Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. september 2019 06:00 Sævar Ciesielski heldur ræðu fyrir Hæstarétti árið 1980. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON Greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar fór til yfirlestrar í þremur ráðuneytum, forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti, áður en hún var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu ráðherrar umræddra ráðuneyta upplýsingar um að greinargerðin hefði verið send ráðuneytunum en fengu ekki kynningu á efni hennar. Mun greinargerðin hafa verið í ráðuneytunum um tveggja vikna skeið áður en hún var lögð fram í héraðsdómi. Efni greinargerðarinnar hefur vakið mikla reiði í samfélaginu, en í henni er farið fram á að ríkið verði sýknað af bótakröfu Guðjóns. Fullyrt er í greinargerðinni að krafa hans um bætur sé fyrnd, en hann hafi auk þess fyrirgert bótarétti sínum þar hann hafi sjálfur stuðlað að því að rannsókn málsins fór í þann farveg sem endaði með sakfellingu hans, fyrst í Sakadómi og svo í Hæstarétti árið 1980. Guðjón var, ásamt fjórum öðrum dómþolum, sýknaður af aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Hæstarétti fyrir ári. Meðal sterkustu röksemda fyrir endurupptöku málsins voru sérfræðiskýrslur réttarsálfræðinga sem slógu því föstu að Guðjón hefði gefið falskar játningar í málinu. Í greinargerð setts ríkislögmanns er lögð áhersla á að sérfræðiskýrsla Gísla Guðjónssonar, auk annarra nýrra gagna í málinu sem aflað hefur verið á undanförnum árum, hafi ekki sönnunargildi í málinu, heldur beri að líta til málavaxtalýsingar dóms Hæstaréttar frá 1980. Harðri gagnrýni hefur verið beint að stjórnvöldum og ekki síst Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna þeirra viðhorfa sem lýst er í greinargerðinni, en ríkislögmaður er á málefnaforræði forsætisráðherra og heldur á sínum málatilbúnaði eftir fyrirmæli frá honum, lögum samkvæmt. Katrín hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið frá því Fréttablaðið greindi frá efni greinargerðarinnar síðastliðinn föstudag en hún er á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Ekki liggur fyrir hvað er á bak við yfirlýsingar um sáttahug sem komið hafa frá ríkislögmanni og Stjórnarráðinu en allt stefnir í að leyst verði út bótakröfu Guðjóns og annarra aðila Guðmundar- og Geirfinnsmála fyrir dómstólum. Bótaréttur manns sem sýknaður er af sakargiftum sem hann hefur verið sviptur frelsi fyrir, er tryggður bæði í almennum lögum og stjórnarskrá.Andri Árnason settur, ríkislögmaður Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. 23. september 2019 12:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar fór til yfirlestrar í þremur ráðuneytum, forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti, áður en hún var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu ráðherrar umræddra ráðuneyta upplýsingar um að greinargerðin hefði verið send ráðuneytunum en fengu ekki kynningu á efni hennar. Mun greinargerðin hafa verið í ráðuneytunum um tveggja vikna skeið áður en hún var lögð fram í héraðsdómi. Efni greinargerðarinnar hefur vakið mikla reiði í samfélaginu, en í henni er farið fram á að ríkið verði sýknað af bótakröfu Guðjóns. Fullyrt er í greinargerðinni að krafa hans um bætur sé fyrnd, en hann hafi auk þess fyrirgert bótarétti sínum þar hann hafi sjálfur stuðlað að því að rannsókn málsins fór í þann farveg sem endaði með sakfellingu hans, fyrst í Sakadómi og svo í Hæstarétti árið 1980. Guðjón var, ásamt fjórum öðrum dómþolum, sýknaður af aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Hæstarétti fyrir ári. Meðal sterkustu röksemda fyrir endurupptöku málsins voru sérfræðiskýrslur réttarsálfræðinga sem slógu því föstu að Guðjón hefði gefið falskar játningar í málinu. Í greinargerð setts ríkislögmanns er lögð áhersla á að sérfræðiskýrsla Gísla Guðjónssonar, auk annarra nýrra gagna í málinu sem aflað hefur verið á undanförnum árum, hafi ekki sönnunargildi í málinu, heldur beri að líta til málavaxtalýsingar dóms Hæstaréttar frá 1980. Harðri gagnrýni hefur verið beint að stjórnvöldum og ekki síst Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna þeirra viðhorfa sem lýst er í greinargerðinni, en ríkislögmaður er á málefnaforræði forsætisráðherra og heldur á sínum málatilbúnaði eftir fyrirmæli frá honum, lögum samkvæmt. Katrín hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið frá því Fréttablaðið greindi frá efni greinargerðarinnar síðastliðinn föstudag en hún er á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Ekki liggur fyrir hvað er á bak við yfirlýsingar um sáttahug sem komið hafa frá ríkislögmanni og Stjórnarráðinu en allt stefnir í að leyst verði út bótakröfu Guðjóns og annarra aðila Guðmundar- og Geirfinnsmála fyrir dómstólum. Bótaréttur manns sem sýknaður er af sakargiftum sem hann hefur verið sviptur frelsi fyrir, er tryggður bæði í almennum lögum og stjórnarskrá.Andri Árnason settur, ríkislögmaður
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. 23. september 2019 12:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03
Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. 23. september 2019 12:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent