„Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 12:00 Með því að fara með MAX-vélarnar til Frakklands ætlar Icelandair að koma í veg fyrir slit á vélunum sem hefði annars mögulega orðið í veðráttunni á Íslandi. Vísir/Vilhelm Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. Um er að ræða fimm Boeing 737 MAX-8 vélar og eina Max-9 vél en búið er að fá leyfi fyrir að fljúga MAX-8 vélunum til Toulouse í Frakklandi en ekki MAX-9. Icelandair hefur farið í gegnum flókna vinnu til að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu því uppfylla þarf ströng skilyrði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, segir vöntun á leyfi fyrir MAX-9 vélina stafa af því að hún er einfaldlega ekki tilbúin. „Við höfum verið að vinna í henni í sumar að setja í hana sæti og afþreyingarkerfi og annað og ekkert verið að leggja mikla áherslu á það. Hún er bara ekki tilbúin.“ Segir Jens að með því að geyma vélarnar í Toulouse sé komið í veg fyrir að þær verði fyrir mögulegum skemmdum í slæmu loftslagi á Íslandi á veturna. „Það er aðallega vindur og selta sem getur valdið flugvélum, kannski ekki alvarlegum skemmdum, en svona sliti og öðru sem gæti komið í bakið á okkur seinna meir.“ Búast má við að vélarnar fari af landi brott í fyrri hluta næstu viku og hefur þjálfun flugmanna staðið yfir fyrir þessa ferð. „Það er verið að endurþjálfa flugmenn sem hafa ekki flogið vélinni í marga mánuði. Það er bara verið að skerpa á þjálfuninni.“ 387 MAX-vélar frá 59 flugfélögum voru kyrrsettar fyrir hálfu ári vegna öryggisgalla sem kom í ljós eftir tvö flugslys sem kostuðu 346 manns lífið. Jens segir alveg óhætt að fljúga vélunum út. „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt. Vélarnar hafa komið mjög vel út hjá okkur eins og fram hefur komið. En þar að auki eru mjög ítarleg skilyrði sem svona flug þarf að uppfylla. Meðal annars stillingar á vélum, flughæð og annað, sem á að koma í veg fyrir að þau kerfi sem talin eru hafa átt hlut að máli í þessum slysum geti látið á sér kræla.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í síðustu viku að félagið gerði enn ráð fyrir að MAX-vélarnar yrðu komnar í notkun á ný í janúar næstkomandi. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. Um er að ræða fimm Boeing 737 MAX-8 vélar og eina Max-9 vél en búið er að fá leyfi fyrir að fljúga MAX-8 vélunum til Toulouse í Frakklandi en ekki MAX-9. Icelandair hefur farið í gegnum flókna vinnu til að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu því uppfylla þarf ströng skilyrði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, segir vöntun á leyfi fyrir MAX-9 vélina stafa af því að hún er einfaldlega ekki tilbúin. „Við höfum verið að vinna í henni í sumar að setja í hana sæti og afþreyingarkerfi og annað og ekkert verið að leggja mikla áherslu á það. Hún er bara ekki tilbúin.“ Segir Jens að með því að geyma vélarnar í Toulouse sé komið í veg fyrir að þær verði fyrir mögulegum skemmdum í slæmu loftslagi á Íslandi á veturna. „Það er aðallega vindur og selta sem getur valdið flugvélum, kannski ekki alvarlegum skemmdum, en svona sliti og öðru sem gæti komið í bakið á okkur seinna meir.“ Búast má við að vélarnar fari af landi brott í fyrri hluta næstu viku og hefur þjálfun flugmanna staðið yfir fyrir þessa ferð. „Það er verið að endurþjálfa flugmenn sem hafa ekki flogið vélinni í marga mánuði. Það er bara verið að skerpa á þjálfuninni.“ 387 MAX-vélar frá 59 flugfélögum voru kyrrsettar fyrir hálfu ári vegna öryggisgalla sem kom í ljós eftir tvö flugslys sem kostuðu 346 manns lífið. Jens segir alveg óhætt að fljúga vélunum út. „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt. Vélarnar hafa komið mjög vel út hjá okkur eins og fram hefur komið. En þar að auki eru mjög ítarleg skilyrði sem svona flug þarf að uppfylla. Meðal annars stillingar á vélum, flughæð og annað, sem á að koma í veg fyrir að þau kerfi sem talin eru hafa átt hlut að máli í þessum slysum geti látið á sér kræla.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í síðustu viku að félagið gerði enn ráð fyrir að MAX-vélarnar yrðu komnar í notkun á ný í janúar næstkomandi.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20
Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28