Háskólasvæðið með sjálfbærni að leiðarljósi Ásmundur Jóhannsson og Róbert Ingi Ragnarsson skrifar 27. september 2019 16:30 Innan Háskóla Íslands eru loftslagsmál í hávegum höfð og stúdentar keppast við að láta í sér heyra til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. Stúdentaráð berst af miklum krafti fyrir aukinni umræðu og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hvetja ráðamenn bæði innan Háskólans og utan að taka undir og grípa til aðgerða samhliða stúdentum. Stúdentaráð hefur barist ötullega fyrir því að Háma verði að öllu plastlaus og úrval grænkerafæði verði aukið svo dæmi séu tekin. Stærsta kolefnisfótspor Háskólans kemur þó e.t.v. vegna þess hve ósjálfbært háskólasvæðið er. Háskólinn, ásamt ráðamönnum borgarinnar og ríkisins í sameiningu, ættu að leggja upp með að í framtíðarskipulagi skólasvæðisins verði ávalt með sjáflbærni að leiðarljósi. Þegar rætt er um sjálfbært skipulag háskólasvæðisins er átt við um skipulag þar sem sé dregið úr neikvæðum áhrifum framkvæmda og byggðarþróunar á umhverfið á sama tíma og lífsgæði og þægindi stúdenta er aukin. En fókusinn er ekki aðeins á bein umhverfisáhrif, því einnig er mikilvægt að huga að samfélagslegri og efnahagslegri sjálfbærni. Sjálfbærni byggðar, í þessu tilfelli háskólasvæðisins, er þegar öll sú þjónusta sem íbúar þurfa að nálgast er í nærumhverfinu og lögð er áhersla á vistvæna ferðamáta. Það skapar hvort tveggja umhverfisvænni byggð og eykur þægindi íbúa til muna. Einnig skapar það hvata til þess að sleppa því að eiga og nota einkabíla og í staðinn ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur í lengri ferðir. Eins og staðan er núna þurfa stúdentar sem búsettir eru í stúdentagörðum við Háskólann að gera sér langa ferð til þess að sækja matvöruverslanir. Sama má segja um heilbrigðisþjónustu þar sem næstu heilsugæslustöðvar eru á Seltjarnarnesi og í Hlíðum en erlendis þekkist það að heilsugæslustöðvar eru staðsettar á háskólasvæðum. Löng gönguferð í slagviðri til að sækja þjónustu hljómar eflaust ekki vel í eyrum flestra, leiðakerfi Strætó sinnir ekki þörfinni og margir stúdentar hafa ekki kost á því að reka bíl. Þetta má að mestu leysa með því að stofna heilsugæslu og byggja lágvöruverslun á svæðinu líkt og stúdentar hafa kallað eftir. Einnig má nefna aðstöðu til líkamsræktar eru verulega ábótavant á Háskólasvæðinu þar sem þó vissulega sé Háskólaræktin starfandi þá er hún bæði komin til ára sinna ásamt því að vera óaðgengileg fyrir t.d. þau sem eru í hjólastól. Blessunarlega hefur hávær rödd stúdenta skilað því að stefnt er að uppbyggingu nýrrar líkamsræktar við Vísindagarða sem nú eru að rísa. Bæta þarf verulega hjóla- og göngustíga við og í kringum Háskólann og gefa einkabílum minna pláss og veita vistvænum samgöngumátum aukið rými. Bættar samgönguleiðir til og frá Háskólanum meðal annars með bættum almenningssamgöngum og bættum göngu- og hjólastígum eru nauðsynlegar til að hægja á loftslagsbreytingum og gera Háskólasvæðið meira aðlaðandi, fallegra, grænna og sjálfbærara. Stúdentar sem búa á Háskólasvæðinu ættu ekki að þurfa að eiga bíl til þess að sinna erindum eins og að fara í líkamsrækt og kaupa í matinn. Stærsti einstaki hluti kolefnisfótspor Háskólans er uppruninn frá einkabílnum og þegar fleiri stúdentar sjá hag sinn í því að losa sig við einkabílinn og nota vistvænni samgöngumáta þá getur það leitt til þess að umferðarteppan í Reykjavík lagist að einhverju leiti. Ásmundur Jóhannsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Róbert Ingi Ragnarsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Félagsvísindasviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Innan Háskóla Íslands eru loftslagsmál í hávegum höfð og stúdentar keppast við að láta í sér heyra til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. Stúdentaráð berst af miklum krafti fyrir aukinni umræðu og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hvetja ráðamenn bæði innan Háskólans og utan að taka undir og grípa til aðgerða samhliða stúdentum. Stúdentaráð hefur barist ötullega fyrir því að Háma verði að öllu plastlaus og úrval grænkerafæði verði aukið svo dæmi séu tekin. Stærsta kolefnisfótspor Háskólans kemur þó e.t.v. vegna þess hve ósjálfbært háskólasvæðið er. Háskólinn, ásamt ráðamönnum borgarinnar og ríkisins í sameiningu, ættu að leggja upp með að í framtíðarskipulagi skólasvæðisins verði ávalt með sjáflbærni að leiðarljósi. Þegar rætt er um sjálfbært skipulag háskólasvæðisins er átt við um skipulag þar sem sé dregið úr neikvæðum áhrifum framkvæmda og byggðarþróunar á umhverfið á sama tíma og lífsgæði og þægindi stúdenta er aukin. En fókusinn er ekki aðeins á bein umhverfisáhrif, því einnig er mikilvægt að huga að samfélagslegri og efnahagslegri sjálfbærni. Sjálfbærni byggðar, í þessu tilfelli háskólasvæðisins, er þegar öll sú þjónusta sem íbúar þurfa að nálgast er í nærumhverfinu og lögð er áhersla á vistvæna ferðamáta. Það skapar hvort tveggja umhverfisvænni byggð og eykur þægindi íbúa til muna. Einnig skapar það hvata til þess að sleppa því að eiga og nota einkabíla og í staðinn ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur í lengri ferðir. Eins og staðan er núna þurfa stúdentar sem búsettir eru í stúdentagörðum við Háskólann að gera sér langa ferð til þess að sækja matvöruverslanir. Sama má segja um heilbrigðisþjónustu þar sem næstu heilsugæslustöðvar eru á Seltjarnarnesi og í Hlíðum en erlendis þekkist það að heilsugæslustöðvar eru staðsettar á háskólasvæðum. Löng gönguferð í slagviðri til að sækja þjónustu hljómar eflaust ekki vel í eyrum flestra, leiðakerfi Strætó sinnir ekki þörfinni og margir stúdentar hafa ekki kost á því að reka bíl. Þetta má að mestu leysa með því að stofna heilsugæslu og byggja lágvöruverslun á svæðinu líkt og stúdentar hafa kallað eftir. Einnig má nefna aðstöðu til líkamsræktar eru verulega ábótavant á Háskólasvæðinu þar sem þó vissulega sé Háskólaræktin starfandi þá er hún bæði komin til ára sinna ásamt því að vera óaðgengileg fyrir t.d. þau sem eru í hjólastól. Blessunarlega hefur hávær rödd stúdenta skilað því að stefnt er að uppbyggingu nýrrar líkamsræktar við Vísindagarða sem nú eru að rísa. Bæta þarf verulega hjóla- og göngustíga við og í kringum Háskólann og gefa einkabílum minna pláss og veita vistvænum samgöngumátum aukið rými. Bættar samgönguleiðir til og frá Háskólanum meðal annars með bættum almenningssamgöngum og bættum göngu- og hjólastígum eru nauðsynlegar til að hægja á loftslagsbreytingum og gera Háskólasvæðið meira aðlaðandi, fallegra, grænna og sjálfbærara. Stúdentar sem búa á Háskólasvæðinu ættu ekki að þurfa að eiga bíl til þess að sinna erindum eins og að fara í líkamsrækt og kaupa í matinn. Stærsti einstaki hluti kolefnisfótspor Háskólans er uppruninn frá einkabílnum og þegar fleiri stúdentar sjá hag sinn í því að losa sig við einkabílinn og nota vistvænni samgöngumáta þá getur það leitt til þess að umferðarteppan í Reykjavík lagist að einhverju leiti. Ásmundur Jóhannsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Róbert Ingi Ragnarsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Félagsvísindasviðs
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun