Hjallastefnan í þrjá áratugi Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 25. september 2019 07:00 Þann 25. september árið 1989 tók Margrét Pála Ólafsdóttir við rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði og markaði það upphafið að starfsemi Hjallastefnunnar. Hjallastefnan fagnar því 30 ára afmæli. Fjöldi starfsfólks á Hjalla var á þeim tíma liðlega tuttugu og nemendurnir á fjórum leikskóladeildum en Hjalla var ætlað að verða fjölmennasti leikskóli landsins sem hann og varð. Frá upphafi var sýnin fyrir nýjan skóla skýr og einföld. Hún var sú að tryggt skyldi að hverju einasta barni liði vel í skólanum. Hjallastefnan setti sér því snemma meginreglur sem enn þann dag í dag marka allt skólastarfið þar sem jafnrétti er grunnstefið í allri nálgun í starfseminni. Lýðræði meðal barna og starfsfólks er í hávegum haft og kraftur sköpunar er nýttur börnunum til handa.Meginreglurnar sex Hjallastefnan byggir á 6 meginreglum sem hafa það markmið að byggja upp jákvæða og kærleiksríka skólamenningu en mikilvægasta meginreglan er þó sú að mæta skuli hverju barni eins og það er og af virðingu ásamt því sem Hjallastefnan viðurkennir ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Önnur meginregla er sú að stuðla skuli að því að jákvæðni, gleði og kærleikur séu ráðandi öfl í samskiptum starfsfólks og í öllum samskiptum við börn, foreldra og aðra sem koma að málefnum skólans. Þá hefur Hjallastefnan jafnframt barist fyrir jafnræði meðal skóla landsins þegar kemur að opinberum fjárframlögum og að allir foreldrar njóti valfrelsis um skóla þegar kemur að uppeldi og menntun barna, óháð fjárhagsstöðu. Þá er valdefling kvenna ennfremur eitt af leiðarljósum Hjallastefnunnar enda var skólinn stofnaður af konu, allur reksturinn er í höndum kvenna, nær allir stjórnendur eru konur, meirihluti eiganda eru konur og starfsfólk leik- og grunnskóla er að meirihluta konur. Sautján skólar Hjallastefnunnar Hjallastefnan skilgreinir sig sem félag á sviði uppeldis og menntunar á leik- og grunnskólastigi, en alls starfrækir skólinn fjórtán leikskóla á landinu í tíu sveitarfélögum, sex á höfuðborgarsvæðinu, þrjá í Reykjanesbæ, og einn í Suðurnesjabæ (Sandgerði) auk fimm leikskóla á landsbyggðinni; Skagaströnd, Ísafirði, Akureyri, Bifröst í Borgarfirði og Vestmannaeyjum. Einnig rekur Hjallastefnan þrjá grunnskóla í þremur sveitarfélögum fyrir börn á aldrinum 5 – 10 ára; Barnaskólann í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði. Hjá Hjallastefnunni starfa um 450 manns og nemendur eru um 1.800 talsins. Samkvæmt lista Frjálsar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins er Hjallastefnan númer 40 þegar kemur að fjölda starfsfólks og í sæti 150 þegar miðað er við fjárhagslega veltu. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar á 30 ára sögu Hjallastefnunnar. Hjallastefnan í Skotlandi Hjalli-model er systurfyrirtæki Hjallastefnunnar sem rekið hefur skólann Elmwood í Glasgow í eitt ár. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Hjallastefnunnar og hafa skoskir foreldrar og börn tekið þessum nýja valkosti opnum örmum enda gengur reksturinn vonum framar. Þess má ennfremur geta að rúmlega 270 gestir á vegum erlendrar fjölmiðla og fagfólks víða að úr heiminum heimsóttu skóla Hjallastefnunnar hér á landi á síðasta skólaári og ber fjöldinn vott um áhuga og aukna eftirspurn eftir nýjum hugmyndum í skólastarfi. Til okkar streyma reglulega gestir úr öllum heimsálfun og hafa margir gert skólastarfinu góð skil í fjölmiðlum. Við þau tímamót sem nú eru við 30 ára afmæli Hjallastefnunnar er tilefni til að óska frumkvöðlinum Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar, til hamingju með afraksturinn og um leið framsýni hennar í skóla- og menntunarmálum í þágu æsku landsins.Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Þann 25. september árið 1989 tók Margrét Pála Ólafsdóttir við rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði og markaði það upphafið að starfsemi Hjallastefnunnar. Hjallastefnan fagnar því 30 ára afmæli. Fjöldi starfsfólks á Hjalla var á þeim tíma liðlega tuttugu og nemendurnir á fjórum leikskóladeildum en Hjalla var ætlað að verða fjölmennasti leikskóli landsins sem hann og varð. Frá upphafi var sýnin fyrir nýjan skóla skýr og einföld. Hún var sú að tryggt skyldi að hverju einasta barni liði vel í skólanum. Hjallastefnan setti sér því snemma meginreglur sem enn þann dag í dag marka allt skólastarfið þar sem jafnrétti er grunnstefið í allri nálgun í starfseminni. Lýðræði meðal barna og starfsfólks er í hávegum haft og kraftur sköpunar er nýttur börnunum til handa.Meginreglurnar sex Hjallastefnan byggir á 6 meginreglum sem hafa það markmið að byggja upp jákvæða og kærleiksríka skólamenningu en mikilvægasta meginreglan er þó sú að mæta skuli hverju barni eins og það er og af virðingu ásamt því sem Hjallastefnan viðurkennir ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Önnur meginregla er sú að stuðla skuli að því að jákvæðni, gleði og kærleikur séu ráðandi öfl í samskiptum starfsfólks og í öllum samskiptum við börn, foreldra og aðra sem koma að málefnum skólans. Þá hefur Hjallastefnan jafnframt barist fyrir jafnræði meðal skóla landsins þegar kemur að opinberum fjárframlögum og að allir foreldrar njóti valfrelsis um skóla þegar kemur að uppeldi og menntun barna, óháð fjárhagsstöðu. Þá er valdefling kvenna ennfremur eitt af leiðarljósum Hjallastefnunnar enda var skólinn stofnaður af konu, allur reksturinn er í höndum kvenna, nær allir stjórnendur eru konur, meirihluti eiganda eru konur og starfsfólk leik- og grunnskóla er að meirihluta konur. Sautján skólar Hjallastefnunnar Hjallastefnan skilgreinir sig sem félag á sviði uppeldis og menntunar á leik- og grunnskólastigi, en alls starfrækir skólinn fjórtán leikskóla á landinu í tíu sveitarfélögum, sex á höfuðborgarsvæðinu, þrjá í Reykjanesbæ, og einn í Suðurnesjabæ (Sandgerði) auk fimm leikskóla á landsbyggðinni; Skagaströnd, Ísafirði, Akureyri, Bifröst í Borgarfirði og Vestmannaeyjum. Einnig rekur Hjallastefnan þrjá grunnskóla í þremur sveitarfélögum fyrir börn á aldrinum 5 – 10 ára; Barnaskólann í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði. Hjá Hjallastefnunni starfa um 450 manns og nemendur eru um 1.800 talsins. Samkvæmt lista Frjálsar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins er Hjallastefnan númer 40 þegar kemur að fjölda starfsfólks og í sæti 150 þegar miðað er við fjárhagslega veltu. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar á 30 ára sögu Hjallastefnunnar. Hjallastefnan í Skotlandi Hjalli-model er systurfyrirtæki Hjallastefnunnar sem rekið hefur skólann Elmwood í Glasgow í eitt ár. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Hjallastefnunnar og hafa skoskir foreldrar og börn tekið þessum nýja valkosti opnum örmum enda gengur reksturinn vonum framar. Þess má ennfremur geta að rúmlega 270 gestir á vegum erlendrar fjölmiðla og fagfólks víða að úr heiminum heimsóttu skóla Hjallastefnunnar hér á landi á síðasta skólaári og ber fjöldinn vott um áhuga og aukna eftirspurn eftir nýjum hugmyndum í skólastarfi. Til okkar streyma reglulega gestir úr öllum heimsálfun og hafa margir gert skólastarfinu góð skil í fjölmiðlum. Við þau tímamót sem nú eru við 30 ára afmæli Hjallastefnunnar er tilefni til að óska frumkvöðlinum Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar, til hamingju með afraksturinn og um leið framsýni hennar í skóla- og menntunarmálum í þágu æsku landsins.Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun