Tveggja ára vinna skilar stórbrotnum laugum Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2019 18:00 Pottarnir fengu nöfnin Hringur og Urð. Mynd/Ozzo Photography Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi farið fækkandi hér á landi virðist ferðaþjónustan í Húsafelli blómstra. Þar hefur verið stöðug aukning ferðamanna undanfarna mánuði og hefur mikil uppbygging átt sér stað þar. Nú er enn að bætast við ferðaþjónustuna með opnun Giljabaða. Unnar Bergþórsson, framkvæmdastjóri Giljabaða, segir það mikilvægt þeim á Húsafelli að tryggja að fjölbreytt og áhugaverð afþreying sé þar í boði. „Það var kærkomið þegar íshellirinn bættist þarna við og í kjölfarið kom hraunhellirinn Víðgelmir með mjög flotta uppbyggingu og er búin að vera uppbygging við Hraunfossa og við Kraumu við Deildártunguhver,“ segir Unnar í samtali við Vísi. „Það er búin að vera mikil uppbygging í gangi á svæðinu og menn eru hvergi bangnir við að halda áfram.“Boruðu níu holur eftir vatni Fyrr á árinu var lokið við þriðju fallaflsvirkjunina í Húsafelli, sem er sjálfbært varðandi orkuöflun. Með því verkefni var farið fram hjá Hringsgili þar sem í ljós kom að vatn kom úr kletti. Farið var í bora eftir vatninu og þurfti níu holur til að finna það.Mynd/Ozzo PhotographyÚr holunni komu fimm sekúndulítrar af 47 gráðu heitu vatni. Þá datt þeim í hug að fá hleðslumeistarann Unnstein Elíasson til að hlaða fyrsta pottinn en þeir eru í um 200 metra fjarlægð frá borholunum og þegar búið er að leiða vatnið í þá, með niðurgröfnum rörum, er vatnið 40 gráðu heitt. „Við ákváðum að halda í þetta sjálfbærnis-hugtak og nýttum bara steina sem voru úr gilinu sjálfu. Þegar búið var að hlaða fyrsta pottinn, sáum við fram á að það væri nægt vatn til að gera fleiri potta og héldum áfram. Þá fékk Unnsteinn til liðs við sig hann Arnar Bergþórsson, sem er úr fjölskyldunni, og hann hjálpaði honum að gera hina pottana, sem eru gerðir úr stóru grjóti.“ Pottarnir fengu svo nöfnin Hringur og Urð.Mikilvægt að spilla svæðinu sem minnst Þar sem svæðið er út í miðri náttúrunni var talið að þörf væri á einhvers konar skiptiaðstöðu og fékkst undanþága til að byggja slíka aðstöðu, með þeim fyrirvara að framkvæmdin væri afturkræf. Því var byggður kofi sem stendur á símastaurum. Unnar segir markmiðið hafa verið að láta umhverfið líta út fyrir að mannshöndin hafi komið lítið að svæðinu. Það sé eins náttúrulegt og hægt sé.Mynd/Ozzo PhotographyStefnt er á að opna Giljaböð um miðjan nóvember og verður eingöngu farið þangað í leiðsöguferðum og í mesta lagi með tuttugu manns í ferð. Unnar segir tvö ár síðan byrjað var að bora eftir vatninu og það hefur tekið eitt og hálft ár að hlaða pottana. „Það er mikil fjárfesting í áframhaldandi uppbyggingu innviða og afþreyingar á þessu svæði. Sem er mjög spennandi,“ segir Unnar. Samhliða opnun Giljabaða stendur til að opna nýja afþreyingarmiðstöð á Húsafelli. Það verður móttökustaður fyrir alla afþreyingu á svæðinu, böðin, gönguferðir og annað sem sé í boði á svæðinu.Mynd/Ozzo Photography Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi farið fækkandi hér á landi virðist ferðaþjónustan í Húsafelli blómstra. Þar hefur verið stöðug aukning ferðamanna undanfarna mánuði og hefur mikil uppbygging átt sér stað þar. Nú er enn að bætast við ferðaþjónustuna með opnun Giljabaða. Unnar Bergþórsson, framkvæmdastjóri Giljabaða, segir það mikilvægt þeim á Húsafelli að tryggja að fjölbreytt og áhugaverð afþreying sé þar í boði. „Það var kærkomið þegar íshellirinn bættist þarna við og í kjölfarið kom hraunhellirinn Víðgelmir með mjög flotta uppbyggingu og er búin að vera uppbygging við Hraunfossa og við Kraumu við Deildártunguhver,“ segir Unnar í samtali við Vísi. „Það er búin að vera mikil uppbygging í gangi á svæðinu og menn eru hvergi bangnir við að halda áfram.“Boruðu níu holur eftir vatni Fyrr á árinu var lokið við þriðju fallaflsvirkjunina í Húsafelli, sem er sjálfbært varðandi orkuöflun. Með því verkefni var farið fram hjá Hringsgili þar sem í ljós kom að vatn kom úr kletti. Farið var í bora eftir vatninu og þurfti níu holur til að finna það.Mynd/Ozzo PhotographyÚr holunni komu fimm sekúndulítrar af 47 gráðu heitu vatni. Þá datt þeim í hug að fá hleðslumeistarann Unnstein Elíasson til að hlaða fyrsta pottinn en þeir eru í um 200 metra fjarlægð frá borholunum og þegar búið er að leiða vatnið í þá, með niðurgröfnum rörum, er vatnið 40 gráðu heitt. „Við ákváðum að halda í þetta sjálfbærnis-hugtak og nýttum bara steina sem voru úr gilinu sjálfu. Þegar búið var að hlaða fyrsta pottinn, sáum við fram á að það væri nægt vatn til að gera fleiri potta og héldum áfram. Þá fékk Unnsteinn til liðs við sig hann Arnar Bergþórsson, sem er úr fjölskyldunni, og hann hjálpaði honum að gera hina pottana, sem eru gerðir úr stóru grjóti.“ Pottarnir fengu svo nöfnin Hringur og Urð.Mikilvægt að spilla svæðinu sem minnst Þar sem svæðið er út í miðri náttúrunni var talið að þörf væri á einhvers konar skiptiaðstöðu og fékkst undanþága til að byggja slíka aðstöðu, með þeim fyrirvara að framkvæmdin væri afturkræf. Því var byggður kofi sem stendur á símastaurum. Unnar segir markmiðið hafa verið að láta umhverfið líta út fyrir að mannshöndin hafi komið lítið að svæðinu. Það sé eins náttúrulegt og hægt sé.Mynd/Ozzo PhotographyStefnt er á að opna Giljaböð um miðjan nóvember og verður eingöngu farið þangað í leiðsöguferðum og í mesta lagi með tuttugu manns í ferð. Unnar segir tvö ár síðan byrjað var að bora eftir vatninu og það hefur tekið eitt og hálft ár að hlaða pottana. „Það er mikil fjárfesting í áframhaldandi uppbyggingu innviða og afþreyingar á þessu svæði. Sem er mjög spennandi,“ segir Unnar. Samhliða opnun Giljabaða stendur til að opna nýja afþreyingarmiðstöð á Húsafelli. Það verður móttökustaður fyrir alla afþreyingu á svæðinu, böðin, gönguferðir og annað sem sé í boði á svæðinu.Mynd/Ozzo Photography
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira