleiðslu sem var lengi vel losunarfrekasta atvinnugreinin hefur verið að mestu stöðug síðasta áratuginn. Hagstofan segir að innflutningar á hráefni til stóriðju og útflutningur á unninni vöru bendi til þess að losunin hafi áfram verið stöðug á milli 2017 og 2018. Kísiliðnaður sem nú er byggður upp á Íslandi geti hins vegar losað allt að rúm milljón tonn koltvísýrings þegar framleiðslan nær fullum afköstum. Það nemi um 60% aukningu losunar frá stóriðju sem nemur fyrir um 1,8 milljón tonnum. Meðallosun frá heimilum á einstakling nam um 1,7 tonnum koltvísýringsígilda og hvers einkabíls á heimilum um fjórum tonnum.HagstofanÚtlit fyrir að flotinn taki fram úr landbúnaði Sjósamgöngur losuðu 70% meira árið 2017 en þær gerðu árið 2010. Hagstofan vísar til aukinnar notkunar jarðefnaeldsneyti og kælimiðla í flutningum. Tímabilið einkennist einnig af miklum vexti í ferðamannaiðnaði. Flutningsskip og skip til skemmtiferðasiglinga eru inni í þeim tölum séu þau með innlendan rekstraraðila. Erlend skemmtiferðaskip, flutningaskip og ferjur eru utan við losunarbókhald Íslands. Hagstofan spáir því að losun frá skipaflotanum fari fram úr losun frá landbúnaði og matvælaiðnaði og byggir það á líkani um innflutning skipaeldsneyti, fjölda skipa í rekstri og heildarvélarafl flotans. Engu að síður hefur losun frá fiskveiðum og fiskeldi dregist saman. Losunin árið 2017 var rúmur helmingur þess sem hún var árið 1995 og um fjórðungi minni en hún var árið 2010.Kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík. Þegar kísiliðnaður verður kominn í fulla framleiðslu gæti losun stóriðju aukist um 60%.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mest losun á starfsmann í málmvinnslu Þegar litið er til losunar á hvern starfsmann eftir atvinnugreinum er málmframleiðsla með afgerandi mesta losun. Um 940 tonn koltvísýringsígilda hafa verið losuð á hvern starfandi einstakling frá 2008 til 2017. Í fluggeiranum hefur losun á starfsmann aukist um 70% frá 2010 til 2017 Hún er nú um 696 tonn á starfsmann. Á sama tíma jókst heildarlosun frá flugsamgöngum um 240%. Fréttir af flugi Loftslagsmál Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. 20. september 2019 10:21 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Flugsamgöngur losa mest af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni af einstökum atvinnugreinum í íslenska hagkerfinu. Losun frá flutningum með flugi jókst um 27% frá 2016 til 2017. Samkvæmt tölum Hagstofunnar mun kísiliðnaður á Íslandi auka losun frá stóriðju um 60%. Þá stefnir í að flutningar á sjó fari fram úr landbúnaði og matvælaiðnaði í losun. Alls nam losun frá flugsamgöngum 2,6 milljónum koltvísýringsígilda árið 2017 samkvæmt losunarbókhaldi Íslands. Það er rúmlega áttfalt meiri losun en árið 1995. Eftir rúmlega fjórðungs aukningu á milli 2016 og 2017 áætlar Hagstofan að losunin frá flugi hafi aukist um 5% frá 2017 til 2018. Tölur fyrir 2019 liggi fyrir snemma árs 2020. Losun frá málmframleiðslu sem var lengi vel losunarfrekasta atvinnugreinin hefur verið að mestu stöðug síðasta áratuginn. Hagstofan segir að innflutningar á hráefni til stóriðju og útflutningur á unninni vöru bendi til þess að losunin hafi áfram verið stöðug á milli 2017 og 2018. Kísiliðnaður sem nú er byggður upp á Íslandi geti hins vegar losað allt að rúm milljón tonn koltvísýrings þegar framleiðslan nær fullum afköstum. Það nemi um 60% aukningu losunar frá stóriðju sem nemur fyrir um 1,8 milljón tonnum. Meðallosun frá heimilum á einstakling nam um 1,7 tonnum koltvísýringsígilda og hvers einkabíls á heimilum um fjórum tonnum.HagstofanÚtlit fyrir að flotinn taki fram úr landbúnaði Sjósamgöngur losuðu 70% meira árið 2017 en þær gerðu árið 2010. Hagstofan vísar til aukinnar notkunar jarðefnaeldsneyti og kælimiðla í flutningum. Tímabilið einkennist einnig af miklum vexti í ferðamannaiðnaði. Flutningsskip og skip til skemmtiferðasiglinga eru inni í þeim tölum séu þau með innlendan rekstraraðila. Erlend skemmtiferðaskip, flutningaskip og ferjur eru utan við losunarbókhald Íslands. Hagstofan spáir því að losun frá skipaflotanum fari fram úr losun frá landbúnaði og matvælaiðnaði og byggir það á líkani um innflutning skipaeldsneyti, fjölda skipa í rekstri og heildarvélarafl flotans. Engu að síður hefur losun frá fiskveiðum og fiskeldi dregist saman. Losunin árið 2017 var rúmur helmingur þess sem hún var árið 1995 og um fjórðungi minni en hún var árið 2010.Kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík. Þegar kísiliðnaður verður kominn í fulla framleiðslu gæti losun stóriðju aukist um 60%.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mest losun á starfsmann í málmvinnslu Þegar litið er til losunar á hvern starfsmann eftir atvinnugreinum er málmframleiðsla með afgerandi mesta losun. Um 940 tonn koltvísýringsígilda hafa verið losuð á hvern starfandi einstakling frá 2008 til 2017. Í fluggeiranum hefur losun á starfsmann aukist um 70% frá 2010 til 2017 Hún er nú um 696 tonn á starfsmann. Á sama tíma jókst heildarlosun frá flugsamgöngum um 240%.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. 20. september 2019 10:21 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. 20. september 2019 10:21
Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent