Fimmtán börn þurftu að vera heima vegna manneklu á leikskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 20:00 Dæmi eru um að allt að fimmtán börn á dag hafi þurft að vera heima vegna manneklu á einum og sama leikskólanum í Reykjavík í haust. Þótt nokkuð vel hafi gengið að manna stöður í skólum borgarinnar þarf að gera miklu betur segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í ár hefur mönnun gengið nokkuð vel á bæði grunn- og leikskólastigi í skólum Reykjavíkurborgar samkvæmt síðustu samantekt skóla- og frístundasviðs sem er frá 19. September. Þá átti eftir að ráða í um 38 stöðugildi á leikskólum, 22 í grunnskólum og um 42 á frístundaheimilum. Þá fjölgar stöðugildum um 44 á milli ára þar sem starfsmannaþörf jókst vegna fjölgunar leikskólarýma og nemenda. „Þegar þessar tölur voru teknar saman þá vantaði um 130 stöðugildi á skóla- og frístundasvið. Sem meðal annars hefur verið að valda því að það hefur þurft að senda börn heim af leikskóla og ekki getað tekið inn öll börn sem var búið að bjóða pláss,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í skóla- og frístundaráði.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt könnun sem gerð var meðal leikskóla dagana 16.-17. september hafði einn leikskóli í Reykjavík, leikskólinn Hof, þurft að skerða þjónustu með því að senda fimmtán börn heim daglega, þannig að vistun barns skertist um einn dag á hálfs mánaðar fresti vegna manneklu. „Sem betur fer er þessi leikskóli núna fullmannaður þannig að það er búið að ráða. En vissulega er það slæmt og þar tel ég fyrst og fremst að sé bara starfsmannaaðstaðan, minna álag og betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar, þannig að við förum að verða eftirsóttur kostur,“ segir Valgerður. Hún telji að bæta þurfi aðstöðu starfsfólksins og auka fjármagn í málaflokkinn. „Ég held að við eigum bara fullt af peningum. Við höfum verið að gera alls konar verkefni hérna sem er ekki skilda, ekki partur af grunnþjónustunni okkar. Og við eigum að einbeita okkur að grunnþjónustunni fyrst og fremst. Við þurfum ekki að draga úr neinum öðrum grunnþjónustuverkefnum, alls ekki. Við eigum að bæta í þar,“ segir Valgerður. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Dæmi eru um að allt að fimmtán börn á dag hafi þurft að vera heima vegna manneklu á einum og sama leikskólanum í Reykjavík í haust. Þótt nokkuð vel hafi gengið að manna stöður í skólum borgarinnar þarf að gera miklu betur segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í ár hefur mönnun gengið nokkuð vel á bæði grunn- og leikskólastigi í skólum Reykjavíkurborgar samkvæmt síðustu samantekt skóla- og frístundasviðs sem er frá 19. September. Þá átti eftir að ráða í um 38 stöðugildi á leikskólum, 22 í grunnskólum og um 42 á frístundaheimilum. Þá fjölgar stöðugildum um 44 á milli ára þar sem starfsmannaþörf jókst vegna fjölgunar leikskólarýma og nemenda. „Þegar þessar tölur voru teknar saman þá vantaði um 130 stöðugildi á skóla- og frístundasvið. Sem meðal annars hefur verið að valda því að það hefur þurft að senda börn heim af leikskóla og ekki getað tekið inn öll börn sem var búið að bjóða pláss,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í skóla- og frístundaráði.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt könnun sem gerð var meðal leikskóla dagana 16.-17. september hafði einn leikskóli í Reykjavík, leikskólinn Hof, þurft að skerða þjónustu með því að senda fimmtán börn heim daglega, þannig að vistun barns skertist um einn dag á hálfs mánaðar fresti vegna manneklu. „Sem betur fer er þessi leikskóli núna fullmannaður þannig að það er búið að ráða. En vissulega er það slæmt og þar tel ég fyrst og fremst að sé bara starfsmannaaðstaðan, minna álag og betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar, þannig að við förum að verða eftirsóttur kostur,“ segir Valgerður. Hún telji að bæta þurfi aðstöðu starfsfólksins og auka fjármagn í málaflokkinn. „Ég held að við eigum bara fullt af peningum. Við höfum verið að gera alls konar verkefni hérna sem er ekki skilda, ekki partur af grunnþjónustunni okkar. Og við eigum að einbeita okkur að grunnþjónustunni fyrst og fremst. Við þurfum ekki að draga úr neinum öðrum grunnþjónustuverkefnum, alls ekki. Við eigum að bæta í þar,“ segir Valgerður.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira