Fegurðin á steikargrillinu Árni Helgason skrifar 26. september 2019 07:00 Helsti áfangastaður næturgesta í miðbæ Reykjavíkur síðustu áratugi, Nonnabiti, tilkynnti óvænt um daginn að staðnum hefði verið lokað og fasteignin seld. Ákvörðun sem allir skilja en syrgja í senn enda leynist fegurðin stundum á steikargrillinu. En svona er víst gangur lífsins og væntanlega stutt í að þarna verði opnaður einn af þessum djúpt hönnuðu veitingastöðum með hrárri sjónsteypu og innréttingum úr sjóreknu timbri. Súrbjór á krana og smáréttir með erfið nöfn. Það er allt gott og blessað en ég mun sakna sjarmans af því að sjá eigandann standa við grillið, spyrja hvort það sé allt á beikonbát og gefa sig hvergi þegar maður reynir að fiska upp úr honum hvað sé í sósunni. Stöku gul maísbaun á sundi gaf vissulega vísbendingar og einhverjir matgæðingar þóttust greina arómat en leyndarmálið stendur enn. Til dægradvalar voru sósuvætt Séð og heyrt blöð sem kipptu manni inn í löngu liðna tíma íslensks frægðarfólks. Þetta var næturbiti sem stóð með manni langt fram á næsta dag. Bátaútgerð Nonna í miðbænum hófst snemma á tíunda áratugnum, á gullöld sjoppunnar þegar skyndibitinn átti að vera djúsí, gosdrykkur með og jafnvel eitthvað sætt í eftirrétt, helst allt á tilboði. Þetta var áður en lífsstílsöflin náðu völdum hér á landi, stofnuðu til illdeilna við brauðmeti og sósur og tókst að sannfæra þjóðina um að lykilllinn að hamingju væri að svelta sig langt fram eftir degi og stærstan hluta kvöldsins líka. Í þessari borgarastyrjöld hefur Nonnabiti alltaf verið í andspyrnuhreyfingunni og trúr sínu slagorði, að vera góður biti frekar en myndefni fyrir Instagram-færslur. Takk fyrir samfylgdina. Og að sjálfsögðu: Allt á beikonbát! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Helgason Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar kveðja Nonnabita: Morrison, Joplin, Hendrix og nú Nonni Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur. Frá þessu er greint á Facebook-síðu staðarins. 19. september 2019 14:30 Nonni kveður næturbröltið: „Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum“ Skyndibitastaðnum Nonnabita hefur verið lokað í Hafnarstræti. Eigandi staðarins segist hlakka til að minnka vinnuálagið. 19. september 2019 11:24 Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22 Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Helsti áfangastaður næturgesta í miðbæ Reykjavíkur síðustu áratugi, Nonnabiti, tilkynnti óvænt um daginn að staðnum hefði verið lokað og fasteignin seld. Ákvörðun sem allir skilja en syrgja í senn enda leynist fegurðin stundum á steikargrillinu. En svona er víst gangur lífsins og væntanlega stutt í að þarna verði opnaður einn af þessum djúpt hönnuðu veitingastöðum með hrárri sjónsteypu og innréttingum úr sjóreknu timbri. Súrbjór á krana og smáréttir með erfið nöfn. Það er allt gott og blessað en ég mun sakna sjarmans af því að sjá eigandann standa við grillið, spyrja hvort það sé allt á beikonbát og gefa sig hvergi þegar maður reynir að fiska upp úr honum hvað sé í sósunni. Stöku gul maísbaun á sundi gaf vissulega vísbendingar og einhverjir matgæðingar þóttust greina arómat en leyndarmálið stendur enn. Til dægradvalar voru sósuvætt Séð og heyrt blöð sem kipptu manni inn í löngu liðna tíma íslensks frægðarfólks. Þetta var næturbiti sem stóð með manni langt fram á næsta dag. Bátaútgerð Nonna í miðbænum hófst snemma á tíunda áratugnum, á gullöld sjoppunnar þegar skyndibitinn átti að vera djúsí, gosdrykkur með og jafnvel eitthvað sætt í eftirrétt, helst allt á tilboði. Þetta var áður en lífsstílsöflin náðu völdum hér á landi, stofnuðu til illdeilna við brauðmeti og sósur og tókst að sannfæra þjóðina um að lykilllinn að hamingju væri að svelta sig langt fram eftir degi og stærstan hluta kvöldsins líka. Í þessari borgarastyrjöld hefur Nonnabiti alltaf verið í andspyrnuhreyfingunni og trúr sínu slagorði, að vera góður biti frekar en myndefni fyrir Instagram-færslur. Takk fyrir samfylgdina. Og að sjálfsögðu: Allt á beikonbát!
Íslendingar kveðja Nonnabita: Morrison, Joplin, Hendrix og nú Nonni Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur. Frá þessu er greint á Facebook-síðu staðarins. 19. september 2019 14:30
Nonni kveður næturbröltið: „Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum“ Skyndibitastaðnum Nonnabita hefur verið lokað í Hafnarstræti. Eigandi staðarins segist hlakka til að minnka vinnuálagið. 19. september 2019 11:24
Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun