Telja Magnús hafa eytt gögnum og krefja hann um 1,3 milljarð króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2019 11:07 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Fréttablaðið/Eyþór Þrotabú Sameinaðs sílíkons hefur stefnt Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og krafið hann um greiðlu upp á rúmlega 1,2 milljarð króna auk vaxta aftur til ársins 2013. Þá krefst þrotabúið að fasteignir í Kópavogi og Danmörku verði kyrsettar auk Mercedes Benz bfreiðar. Stefnan er birt Magnúsi í Lögbirtingablaðinu í dag. Lögmaður þrotabúsins segir það nauðsynlegt þar sem Magnús sé nú með óþekktan dvalarstað en síðasta þekkta heimilisfang hans var í Lyngby í Danmörku. Sameinað sílikon hf. var stofnað þann 17. febrúar 2014 og var tilgangur félagsins rekstur á kísilmálmverksmiðju á Reykjanesi. Félagið fór í greiðslustöðvun þann 14. ágúst 2017 eftir mikinn rekstrarvanda og var úrskurðað gjaldþrota af Héraðsdómi Reykjaness þann 22. janúar í fyrra. Magnús Ólafur var í forystu við stofnun og byggingu verksmiðjunnar. Hann var framkvæmdastjóri félagsins frá 2014-2015 en svo „Director of Business Development“ þar til í mars 2017. Magnús Ólafur og ýmis félög á vegum hans voru jafnframt meirihlutaeigendur á hlutafé félagsins þar til Arion banki leysti til sín þau hlutabréf sem bankinn var með veðrétt í þann 8. september 2017.Gat ekki nefnt neina starfsmenn Í stefnunni er Magnúsi gefið að sök að hafa millifært yfir milljarð króna af reikningum Sameinaðs sílíkons yfir á hollenskt fyrirtæki, Pyromet Engineering. Fyrrverandi sambýlismaður móður Magnúsar var í upphafi skráður fyrir hollenska félaginu. Hann framseldi svo öll völd sín í félaginu til Magnúsar Ólafs. Síðasta af fjölmörgum himinháum greiðslum inn á reikning hollenska félagsins var framkvæmd í lok ágúst 2015. Félagið var afskráð í lok þess árs.Sjá einnig:Svipmynd af Magnúsi Ólafi Garðarssyni Magnús viðurkenndi við skýrslutöku hjá þrotabúinu í júní síðastliðnum að hafa millifært greiðslurnar til Pyromet Engineering í gegnum netbankaaðgang. Hann hafi þó ekki getað útskýrt neina afurð á samstarfi Sameinaðs sílíkons við hollenska fyrirtækið. Sömuleiðis gat hann ekki nefnt starfsmenn fyrirtækisins eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutökum annarra fyrrum fyrirsvarsmanna Sameinaðs sílikons hjá skiptastjóra kannaðist enginn þeirra við félagið Pyromet Engineering, né að það hafi verið í verk- eða þjónustusambandi við Sameinað sílíkon. Þá telur skiptastjóri að Magnús hafi gefið skiptastjóra rangar og villandi skýringar á greiðslunum. Félagið hafi verið stofnað sérstaklega til að hafa milligöngu um ólögmætar greiðslur.Á að mæta í héraðsdóm Til viðbótar er Magnúsi stefnt fyrir ólögmætar greiðslur af reikningum Sameinaðs sílíkonst til fleiri aðila og nema greiðslurnar milljónum, tugmilljónum eða hundrað milljónum króna. Þrotabúið telur engin bókhaldsgögn vera til staðar í félaginu Stakksbraut 9, félagi sem var sameinað Sameinuðu sílíkonu og Magnús notaði til að millifæra peningana yfir í önnur félög. Svo virðist sem gögnunum hafi verið eytt til að leyna brotum Magnúsar, eins og segir í stefnunni. Fyrrum fjármálastjóri Sameinaðs sílíkons hefur engin gögn um félagið Stakksbraut 9. Sömu sögu sagði fyrrum ritari Sameinaðs sílíkons. Samanlögð bótakrafa þrotabúsins nemur einum milljarði og 235 milljónum króna. Er Magnús krafinn um að mæta á morgni dags 27. nóvember í Héraðsdóm Reykjaness þar sem málið verður þingfest. Auk einkamálsins hefur héraðssaksóknari haft Magnús til skoðunar í lengri tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari tjáði fréttastofu í apríl að málið væri umfangsmeira en í fyrstu hefði verið talið.Þá hefur Magnús Ólafur komist í kast við lögin fyrir hraðakstur á Teslu-bíl sínum. Dómsmál United Silicon Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Sjá meira
Þrotabú Sameinaðs sílíkons hefur stefnt Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og krafið hann um greiðlu upp á rúmlega 1,2 milljarð króna auk vaxta aftur til ársins 2013. Þá krefst þrotabúið að fasteignir í Kópavogi og Danmörku verði kyrsettar auk Mercedes Benz bfreiðar. Stefnan er birt Magnúsi í Lögbirtingablaðinu í dag. Lögmaður þrotabúsins segir það nauðsynlegt þar sem Magnús sé nú með óþekktan dvalarstað en síðasta þekkta heimilisfang hans var í Lyngby í Danmörku. Sameinað sílikon hf. var stofnað þann 17. febrúar 2014 og var tilgangur félagsins rekstur á kísilmálmverksmiðju á Reykjanesi. Félagið fór í greiðslustöðvun þann 14. ágúst 2017 eftir mikinn rekstrarvanda og var úrskurðað gjaldþrota af Héraðsdómi Reykjaness þann 22. janúar í fyrra. Magnús Ólafur var í forystu við stofnun og byggingu verksmiðjunnar. Hann var framkvæmdastjóri félagsins frá 2014-2015 en svo „Director of Business Development“ þar til í mars 2017. Magnús Ólafur og ýmis félög á vegum hans voru jafnframt meirihlutaeigendur á hlutafé félagsins þar til Arion banki leysti til sín þau hlutabréf sem bankinn var með veðrétt í þann 8. september 2017.Gat ekki nefnt neina starfsmenn Í stefnunni er Magnúsi gefið að sök að hafa millifært yfir milljarð króna af reikningum Sameinaðs sílíkons yfir á hollenskt fyrirtæki, Pyromet Engineering. Fyrrverandi sambýlismaður móður Magnúsar var í upphafi skráður fyrir hollenska félaginu. Hann framseldi svo öll völd sín í félaginu til Magnúsar Ólafs. Síðasta af fjölmörgum himinháum greiðslum inn á reikning hollenska félagsins var framkvæmd í lok ágúst 2015. Félagið var afskráð í lok þess árs.Sjá einnig:Svipmynd af Magnúsi Ólafi Garðarssyni Magnús viðurkenndi við skýrslutöku hjá þrotabúinu í júní síðastliðnum að hafa millifært greiðslurnar til Pyromet Engineering í gegnum netbankaaðgang. Hann hafi þó ekki getað útskýrt neina afurð á samstarfi Sameinaðs sílíkons við hollenska fyrirtækið. Sömuleiðis gat hann ekki nefnt starfsmenn fyrirtækisins eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutökum annarra fyrrum fyrirsvarsmanna Sameinaðs sílikons hjá skiptastjóra kannaðist enginn þeirra við félagið Pyromet Engineering, né að það hafi verið í verk- eða þjónustusambandi við Sameinað sílíkon. Þá telur skiptastjóri að Magnús hafi gefið skiptastjóra rangar og villandi skýringar á greiðslunum. Félagið hafi verið stofnað sérstaklega til að hafa milligöngu um ólögmætar greiðslur.Á að mæta í héraðsdóm Til viðbótar er Magnúsi stefnt fyrir ólögmætar greiðslur af reikningum Sameinaðs sílíkonst til fleiri aðila og nema greiðslurnar milljónum, tugmilljónum eða hundrað milljónum króna. Þrotabúið telur engin bókhaldsgögn vera til staðar í félaginu Stakksbraut 9, félagi sem var sameinað Sameinuðu sílíkonu og Magnús notaði til að millifæra peningana yfir í önnur félög. Svo virðist sem gögnunum hafi verið eytt til að leyna brotum Magnúsar, eins og segir í stefnunni. Fyrrum fjármálastjóri Sameinaðs sílíkons hefur engin gögn um félagið Stakksbraut 9. Sömu sögu sagði fyrrum ritari Sameinaðs sílíkons. Samanlögð bótakrafa þrotabúsins nemur einum milljarði og 235 milljónum króna. Er Magnús krafinn um að mæta á morgni dags 27. nóvember í Héraðsdóm Reykjaness þar sem málið verður þingfest. Auk einkamálsins hefur héraðssaksóknari haft Magnús til skoðunar í lengri tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari tjáði fréttastofu í apríl að málið væri umfangsmeira en í fyrstu hefði verið talið.Þá hefur Magnús Ólafur komist í kast við lögin fyrir hraðakstur á Teslu-bíl sínum.
Dómsmál United Silicon Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Sjá meira