Fimm dagar í september Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. september 2019 07:00 Þjóðarleiðtogar heimsins eru nú staddir í New York þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram. Þeir munu í fimm daga funda um mikilvægustu málefni samtímans en í gær fór fram sérstakur loftslagsaðgerðafundur. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, talaði með skýrum hætti í aðdraganda loftslagsfundarins. Hann vildi að leiðtogar heimsins kæmu fram með áþreifanlegar og raunhæfar aðgerðir til þess bregðast við loftslagsvandanum. Það er óhætt að taka undir kröfur Guterres um að leiðtogarnir fari að koma fram með aðgerðir í stað ræðuhalda. Auk þjóðarleiðtoga tóku stjórnendur nokkurra fyrirtækja og samtaka þátt í loftslagsfundinum. Aðkoma þeirra er gríðarlega mikilvæg enda verður vandinn ekki leystur af stjórnvöldum einum saman. Hér þarf atvinnulíf og almenningur líka að koma að borðinu og verða hluti af lausninni. Nýstofnaður samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir hér á Íslandi vekur vonir um að það verði raunin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði í ávarpi sínu í New York í gær áherslu á vonina. Vissulega væru áskoranirnar stórar en lausnir væru til staðar. Raunar var tónninn á fundinum jákvæður og ljóst að vilji til breytinga er fyrir hendi í orði, hvað svo sem raunverulegum aðgerðum líður. Það er hins vegar áhyggjuefni að fulltrúar stórra kolanotenda á borð við Japan og Ástralíu tóku ekki þátt. Þá er Donald Trump Bandaríkjaforseti á allsherjarþinginu en ákvað að taka ekki þátt í loftslagsfundinum. Á Íslandi og í Sviss hafa jöklar verið kvaddir og hinum megin á hnettinum er framtíð eyríkja í Kyrrahafi í hættu. Hilda Heine, forseti Marshall-eyja, var meðal þeirra sem tóku til máls. Hún hvatti þjóðir heims til að standa við Parísarsamkomulagið, ef það tækist ekki væri um stærsta klúður mannkynssögunnar að ræða. Það er mikið í húfi en vísindamenn telja að það stefni í að eyjarnar verði óbyggilegar innan fárra áratuga vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Í vikunni munu leiðtogarnir einnig fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem sett voru árið 2015. Þar voru sett fram 17 markmið um sjálfbæra þróun og velsæld í heiminum. Það er ekki síður mikilvæg umræða enda um margt tengd loftslagsmálunum. Þessir fimm dagar í septembermánuði geta, ef vel tekst til, skipt sköpum til framtíðar. Það er enn ekki of seint að breyta heiminum en árangurinn mun velta á því sem leiðtogarnir gera þegar heim er komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Sighvatur Arnmundsson Umhverfismál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðarleiðtogar heimsins eru nú staddir í New York þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram. Þeir munu í fimm daga funda um mikilvægustu málefni samtímans en í gær fór fram sérstakur loftslagsaðgerðafundur. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, talaði með skýrum hætti í aðdraganda loftslagsfundarins. Hann vildi að leiðtogar heimsins kæmu fram með áþreifanlegar og raunhæfar aðgerðir til þess bregðast við loftslagsvandanum. Það er óhætt að taka undir kröfur Guterres um að leiðtogarnir fari að koma fram með aðgerðir í stað ræðuhalda. Auk þjóðarleiðtoga tóku stjórnendur nokkurra fyrirtækja og samtaka þátt í loftslagsfundinum. Aðkoma þeirra er gríðarlega mikilvæg enda verður vandinn ekki leystur af stjórnvöldum einum saman. Hér þarf atvinnulíf og almenningur líka að koma að borðinu og verða hluti af lausninni. Nýstofnaður samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir hér á Íslandi vekur vonir um að það verði raunin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði í ávarpi sínu í New York í gær áherslu á vonina. Vissulega væru áskoranirnar stórar en lausnir væru til staðar. Raunar var tónninn á fundinum jákvæður og ljóst að vilji til breytinga er fyrir hendi í orði, hvað svo sem raunverulegum aðgerðum líður. Það er hins vegar áhyggjuefni að fulltrúar stórra kolanotenda á borð við Japan og Ástralíu tóku ekki þátt. Þá er Donald Trump Bandaríkjaforseti á allsherjarþinginu en ákvað að taka ekki þátt í loftslagsfundinum. Á Íslandi og í Sviss hafa jöklar verið kvaddir og hinum megin á hnettinum er framtíð eyríkja í Kyrrahafi í hættu. Hilda Heine, forseti Marshall-eyja, var meðal þeirra sem tóku til máls. Hún hvatti þjóðir heims til að standa við Parísarsamkomulagið, ef það tækist ekki væri um stærsta klúður mannkynssögunnar að ræða. Það er mikið í húfi en vísindamenn telja að það stefni í að eyjarnar verði óbyggilegar innan fárra áratuga vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Í vikunni munu leiðtogarnir einnig fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem sett voru árið 2015. Þar voru sett fram 17 markmið um sjálfbæra þróun og velsæld í heiminum. Það er ekki síður mikilvæg umræða enda um margt tengd loftslagsmálunum. Þessir fimm dagar í septembermánuði geta, ef vel tekst til, skipt sköpum til framtíðar. Það er enn ekki of seint að breyta heiminum en árangurinn mun velta á því sem leiðtogarnir gera þegar heim er komið.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun