Það var boðið upp á Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar Arnar Birkir Hálfdánsson, Sveinn Jóhannsson og félagar í SonderjyskE fengu Janus Daða Smárason og félaga í Álaborg í heimsókn.
Aron Birkir og Sveinn gerðu tvö mörk hvor en það dugði skammt þar sem Álaborg vann öruggan sigur, 22-29.
Janus Daði skoraði þrjú mörk úr sex skotum fyrir Álaborg.
