Innviðir kaupa 13 prósenta hlut í HS Veitum Hörður Ægisson skrifar 25. september 2019 07:00 Áætlaðar tekjur HS Veitna á þessu ári eru rúmlega 7,4 milljarðar. króna Framtakssjóðurinn Innviðir fjárfestingar, sem er að langstærstum hluta fjármagnaður af lífeyrissjóðum, gekk í síðasta mánuði frá kaupum á tæplega 38 prósenta hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins. Samtals er því um að ræða um þrettán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en kaupverðið nam rúmlega þremur milljörðum króna. Seljendur voru einkum Akur fjárfestingar og TM, sem áttu saman um 30 prósenta hlut, en þá seldi Ursus, félag Heiðars Guðjónssonar forstjóra Sýnar, einnig meðal annars hluta af sínum bréfum í félaginu. Formlegt söluferli á hlut í HSV hófst í maí en það var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hafði umsjón með ferlinu. Í fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem bar heitið Project Heat, kom fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 yrði um 2,9 milljarðar og að tekjur myndu aukast um liðlega 500 milljónir og verða rúmlega 7,4 milljarðar. HS Veitur er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Aðrir hluthafar eru Reykjanesbær með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær 5,4 prósenta hlut og Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Bjóða 15 prósenta hlut í HS Veitum til sölu Fjárfestar hyggjast selja tæplega 42 prósenta hlut í félagi sem er næststærsti hluthafinn í HS Veitum. Samtals er um að ræða nærri 15 prósenta óbeinan hlut í fyrirtækinu sem er að mestu í eigu sveitarfélaga. 8. maí 2019 07:15 Bætir ekki við sig í HS Veitum Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að gera ekki tilboð í hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með ríflega þriðjungshlut, en tæplega 42 prósenta hlutur í eignarhaldsfélaginu var settur í opið söluferli í byrjun maímánaðar. 12. júní 2019 07:45 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Framtakssjóðurinn Innviðir fjárfestingar, sem er að langstærstum hluta fjármagnaður af lífeyrissjóðum, gekk í síðasta mánuði frá kaupum á tæplega 38 prósenta hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins. Samtals er því um að ræða um þrettán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en kaupverðið nam rúmlega þremur milljörðum króna. Seljendur voru einkum Akur fjárfestingar og TM, sem áttu saman um 30 prósenta hlut, en þá seldi Ursus, félag Heiðars Guðjónssonar forstjóra Sýnar, einnig meðal annars hluta af sínum bréfum í félaginu. Formlegt söluferli á hlut í HSV hófst í maí en það var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hafði umsjón með ferlinu. Í fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem bar heitið Project Heat, kom fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 yrði um 2,9 milljarðar og að tekjur myndu aukast um liðlega 500 milljónir og verða rúmlega 7,4 milljarðar. HS Veitur er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Aðrir hluthafar eru Reykjanesbær með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær 5,4 prósenta hlut og Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Bjóða 15 prósenta hlut í HS Veitum til sölu Fjárfestar hyggjast selja tæplega 42 prósenta hlut í félagi sem er næststærsti hluthafinn í HS Veitum. Samtals er um að ræða nærri 15 prósenta óbeinan hlut í fyrirtækinu sem er að mestu í eigu sveitarfélaga. 8. maí 2019 07:15 Bætir ekki við sig í HS Veitum Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að gera ekki tilboð í hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með ríflega þriðjungshlut, en tæplega 42 prósenta hlutur í eignarhaldsfélaginu var settur í opið söluferli í byrjun maímánaðar. 12. júní 2019 07:45 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Bjóða 15 prósenta hlut í HS Veitum til sölu Fjárfestar hyggjast selja tæplega 42 prósenta hlut í félagi sem er næststærsti hluthafinn í HS Veitum. Samtals er um að ræða nærri 15 prósenta óbeinan hlut í fyrirtækinu sem er að mestu í eigu sveitarfélaga. 8. maí 2019 07:15
Bætir ekki við sig í HS Veitum Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að gera ekki tilboð í hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með ríflega þriðjungshlut, en tæplega 42 prósenta hlutur í eignarhaldsfélaginu var settur í opið söluferli í byrjun maímánaðar. 12. júní 2019 07:45