Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 27. september 2019 12:17 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, en ráðuneytið komst þó að þeirri niðurstöðu að framkoman væri ámælisverð. Fyrr í vikunni sendi Umboðsmaður Alþingis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að ráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Sjá einnig: Vill vita af hverju dómsmálaráðherra var ekki áminntur vegna bréfsendinga til fjölmiðlamannaBréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var dómsmálaráðherra þegar málið kom til kasta ráðuneytisins.Þórdís Kolbrún tók tímabundið við embætti dómsmálaráðherra eftir að Sigríður Andersen sagði af sér.visir/vilhelm„Það var niðurstaða dómsmálaráðuneytisins á sínum tíma að með tilliti til meðalhófs og annarra þátta þá komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta þætti ámælisvert og hann yrði ekki áminntur vegna þessa,” segir Þórdís Kolbrún. Að öðru leyti sé henni lítt kunnugt um framgang málsins. „Ég hef ekki séð bréfið frá umboðsmanni Alþingis, ég hef ekki lesið það. Ég hef bara séð í fréttum að hann hafi sent það og það er sjálfsagt að senda það bréf og sjálfsagt að svara því en niðurstaðan var að með tilliti til meðalhófs þá var hann ekki áminntur vegna þessa.Fundar með lögreglustjórum í næstu viku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir núverandi dómsmálaráðherra segist ekki ennþá vera búin að svara bréfi umboðsmanns sem barst í vikunni. „Það liggur ekki fyrir efnisleg afstaða við þessu bréfi enda barst það bara fyrir nokkrum dögum síðan í ráðuneytið og er í vinnslu,” segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton BrinkÁtta af níu lögreglustjórum auk landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir vantrausti á hendur Haraldi Johannessen en Áslaug Arna hefur sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem miðar að skipulagsbreytingum. „Sú vinna gengur afar vel og í næstu viku verða fundir með öllum helstu lögreglustjórum, aðilum sem koma að lögreglunni, ríkislögreglustjóri og fleirum varðandi þá vinnu sem að ég hef sett af stað,” segir Áslaug.Sérð þú fyrir þér hvaða embætti verða fyrst sameinuð?„Ég hef auðvitað lýst minni skoðun á því hvaða tækifæri ég sé í því að búa til nýtt embætti þar sem að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ásamt ríkislögreglustjóra yrðu sameinuð og einhver verkefni sem eru landlæg verði deilt á önnur verkefni og ég sé tækifæri í þessu. En ég hef líka sagt það að þetta þarf að fara í samráð og ég vil ræða við fleiri aðila varðandi þessa sýn mína,” segir Áslaug Arna. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Sjá meira
Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, en ráðuneytið komst þó að þeirri niðurstöðu að framkoman væri ámælisverð. Fyrr í vikunni sendi Umboðsmaður Alþingis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að ráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Sjá einnig: Vill vita af hverju dómsmálaráðherra var ekki áminntur vegna bréfsendinga til fjölmiðlamannaBréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var dómsmálaráðherra þegar málið kom til kasta ráðuneytisins.Þórdís Kolbrún tók tímabundið við embætti dómsmálaráðherra eftir að Sigríður Andersen sagði af sér.visir/vilhelm„Það var niðurstaða dómsmálaráðuneytisins á sínum tíma að með tilliti til meðalhófs og annarra þátta þá komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta þætti ámælisvert og hann yrði ekki áminntur vegna þessa,” segir Þórdís Kolbrún. Að öðru leyti sé henni lítt kunnugt um framgang málsins. „Ég hef ekki séð bréfið frá umboðsmanni Alþingis, ég hef ekki lesið það. Ég hef bara séð í fréttum að hann hafi sent það og það er sjálfsagt að senda það bréf og sjálfsagt að svara því en niðurstaðan var að með tilliti til meðalhófs þá var hann ekki áminntur vegna þessa.Fundar með lögreglustjórum í næstu viku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir núverandi dómsmálaráðherra segist ekki ennþá vera búin að svara bréfi umboðsmanns sem barst í vikunni. „Það liggur ekki fyrir efnisleg afstaða við þessu bréfi enda barst það bara fyrir nokkrum dögum síðan í ráðuneytið og er í vinnslu,” segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton BrinkÁtta af níu lögreglustjórum auk landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir vantrausti á hendur Haraldi Johannessen en Áslaug Arna hefur sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem miðar að skipulagsbreytingum. „Sú vinna gengur afar vel og í næstu viku verða fundir með öllum helstu lögreglustjórum, aðilum sem koma að lögreglunni, ríkislögreglustjóri og fleirum varðandi þá vinnu sem að ég hef sett af stað,” segir Áslaug.Sérð þú fyrir þér hvaða embætti verða fyrst sameinuð?„Ég hef auðvitað lýst minni skoðun á því hvaða tækifæri ég sé í því að búa til nýtt embætti þar sem að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ásamt ríkislögreglustjóra yrðu sameinuð og einhver verkefni sem eru landlæg verði deilt á önnur verkefni og ég sé tækifæri í þessu. En ég hef líka sagt það að þetta þarf að fara í samráð og ég vil ræða við fleiri aðila varðandi þessa sýn mína,” segir Áslaug Arna.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Sjá meira