Google segist hafa smíðað fyrstu skammtatölvuna Davíð Stefánsson skrifar 26. september 2019 06:00 Skammtatölvur framtíðarinnar munu umbylta samfélögum með gríðarlegri reiknigetu. Getty/Rost-9D Vísindateymi Google segir fyrirtækið hafa náð að smíða fyrstu skammtatölvuna sem geti framkvæmt útreikninga langt umfram getu öflugustu ofurtölva samtímans. Reynist þetta rétt er um mikilvægan vísindalegan áfanga að ræða í framþróun upplýsingatækni. Vísindagrein frá Google var birt á vefsíðu Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) í síðustu viku fyrir mistök og fjarlægð skömmu síðar. Í greininni kemur fram að vísindamenn Google fullyrða að örgjörvar skammtatölvunnar séu færir um að framkvæma útreikning á þremur mínútum og 20 sekúndum sem tæki fullkomnustu tölvu í dag um 10.000 ár að reikna. Breska blaðið Financial Times greindi frá þessu og bætir við að vísindamenn Google segi skammtatölvur færar um að framkvæma útreikninga með undraverðum hraða sem áður hafði verið talinn ómögulegur. Að þeirra sögn takmarkist þessi tilraun við framkvæmd eins mjög tæknilegs útreiknings, en engu að síður sé þetta merkilegur áfangi í því að nýta skammtatölvur í fullri stærð. Hið virta tímarit MIT Technology Review sem kennt er við Tækniháskólann í Massachusetts tekur undir þetta og segir þetta mikilvægan áfanga í þróun skammtatölva.Frá hönnunardögum Google í Kína á dögunum.Getty/VCGYfirmaður rannsókna hjá keppinautnum IBM, Dario Gil, segir hins vegar fullyrðingar Google um yfirburði hins nýja skammtaörgjörva ekki einungis óverjanlegar heldur einfaldlega rangar og að frumgerðir af skammtatölvum sem hafa verið þróaðar af IBM og öðrum keppinautum Google, geti ólíkt hinum nýja örgjörva Google sinnt sömu verkefnum og hefðbundnar tölvur geta en með meiri hraða. Venjulegar tölvur í dag byggja á svokölluðum bitum sem geta annað hvort haft gildið 0 eða 1. Skammtatölva byggir hins vegar á skammtabitum sem auk þess að geta haft gildið 0 eða 1 geta haft bæði gildin 0 og 1 á sama tíma. Þar sem bitarnir í venjulegri tölvu geta einungis haft eitt gildi í einu getur venjuleg tölva með tveimur bitum aðeins verið í einni af fjórum stöðum í einu, kölluð: 00, 01, 10 og 11. Skammtatölva getur aftur á móti verið í öllum fjórum stöðunum samstundis. Þannig gæti skammtatölva með 20 skammtabita verið í um milljón stöðum samtímis, en venjuleg tölva með 20 bita gæti aðeins verið í einni af þessum milljón stöðum hverju sinni. Skammtatölvur eru framtíðin, en talið er að enn séu mörg ár í hagnýtingu þeirra. Með þeim fæst reiknigeta af áður óþekktri stærð sem mun hafa mikil áhrif á samfélög og vísindi. Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group frá nóvember á síðasta ári sagði að reiknigeta skammtatölva myndi hafa byltingarkennd áhrif á mörg svið samfélagsins, allt frá efnisfræði, dulkóðunarfræði, landbúnaði, flutningum, framleiðslu, fjármögnunarkerfum og orku, svo ekki sé minnst á gervigreind og vélrænt nám. Dæmi um það er svokölluð hermun flókinna sameinda (lyfja). Með reiknigetu skammtatölva mun þróunarkostnaður nýrra lyfja minnka til muna, þar sem hægt verður að nota skammtatölvur til þess að reikna út hvernig lyfin virka á efni og efnasambönd í líkamanum. Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Vísindateymi Google segir fyrirtækið hafa náð að smíða fyrstu skammtatölvuna sem geti framkvæmt útreikninga langt umfram getu öflugustu ofurtölva samtímans. Reynist þetta rétt er um mikilvægan vísindalegan áfanga að ræða í framþróun upplýsingatækni. Vísindagrein frá Google var birt á vefsíðu Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) í síðustu viku fyrir mistök og fjarlægð skömmu síðar. Í greininni kemur fram að vísindamenn Google fullyrða að örgjörvar skammtatölvunnar séu færir um að framkvæma útreikning á þremur mínútum og 20 sekúndum sem tæki fullkomnustu tölvu í dag um 10.000 ár að reikna. Breska blaðið Financial Times greindi frá þessu og bætir við að vísindamenn Google segi skammtatölvur færar um að framkvæma útreikninga með undraverðum hraða sem áður hafði verið talinn ómögulegur. Að þeirra sögn takmarkist þessi tilraun við framkvæmd eins mjög tæknilegs útreiknings, en engu að síður sé þetta merkilegur áfangi í því að nýta skammtatölvur í fullri stærð. Hið virta tímarit MIT Technology Review sem kennt er við Tækniháskólann í Massachusetts tekur undir þetta og segir þetta mikilvægan áfanga í þróun skammtatölva.Frá hönnunardögum Google í Kína á dögunum.Getty/VCGYfirmaður rannsókna hjá keppinautnum IBM, Dario Gil, segir hins vegar fullyrðingar Google um yfirburði hins nýja skammtaörgjörva ekki einungis óverjanlegar heldur einfaldlega rangar og að frumgerðir af skammtatölvum sem hafa verið þróaðar af IBM og öðrum keppinautum Google, geti ólíkt hinum nýja örgjörva Google sinnt sömu verkefnum og hefðbundnar tölvur geta en með meiri hraða. Venjulegar tölvur í dag byggja á svokölluðum bitum sem geta annað hvort haft gildið 0 eða 1. Skammtatölva byggir hins vegar á skammtabitum sem auk þess að geta haft gildið 0 eða 1 geta haft bæði gildin 0 og 1 á sama tíma. Þar sem bitarnir í venjulegri tölvu geta einungis haft eitt gildi í einu getur venjuleg tölva með tveimur bitum aðeins verið í einni af fjórum stöðum í einu, kölluð: 00, 01, 10 og 11. Skammtatölva getur aftur á móti verið í öllum fjórum stöðunum samstundis. Þannig gæti skammtatölva með 20 skammtabita verið í um milljón stöðum samtímis, en venjuleg tölva með 20 bita gæti aðeins verið í einni af þessum milljón stöðum hverju sinni. Skammtatölvur eru framtíðin, en talið er að enn séu mörg ár í hagnýtingu þeirra. Með þeim fæst reiknigeta af áður óþekktri stærð sem mun hafa mikil áhrif á samfélög og vísindi. Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group frá nóvember á síðasta ári sagði að reiknigeta skammtatölva myndi hafa byltingarkennd áhrif á mörg svið samfélagsins, allt frá efnisfræði, dulkóðunarfræði, landbúnaði, flutningum, framleiðslu, fjármögnunarkerfum og orku, svo ekki sé minnst á gervigreind og vélrænt nám. Dæmi um það er svokölluð hermun flókinna sameinda (lyfja). Með reiknigetu skammtatölva mun þróunarkostnaður nýrra lyfja minnka til muna, þar sem hægt verður að nota skammtatölvur til þess að reikna út hvernig lyfin virka á efni og efnasambönd í líkamanum.
Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira