Koenigsegg setur nýtt heimsmet frá 0 í 400 km/klst og niður í 0 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. september 2019 21:30 Christian von Koenigsegg, Koenigsegg Regera Hybrid og Sonny Persson Koenigsegg Koenigsegg bætti eigið met í tíma sem tekur að aka úr kyrrstöðu og upp í 400 km/klst og aftur niður í 0 á dögunum. Koenigsegg notaði til þess bíl af Koenigsegg Regera Hybrid tegund. Árið 2017 setti Koenigsegg Agera RS mettíma upp á 33,29 sekúndur. Þá var metið sett á lokaðri hraðbraut í Nevada í Bandaríkjunum. Nýja metið er 31,49 sekúnda og var sett á dögunum af Sonny Persson, þróunarökumanni Koenigsegg. Metið var stt á Råda herflugvelli rétt utan við Lidköping í Svíþjóð. Framkvæmdastjóri Koenigsegg, Christian von Koenigsegg sagði eftirfarandi um nýja metið: „Þetta var gott tækifæri til að sýna raunverulega getu Regera bílsins og einstaks eins gírs skiptingar. Regera er aðeins með einn gír sem er notaður frá kyrrstöðu og upp í hámarkshraða bílsins sem er 403 km/klst og takmarkast við snúningshraða.“„Bíllinn eykur hraðann eins og enginn sé morgundagurinn, en svo eru ekki fleiri gírar. Þetta passar við hugmyndina að baki Regera, sem er að sá sem kemst fyrstur upp á 400 km/klst vinnur. Forgangsatriði við hönnun bílsins var að tryggja hröðun frá 0-400 km/klst og að hægt væri að aka bílnum við þá hröðun. Regera mun á hverri stundu auka hraðan meira á þessu hraðabili en nokkur annar fjöldaframleiddur bíll sem við vitum af,“ bætti Koenigsegg við. Bíllinn sem notaður var við mettilraunina var fullbúinn bíll eins og hann kemur úr verksmiðjunni auk veltibúrs og fjögurra punkta beltis. Það tók Persson 22,87 sekúndur að komast upp í 400 km/klst en aðeins 8,62 sekúndur að ná aftur kyrrstöðu. Samtals ferðaðist bíllinn 2048,46 metra í tilrauninni. Bílar Tengdar fréttir Koenigsegg og NEVS í samstarf Sænski ofurbílaframleiðandinn Koenigsegg hefur tilkynnt um samstarf við núverandi eiganda Saab, National Electric Vehicle Sweden (NEVS), svo hér er um að ræða ekta sænskt samstarf. 8. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent
Koenigsegg bætti eigið met í tíma sem tekur að aka úr kyrrstöðu og upp í 400 km/klst og aftur niður í 0 á dögunum. Koenigsegg notaði til þess bíl af Koenigsegg Regera Hybrid tegund. Árið 2017 setti Koenigsegg Agera RS mettíma upp á 33,29 sekúndur. Þá var metið sett á lokaðri hraðbraut í Nevada í Bandaríkjunum. Nýja metið er 31,49 sekúnda og var sett á dögunum af Sonny Persson, þróunarökumanni Koenigsegg. Metið var stt á Råda herflugvelli rétt utan við Lidköping í Svíþjóð. Framkvæmdastjóri Koenigsegg, Christian von Koenigsegg sagði eftirfarandi um nýja metið: „Þetta var gott tækifæri til að sýna raunverulega getu Regera bílsins og einstaks eins gírs skiptingar. Regera er aðeins með einn gír sem er notaður frá kyrrstöðu og upp í hámarkshraða bílsins sem er 403 km/klst og takmarkast við snúningshraða.“„Bíllinn eykur hraðann eins og enginn sé morgundagurinn, en svo eru ekki fleiri gírar. Þetta passar við hugmyndina að baki Regera, sem er að sá sem kemst fyrstur upp á 400 km/klst vinnur. Forgangsatriði við hönnun bílsins var að tryggja hröðun frá 0-400 km/klst og að hægt væri að aka bílnum við þá hröðun. Regera mun á hverri stundu auka hraðan meira á þessu hraðabili en nokkur annar fjöldaframleiddur bíll sem við vitum af,“ bætti Koenigsegg við. Bíllinn sem notaður var við mettilraunina var fullbúinn bíll eins og hann kemur úr verksmiðjunni auk veltibúrs og fjögurra punkta beltis. Það tók Persson 22,87 sekúndur að komast upp í 400 km/klst en aðeins 8,62 sekúndur að ná aftur kyrrstöðu. Samtals ferðaðist bíllinn 2048,46 metra í tilrauninni.
Bílar Tengdar fréttir Koenigsegg og NEVS í samstarf Sænski ofurbílaframleiðandinn Koenigsegg hefur tilkynnt um samstarf við núverandi eiganda Saab, National Electric Vehicle Sweden (NEVS), svo hér er um að ræða ekta sænskt samstarf. 8. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent
Koenigsegg og NEVS í samstarf Sænski ofurbílaframleiðandinn Koenigsegg hefur tilkynnt um samstarf við núverandi eiganda Saab, National Electric Vehicle Sweden (NEVS), svo hér er um að ræða ekta sænskt samstarf. 8. febrúar 2019 09:00