„Sárara en tárum taki“ að horfa upp á framkomu nefndarmanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 15:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi framkomu nefndarmanna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Brynjar Níelsson vék af fundi nefndarinnar í morgun, áður en að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kom fyrir nefndina til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Inga Sæland segir andrúmsloftið hafa verið þungt á fundinum.Sjá einnig: Rauk á dyr til að mótmæla Þórhildi SunnuÍ samtali við Vísi í morgun sagðist Brynjar hafa vikið af fundinum í mótmælaskyni við ákvörðun formanns nefndarinnar, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, fyrir að skipta sér af málinu sem sé í verkahring dómsmálaráðherra að taka á. „Ég var að mótmæla því að formaður nefndarinnar [Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata] ákveður að halda fund af þessu tagi án þess að tala við kóng né prest og aðra nefndarmenn í þessu,“ sagði Brynjar í morgun. „Fyrir utan það að ég ætla ekki að vera þátttakandi í einhverju pólitísku sjónarspili einstakra nefndarformanna eða alþingismanna.“ Við upphaf þingfundar í dag kvaddi Inga Sæland sér hljóðs um málið undir liðnum um störf þingsins en hún á sæti sem áheyrnarfulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Byrjaði Inga á að óska Þórhildi Sunnu til hamingju með að vera tekin við formennsku í nefndinni. Hún taki undir með formanni um að hún telji þá stöðu sem upp er komin vegna málefna ríkislögreglustjóra eiga fullt erindi við nefndina. „Það var sárara en tárum taki að horfa upp á þá uppákomu sem var þar í morgun," segir Inga. Þótt ætla mætti að þar væri hún að vísa til útgöngu Brynjars af fundinum segir Inga í samtali við fréttastofu að uppákoman sem hún vísi til eigi ekki aðeins við um Brynjar. Kvaðst hún ekki sammála þeim orðum sem haldið hafi verið á lofti um að ekkert samráð hafi verið haft við nefndarmenn. Venjulega sé það þannig að fyrir liggi dagskrá hvers fundar og ef nefndarmenn geri ekki athugasemd við dagskrána sé ekkert óeðlilegt við það að henni sé haldið til streitu. „Ég vona að við stöndum saman frekar en að vera með uppákomur eins og við þurftum að horfa upp á," sagði Inga.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi framkomu nefndarmanna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Brynjar Níelsson vék af fundi nefndarinnar í morgun, áður en að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kom fyrir nefndina til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Inga Sæland segir andrúmsloftið hafa verið þungt á fundinum.Sjá einnig: Rauk á dyr til að mótmæla Þórhildi SunnuÍ samtali við Vísi í morgun sagðist Brynjar hafa vikið af fundinum í mótmælaskyni við ákvörðun formanns nefndarinnar, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, fyrir að skipta sér af málinu sem sé í verkahring dómsmálaráðherra að taka á. „Ég var að mótmæla því að formaður nefndarinnar [Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata] ákveður að halda fund af þessu tagi án þess að tala við kóng né prest og aðra nefndarmenn í þessu,“ sagði Brynjar í morgun. „Fyrir utan það að ég ætla ekki að vera þátttakandi í einhverju pólitísku sjónarspili einstakra nefndarformanna eða alþingismanna.“ Við upphaf þingfundar í dag kvaddi Inga Sæland sér hljóðs um málið undir liðnum um störf þingsins en hún á sæti sem áheyrnarfulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Byrjaði Inga á að óska Þórhildi Sunnu til hamingju með að vera tekin við formennsku í nefndinni. Hún taki undir með formanni um að hún telji þá stöðu sem upp er komin vegna málefna ríkislögreglustjóra eiga fullt erindi við nefndina. „Það var sárara en tárum taki að horfa upp á þá uppákomu sem var þar í morgun," segir Inga. Þótt ætla mætti að þar væri hún að vísa til útgöngu Brynjars af fundinum segir Inga í samtali við fréttastofu að uppákoman sem hún vísi til eigi ekki aðeins við um Brynjar. Kvaðst hún ekki sammála þeim orðum sem haldið hafi verið á lofti um að ekkert samráð hafi verið haft við nefndarmenn. Venjulega sé það þannig að fyrir liggi dagskrá hvers fundar og ef nefndarmenn geri ekki athugasemd við dagskrána sé ekkert óeðlilegt við það að henni sé haldið til streitu. „Ég vona að við stöndum saman frekar en að vera með uppákomur eins og við þurftum að horfa upp á," sagði Inga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira