MDE spyr um hæfi dómara í málum allra föllnu bankanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. september 2019 06:00 Meint vanhæfi sex dómara við Hæstarétt í svokölluðum hrunmálum er til skoðunar hjá MDE Fréttablaðið/Eyþór Þrjú aðgreind mál stjórnenda allra föllnu bankana eru til efnismeðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Þau varða öll dómara við Hæstarétt sem viku ekki sæti í sakamálum þrátt fyrir fjárhagslegt tap við fall bankana. Málin eru öll komin í gegnum frávísunarsíu dómstólsins og verða því tekin til efnismeðferðar nema ríkið nái sáttum við stefnendur. Mál Elínar Vigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, fór fyrst til Strassborgar. Elín var sýknuð af þátttöku í umboðssvikum í héraði en Hæstiréttur sneri þeim dómi við og dæmdi hana til 18 mánaða fangelsisvistar. Í kæru sinni til MDE byggir hún á því að dómarar við Hæstarétt, sem áttu hlutabréf í Landsbankanum og urðu fyrir tjóni við fall bankans, hefðu átt að víkja sæti í málinu vegna vanhæfis. Fyrr á árinu var fallist á beiðni um endurupptöku dóms Hæstaréttar í málinu og bíður Elín því niðurstöðu á tvennum vígstöðvum. Mál Jóhannesar Baldurssonar og Birkis Kristinssonar hefur einnig verið tekið til efnismeðferðar hjá MDE og hefur verið óskað eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kæruefna þeirra sem varða meint vanhæf i Grétu Baldursdóttur, Markúsar Sigurbjörnssonar og Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Óskað er svara um hvort umræddir dómarar hafi átt fjárhagslegra hagsmuna að gæta í einhverjum hinna þriggja föllnu banka þegar þeir atburðir gerðust sem leiddu til málaferla og að lokum sakfellingar Jóhannesar og Birkis.Sjá einnig: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Fjallað var um mál Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda Kaupþings, í Fréttablaðinu í gær. Ólafur hlaut fangelsisdóm í svonefndu Al-Thani máli. Kæra hans til MDE lýtur að fjárfestingarumsvifum Markúsar Sigurbjörnssonar og Árna Kolbeinssonar, í aðdraganda falls stóru viðskiptabankanna. Í greinargerð Ólafs er vísað til þess að þrátt fyrir að nefndir dómarar hafi ekki átt beina hagsmuni undir vegna Kaupþings hafi fjárhagslegir hagsmunir verið svo samtvinnaðir öllu bankakerfinu að fall eins banka hafði óhjákvæmilega áhrif á hina bankana. Hefur MDE beint spurningum til ríkisins um málið, sambærilegum og í máli þeirra Jóhannesar og Birkis. Í samræmi við nýtt verklag hjá MDE fara öll mál sem tekin eru til efnismeðferðar fyrst í ferli þar sem kannað er hvort unnt sé að ná dómsátt í málinu. Eru síðarnefndu málin tvö í slíku ferli. Náist ekki sættir milli málsaðila fyrir 2. desember næstkomandi mun málunum ljúka með dómi að lokinni frekari málsmeðferð hjá MDE. Mál Elínar er lengra komið. Það hefur verið í efnismeðferð ytra í rúmt ár. Athugasemdir stjórnvalda og svör við spurningum dómsins voru send til dómsins í fyrra og viðbrögð lögmanns Elínar við þeim send dómstólnum skömmu fyrir síðustu áramót. Nú er dóms beðið í málinu. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefði fyrir önnur svokölluð hrunmál sem dæmd voru af umræddum dómurum, verði kveðnir upp áfellisdómar gegn ríkinu í framangreindum málum. Þau bætast þá við fjölmarga aðra dóma sem óvissa ríkir um, vegna Landsréttarmálsins og annarra mála sem dæmd hafa verið í Strassborg á undanförnum misserum. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Tengdar fréttir Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. 25. september 2019 12:55 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Þrjú aðgreind mál stjórnenda allra föllnu bankana eru til efnismeðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Þau varða öll dómara við Hæstarétt sem viku ekki sæti í sakamálum þrátt fyrir fjárhagslegt tap við fall bankana. Málin eru öll komin í gegnum frávísunarsíu dómstólsins og verða því tekin til efnismeðferðar nema ríkið nái sáttum við stefnendur. Mál Elínar Vigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, fór fyrst til Strassborgar. Elín var sýknuð af þátttöku í umboðssvikum í héraði en Hæstiréttur sneri þeim dómi við og dæmdi hana til 18 mánaða fangelsisvistar. Í kæru sinni til MDE byggir hún á því að dómarar við Hæstarétt, sem áttu hlutabréf í Landsbankanum og urðu fyrir tjóni við fall bankans, hefðu átt að víkja sæti í málinu vegna vanhæfis. Fyrr á árinu var fallist á beiðni um endurupptöku dóms Hæstaréttar í málinu og bíður Elín því niðurstöðu á tvennum vígstöðvum. Mál Jóhannesar Baldurssonar og Birkis Kristinssonar hefur einnig verið tekið til efnismeðferðar hjá MDE og hefur verið óskað eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kæruefna þeirra sem varða meint vanhæf i Grétu Baldursdóttur, Markúsar Sigurbjörnssonar og Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Óskað er svara um hvort umræddir dómarar hafi átt fjárhagslegra hagsmuna að gæta í einhverjum hinna þriggja föllnu banka þegar þeir atburðir gerðust sem leiddu til málaferla og að lokum sakfellingar Jóhannesar og Birkis.Sjá einnig: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Fjallað var um mál Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda Kaupþings, í Fréttablaðinu í gær. Ólafur hlaut fangelsisdóm í svonefndu Al-Thani máli. Kæra hans til MDE lýtur að fjárfestingarumsvifum Markúsar Sigurbjörnssonar og Árna Kolbeinssonar, í aðdraganda falls stóru viðskiptabankanna. Í greinargerð Ólafs er vísað til þess að þrátt fyrir að nefndir dómarar hafi ekki átt beina hagsmuni undir vegna Kaupþings hafi fjárhagslegir hagsmunir verið svo samtvinnaðir öllu bankakerfinu að fall eins banka hafði óhjákvæmilega áhrif á hina bankana. Hefur MDE beint spurningum til ríkisins um málið, sambærilegum og í máli þeirra Jóhannesar og Birkis. Í samræmi við nýtt verklag hjá MDE fara öll mál sem tekin eru til efnismeðferðar fyrst í ferli þar sem kannað er hvort unnt sé að ná dómsátt í málinu. Eru síðarnefndu málin tvö í slíku ferli. Náist ekki sættir milli málsaðila fyrir 2. desember næstkomandi mun málunum ljúka með dómi að lokinni frekari málsmeðferð hjá MDE. Mál Elínar er lengra komið. Það hefur verið í efnismeðferð ytra í rúmt ár. Athugasemdir stjórnvalda og svör við spurningum dómsins voru send til dómsins í fyrra og viðbrögð lögmanns Elínar við þeim send dómstólnum skömmu fyrir síðustu áramót. Nú er dóms beðið í málinu. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefði fyrir önnur svokölluð hrunmál sem dæmd voru af umræddum dómurum, verði kveðnir upp áfellisdómar gegn ríkinu í framangreindum málum. Þau bætast þá við fjölmarga aðra dóma sem óvissa ríkir um, vegna Landsréttarmálsins og annarra mála sem dæmd hafa verið í Strassborg á undanförnum misserum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Tengdar fréttir Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. 25. september 2019 12:55 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. 25. september 2019 12:55
Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent