Íslendingar fá að gefa fjarlægu sólkerfi nafn Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2019 16:09 Nafnasamkeppnin er opin löndum með tengilið við Alþjóðasamband stjarnfræðinga og þeim sem sækja um að vera með. Reikistjarnan sem Íslendingar fá úthlutað er ólík þeirri á teikningunni hér. Þar er ekkert fast yfirborð. Alþjóðasamband stjarnfræðinga Sólstjarna og fjarreikistjarna í um 222 ljósára fjarlægð frá jörðinni munu bera íslensk nöfn um ókomna tíð. Alþjóðsamband stjarnfræðinga gefur almenningi kost á að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum í tilefni af aldarafmæli sínu. Nöfnin verða viðurkennd í gagnabönkum sambandsins og notuð í stjarnvísindum til frambúðar. Ísland fékk úthlutað sólkerfi í stjörnumerkinu Drekanum ofan við halann í Karlsvagninum. Stjarnan hefur fram að þessu aðeins verið þekkt undir raðheitinu HD109246 og fjarreikistjarnan á braut um hana HD109246b. Kári Helgason, formaður Stjarnvísindafélags Íslands, segir að um fimmtíu tillögur hafi þegar borist þrátt fyrir að nafnasamkeppnin hafi ekkert verið kynnt til þessa. HD109246 er af sömu gerð og sólin okkar og er því svipuð að stærð, ljósafli og hitastigi. Reikistjarnan á braut um hana var uppgötvuð árið 2010. Hún er gasrisi, um fimmtungi stærri en Júpíter. Braut hennar er þétt upp við móðurstjörnuna og því hefur hún stuttan umferðartíma, aðeins 68,3 jarðneska daga. Slíkar reikistjörnur eru nefndir heitir Júpíterar.Fjarri því lífvænlegur staður Litlar líkur eru á því að geimfarandi Íslendingar framtíðarinnar stofni nýlendu á reikistjörnunni sem fær íslenskt nafn. Kári segir að HD109246 sé fjarri því lífvænleg. „Hún er vel fyrir innan lífbelti stjörnunnar og hún er gasrisi svo það er ekkert almennilegt fast yfirborð,“ segir hann. Íslendingar geta þó huggað sig við að móðurstjarnan er sjáanleg héðan. Stjarnan er ekki nógu björt til að vera sýnileg með berum augum en hún er vel greinanleg með handsjónauka ef fólk veit hvar á að leita. Sólkerfið segir Kári dæmigert fyrir þau fyrstu sem menn fundu á 10. áratug síðustu aldar. Til að byrjar með hafi aðallega fundist stórar reikistjörnur eins og þessi en síðar hafi menn fundið minni hnetti eins ísrisa á stærð við Neptúnus og bergreikistjörnur á borð við jörðina. Tillögurnar að nafni á sólkerfið þurfa að uppfylla nokkur skilyrði. Æskilegt er sagt að nöfn stjörnunnar og reikistjörnunnar vísi til sama uppruna eða hafi sama þema. Einnig að nöfnin hafi skírskotun í sögu, tungumál eða menningu. Reglur IAU banna að nöfnin séu pólitísk, niðrandi, vísi til hernaðar, trúarbragða eða fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt.Frestur til að skila inn tillögum er til loka dags 20. október. Landsnefnd skipuð sérfræðingum rýnir svo í tillögurnar og velur fimm til tíu nöfn sem fara í úrslit. Almenn kosning verður svo opin frá 21. október til 14. nóvember. Eftir að þau úrslit liggja fyrir tilkynnir Alþjóðasambandið formlega um nöfnin á gamlársdag.Stjarna sem Íslendingar fá að nefna er merkt með gulri stjörnu á stjörnukortinu. Geimurinn Vísindi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Sólstjarna og fjarreikistjarna í um 222 ljósára fjarlægð frá jörðinni munu bera íslensk nöfn um ókomna tíð. Alþjóðsamband stjarnfræðinga gefur almenningi kost á að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum í tilefni af aldarafmæli sínu. Nöfnin verða viðurkennd í gagnabönkum sambandsins og notuð í stjarnvísindum til frambúðar. Ísland fékk úthlutað sólkerfi í stjörnumerkinu Drekanum ofan við halann í Karlsvagninum. Stjarnan hefur fram að þessu aðeins verið þekkt undir raðheitinu HD109246 og fjarreikistjarnan á braut um hana HD109246b. Kári Helgason, formaður Stjarnvísindafélags Íslands, segir að um fimmtíu tillögur hafi þegar borist þrátt fyrir að nafnasamkeppnin hafi ekkert verið kynnt til þessa. HD109246 er af sömu gerð og sólin okkar og er því svipuð að stærð, ljósafli og hitastigi. Reikistjarnan á braut um hana var uppgötvuð árið 2010. Hún er gasrisi, um fimmtungi stærri en Júpíter. Braut hennar er þétt upp við móðurstjörnuna og því hefur hún stuttan umferðartíma, aðeins 68,3 jarðneska daga. Slíkar reikistjörnur eru nefndir heitir Júpíterar.Fjarri því lífvænlegur staður Litlar líkur eru á því að geimfarandi Íslendingar framtíðarinnar stofni nýlendu á reikistjörnunni sem fær íslenskt nafn. Kári segir að HD109246 sé fjarri því lífvænleg. „Hún er vel fyrir innan lífbelti stjörnunnar og hún er gasrisi svo það er ekkert almennilegt fast yfirborð,“ segir hann. Íslendingar geta þó huggað sig við að móðurstjarnan er sjáanleg héðan. Stjarnan er ekki nógu björt til að vera sýnileg með berum augum en hún er vel greinanleg með handsjónauka ef fólk veit hvar á að leita. Sólkerfið segir Kári dæmigert fyrir þau fyrstu sem menn fundu á 10. áratug síðustu aldar. Til að byrjar með hafi aðallega fundist stórar reikistjörnur eins og þessi en síðar hafi menn fundið minni hnetti eins ísrisa á stærð við Neptúnus og bergreikistjörnur á borð við jörðina. Tillögurnar að nafni á sólkerfið þurfa að uppfylla nokkur skilyrði. Æskilegt er sagt að nöfn stjörnunnar og reikistjörnunnar vísi til sama uppruna eða hafi sama þema. Einnig að nöfnin hafi skírskotun í sögu, tungumál eða menningu. Reglur IAU banna að nöfnin séu pólitísk, niðrandi, vísi til hernaðar, trúarbragða eða fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt.Frestur til að skila inn tillögum er til loka dags 20. október. Landsnefnd skipuð sérfræðingum rýnir svo í tillögurnar og velur fimm til tíu nöfn sem fara í úrslit. Almenn kosning verður svo opin frá 21. október til 14. nóvember. Eftir að þau úrslit liggja fyrir tilkynnir Alþjóðasambandið formlega um nöfnin á gamlársdag.Stjarna sem Íslendingar fá að nefna er merkt með gulri stjörnu á stjörnukortinu.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“