Stjórnmál fyrir lengra komna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. september 2019 07:00 Á Íslandi er þetta auðvelt. Menn og konur semja hægri-vinstri og mynda stjórn. Farið er í sjóferð út í Viðey og svo landað stjórnarsamstarfi, eða Þingvallaferð og svo allt innsiglað með kossi eða wild boys partí í sumarbústað og svo game on. Hér á Spáni er þetta flóknara. Formenn tveggja vinstriflokka, sósalistinn Pedro Sanchez og Pablo Iglesías formaður Við getum, hafa frá því snemmsumars verið að máta málefnin sem fram að því voru jafn lík og lauf á sama tré. Þeir höfðu meira að segja skrifað undir plagg til að bindast tryggðarböndum þegar engin þörf var á. Hins vegar, nú þegar mikið liggur við, ná þeir engan veginn saman. Sósíalistinn sagðist meira að segja ekki geta sofið ef hann vissi af fyrrverandi vinum sínum á ráðherrastólum. Því eru öll sund lokuð og Spánverjar standa frammi fyrir kosningum sem eru að festast í sessi sem árlegur viðburður. Annar eins viðsnúningur hefur ekki sést hér syðra en ég kannast við hann af skemmtanalífinu í Reykjavík. Þar sá ég eitt sinn góðan vin minn á skemmtistað og var hann með föngulega konu í fanginu og fannst mér þá sem það hlyti að vera gaman að vera hann. Þegar út var komið kveikti hann sér í sígarettu en það hugnaðist frúnni ekki. Spurði hún mig þá hvort ég reykti. Svaraði ég neitandi og féll hún þá þegar heitfeng í fang mitt. Ég fór reyndar einn heim það kvöld en ég hef aldrei átt í neinum vanda með að skilja spænsk stjórnmál síðan þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er þetta auðvelt. Menn og konur semja hægri-vinstri og mynda stjórn. Farið er í sjóferð út í Viðey og svo landað stjórnarsamstarfi, eða Þingvallaferð og svo allt innsiglað með kossi eða wild boys partí í sumarbústað og svo game on. Hér á Spáni er þetta flóknara. Formenn tveggja vinstriflokka, sósalistinn Pedro Sanchez og Pablo Iglesías formaður Við getum, hafa frá því snemmsumars verið að máta málefnin sem fram að því voru jafn lík og lauf á sama tré. Þeir höfðu meira að segja skrifað undir plagg til að bindast tryggðarböndum þegar engin þörf var á. Hins vegar, nú þegar mikið liggur við, ná þeir engan veginn saman. Sósíalistinn sagðist meira að segja ekki geta sofið ef hann vissi af fyrrverandi vinum sínum á ráðherrastólum. Því eru öll sund lokuð og Spánverjar standa frammi fyrir kosningum sem eru að festast í sessi sem árlegur viðburður. Annar eins viðsnúningur hefur ekki sést hér syðra en ég kannast við hann af skemmtanalífinu í Reykjavík. Þar sá ég eitt sinn góðan vin minn á skemmtistað og var hann með föngulega konu í fanginu og fannst mér þá sem það hlyti að vera gaman að vera hann. Þegar út var komið kveikti hann sér í sígarettu en það hugnaðist frúnni ekki. Spurði hún mig þá hvort ég reykti. Svaraði ég neitandi og féll hún þá þegar heitfeng í fang mitt. Ég fór reyndar einn heim það kvöld en ég hef aldrei átt í neinum vanda með að skilja spænsk stjórnmál síðan þá.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar