Demi Moore nauðgað þegar hún var 15 ára Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 08:18 Demi Moore skaust upp á stjörnuhimininn í Hollywood á níunda áratugnum. vísir/getty Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var 15 ára gömul. Nauðgunin átti sér stað á heimili hennar og segir Moore að eftir að maðurinn hafi lokið sér af hafi hann sagt henni að hann hafi borgað móður hennar 500 dollara fyrir aðgang að dótturinni. Moore, sem var skaust upp á stjörnuhimininn á níunda áratug síðustu aldar og var ein skærasta stjarna þess tíunda, greindi frá þessu í viðtali við Diane Sawyer í morgunþættinum Good Morning America. Moore var í þættinum til þess að kynna æviminningar sínar sem hún kallar Inside Out. „Þetta var nauðgun. Þetta voru líka hræðileg svik sem komu í ljós við þessa hræðilegu spurningu mannsins: hvernig líður þér með það að mamma þín hafi selt þig fyrir 500 dollara?“ skrifar Moore í bók sinni. Móðir Moore var alkóhólisti sem að sögn dótturinnar tók hana með sér á bari þegar Moore var orðin unglingur til þess að menn gætu glápt á hana. Móðirin lést árið 1998.Moore ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Bruce Willis, og dóttur þeirra, Rumer.vísir/gettyBjargaði móður sinni eftir að hún reyndi að svipta sig lífi Sawyer spurði Moore hvort hún hafi trúað manninum. „Ég held, djúpt í hjarta mínu, að nei, ég hafi ekki trúað honum. Ég held ekki að þetta hafi verið svona bein viðskipti. En hún gaf honum vissulega aðgang að mér og kom mér í skaðlegar aðstæður,“ svaraði Moore. Þá sagði leikkonan frá því að móðir hennar hefði fyrst reynt að svipta sig lífi þegar hún var 12 ára. Moore kom henni til hjálpar og það bjargaði lífi hennar. „Ég man að ég var að nota fingurna mína, þessa litlu krakkaputta, til þess að ná pillunum sem móðir mín hafði reynt að taka inn úr munninum á henni.“ Að sögn Moore reyndi móðir hennar oft að svipta sig lífi eftir þetta. „Æska mín var búin. Þetta var augnablik sem breytti lífi mínu.“Moore og Ashton Kutcher voru gift í átta ár.vísir/gettyTýndi sjálfri sér Í bókinni segir Moore frá sinni eigin baráttu við fíknina. Hún fór í meðferð á miðjum níunda áratugnum þar sem hún var háð fíkniefnum og áfengi og í viðtalinu við Sawyer ræddi hún hvernig líf hennar raknaði upp, ef svo má að orði komast, þegar hún skildi við Ashton Kutcher árið 2012. Um svipað leyti hættu dætur hennar þrjár, sem hún á með Bruce Willis, að tala við hana. Auk þess var líkamlegt ásigkomulag Moore ekki gott, hún var til dæmis ekki nema 46 kíló. Þá leið yfir hana í partýi eftir hún hafði tekið inn fíkniefni. „Ég held að aðalspurningin fyrir mig á þessum tíma hafi verið hvernig ég komst á þennan stað. Ég varð blind á aðstæðurnar og ég týndi sjálfri mér,“ sagði Moore við Sawyer. Á endanum fór Moore í meðferð og sættist við fjölskyldu sína. Hún hóf svo vinnuna við æviminningarnar fyrir tveimur árum en hún hafði upphaflega samþykkt að skrifa bókina árið 2012. Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var 15 ára gömul. Nauðgunin átti sér stað á heimili hennar og segir Moore að eftir að maðurinn hafi lokið sér af hafi hann sagt henni að hann hafi borgað móður hennar 500 dollara fyrir aðgang að dótturinni. Moore, sem var skaust upp á stjörnuhimininn á níunda áratug síðustu aldar og var ein skærasta stjarna þess tíunda, greindi frá þessu í viðtali við Diane Sawyer í morgunþættinum Good Morning America. Moore var í þættinum til þess að kynna æviminningar sínar sem hún kallar Inside Out. „Þetta var nauðgun. Þetta voru líka hræðileg svik sem komu í ljós við þessa hræðilegu spurningu mannsins: hvernig líður þér með það að mamma þín hafi selt þig fyrir 500 dollara?“ skrifar Moore í bók sinni. Móðir Moore var alkóhólisti sem að sögn dótturinnar tók hana með sér á bari þegar Moore var orðin unglingur til þess að menn gætu glápt á hana. Móðirin lést árið 1998.Moore ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Bruce Willis, og dóttur þeirra, Rumer.vísir/gettyBjargaði móður sinni eftir að hún reyndi að svipta sig lífi Sawyer spurði Moore hvort hún hafi trúað manninum. „Ég held, djúpt í hjarta mínu, að nei, ég hafi ekki trúað honum. Ég held ekki að þetta hafi verið svona bein viðskipti. En hún gaf honum vissulega aðgang að mér og kom mér í skaðlegar aðstæður,“ svaraði Moore. Þá sagði leikkonan frá því að móðir hennar hefði fyrst reynt að svipta sig lífi þegar hún var 12 ára. Moore kom henni til hjálpar og það bjargaði lífi hennar. „Ég man að ég var að nota fingurna mína, þessa litlu krakkaputta, til þess að ná pillunum sem móðir mín hafði reynt að taka inn úr munninum á henni.“ Að sögn Moore reyndi móðir hennar oft að svipta sig lífi eftir þetta. „Æska mín var búin. Þetta var augnablik sem breytti lífi mínu.“Moore og Ashton Kutcher voru gift í átta ár.vísir/gettyTýndi sjálfri sér Í bókinni segir Moore frá sinni eigin baráttu við fíknina. Hún fór í meðferð á miðjum níunda áratugnum þar sem hún var háð fíkniefnum og áfengi og í viðtalinu við Sawyer ræddi hún hvernig líf hennar raknaði upp, ef svo má að orði komast, þegar hún skildi við Ashton Kutcher árið 2012. Um svipað leyti hættu dætur hennar þrjár, sem hún á með Bruce Willis, að tala við hana. Auk þess var líkamlegt ásigkomulag Moore ekki gott, hún var til dæmis ekki nema 46 kíló. Þá leið yfir hana í partýi eftir hún hafði tekið inn fíkniefni. „Ég held að aðalspurningin fyrir mig á þessum tíma hafi verið hvernig ég komst á þennan stað. Ég varð blind á aðstæðurnar og ég týndi sjálfri mér,“ sagði Moore við Sawyer. Á endanum fór Moore í meðferð og sættist við fjölskyldu sína. Hún hóf svo vinnuna við æviminningarnar fyrir tveimur árum en hún hafði upphaflega samþykkt að skrifa bókina árið 2012.
Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira