„Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 10:43 Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra ræddi meðal annars málefni lögreglunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. Hún segist ekki telja að vantrauststillögur átta af níu lögreglustjórum og Landsambands lögreglumanna í garð Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, sé aðeins til komið vegna deilna um bílamiðstöð ríkislögreglustjóra og fatamál lögreglumanna. „Þetta er ekki gott. Það er ekki gott að svona fréttir berist að menn séu að lýsa vantrausti og þessi innanhúsátök. Ég get ekki tjáð mig meira um það enda veit ég ekkert meira um þetta en þið,“ sagði Sigríður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurð hvort hún hefði orðið vör við þessi mál innan lögreglunnar á meðan hún gegndi embætti svaraði Sigríður því játandi. „Auðvitað eru alls konar mál sem koma upp. Það hafa verið fluttar fréttir af þessum bílabanka, það er búið að vera margra ára ágreiningur lögregluembættanna úti á landi við ríkislögreglustjóraembættið sem rekur bílabankann. Ég einmitt vakti nú máls á því að menn ættu að fara í eitthvað fyrirkomulag en þennan bílabanka en ég hins vegar fékk engin svör þegar ég var í ráðuneytinu hvaða aðrar leiðir væri hægt að fara og ég hef ekki heyrt, það er búið að taka ákvörðun um að leggja bílabankann niður, gott og vel, en ég hef ekki heyrt hvaða aðrar leiðir á að fara í þeim efnum sem myndu hugnast mönnum úti á landi betur,“ sagði Sigríður og bætti við að hún héldi að það þyrfti að koma á meiri festu varðandi lögreglubílana, til dæmis hvað varðar staðlaðan búnað.Klippa: Sigríður Andersen um ástandið í lögreglunniRáðherra þarf að taka á málinu „En þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum. Það þætti mér nú ansi djúpt árina tekið með slíku. Þannig að mér finnst nú kannski vanta í þennan fréttaflutning fjölmiðlanna að þeir skýri það fyrir lesendum af hverju þetta vantraust er lagt fram en ég geri nú ráð fyrir því að ráðherrann skoði það. Það þarf að minnsta kosti að liggja fyrir af hverju vantraustið nákvæmlega er.“ Spurð út í það hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, þyrfti ekki að taka á málinu sagði Sigríður að sjálfsögðu þyrfti að gera það. „Það þarf einhvern veginn að svara því hvað eigi að gera við svona vantraust. Þetta er ekki gott ástand og það er ekki gott að menn endi svona mál í fjölmiðlum og með þessum hætti.“ Fréttastofa ræddi við Áslaugu Örnu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hana út í stöðu Haraldar ríkislögreglustjóra í ljósi vantraustsyfirlýsinganna sem bárust í gær. Sagði hún að Haraldur muni ekki stíga til hliðar þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingu lögreglustjóra. Vinna væri í gangi í gangi í ráðuneytinu varðandi málefni lögreglunnar og ætti hún ekki að taka meira en tvær vikur. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. Hún segist ekki telja að vantrauststillögur átta af níu lögreglustjórum og Landsambands lögreglumanna í garð Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, sé aðeins til komið vegna deilna um bílamiðstöð ríkislögreglustjóra og fatamál lögreglumanna. „Þetta er ekki gott. Það er ekki gott að svona fréttir berist að menn séu að lýsa vantrausti og þessi innanhúsátök. Ég get ekki tjáð mig meira um það enda veit ég ekkert meira um þetta en þið,“ sagði Sigríður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurð hvort hún hefði orðið vör við þessi mál innan lögreglunnar á meðan hún gegndi embætti svaraði Sigríður því játandi. „Auðvitað eru alls konar mál sem koma upp. Það hafa verið fluttar fréttir af þessum bílabanka, það er búið að vera margra ára ágreiningur lögregluembættanna úti á landi við ríkislögreglustjóraembættið sem rekur bílabankann. Ég einmitt vakti nú máls á því að menn ættu að fara í eitthvað fyrirkomulag en þennan bílabanka en ég hins vegar fékk engin svör þegar ég var í ráðuneytinu hvaða aðrar leiðir væri hægt að fara og ég hef ekki heyrt, það er búið að taka ákvörðun um að leggja bílabankann niður, gott og vel, en ég hef ekki heyrt hvaða aðrar leiðir á að fara í þeim efnum sem myndu hugnast mönnum úti á landi betur,“ sagði Sigríður og bætti við að hún héldi að það þyrfti að koma á meiri festu varðandi lögreglubílana, til dæmis hvað varðar staðlaðan búnað.Klippa: Sigríður Andersen um ástandið í lögreglunniRáðherra þarf að taka á málinu „En þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum. Það þætti mér nú ansi djúpt árina tekið með slíku. Þannig að mér finnst nú kannski vanta í þennan fréttaflutning fjölmiðlanna að þeir skýri það fyrir lesendum af hverju þetta vantraust er lagt fram en ég geri nú ráð fyrir því að ráðherrann skoði það. Það þarf að minnsta kosti að liggja fyrir af hverju vantraustið nákvæmlega er.“ Spurð út í það hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, þyrfti ekki að taka á málinu sagði Sigríður að sjálfsögðu þyrfti að gera það. „Það þarf einhvern veginn að svara því hvað eigi að gera við svona vantraust. Þetta er ekki gott ástand og það er ekki gott að menn endi svona mál í fjölmiðlum og með þessum hætti.“ Fréttastofa ræddi við Áslaugu Örnu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hana út í stöðu Haraldar ríkislögreglustjóra í ljósi vantraustsyfirlýsinganna sem bárust í gær. Sagði hún að Haraldur muni ekki stíga til hliðar þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingu lögreglustjóra. Vinna væri í gangi í gangi í ráðuneytinu varðandi málefni lögreglunnar og ætti hún ekki að taka meira en tvær vikur.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira