Játuðu á sig morðin áður en þeir sviptu sig lífi Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2019 14:51 Mennirnir tveir sem lýst var eftir í sumar vegna þriggja morða. Kanadíska riddaralögreglan Tveir táningar sem voru á flótta undan lögreglu í Kanada skildu eftir sig myndband þar sem þeir játuðu á sig þrjú morð áður en þeir sviptu sig lífi. Kanadíska lögreglan segist þó vera engu nær um hvað þeim gekk til með morðunum. Mál táninganna tveggja sem voru átján og nítján ára gamlir vakti mikla athygli. Leitað var að þeim um allt Kanada eftir að þrír voru myrtir í norðanverðri Bresku Kólumbíu í júlí. Piltarnir tveir fundust svo látnir í skóglendi í Manitoba, um 3.300 kílómetrum frá vettvangi morðanna, 7. ágúst.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir kanadísku riddaralögreglunni að myndbönd og myndir hafi fundist á myndavél nærri líkum piltanna. Í því fyrsta viðurkennir annar þeirra að þeir hafi myrt fólkið. Þeir tala svo um áform um að ræna bát til að flýja til Evrópu eða Afríku. Í öðru myndbandi segir annar þeirra að þeir hafi komið að straumþungri á og að þeir gætu þurft að svipta sig lífi. Ítreka þeir að þeir hafi framið morðin án þess þó að lýsa neinni eftirsjá. Í enn öðru myndbandi segjast þeir ætla að drepa fleira fólk. „Morðin virðast hafa verið handahófskennd og tækifærisglæpir,“ sagði Kevin Hackett, aðstoðarlögreglustjóri riddaralögreglunnar á blaðamannafundi. Tvímenningarnir voru frá Vancouver-eyju en voru á leið til Júkon þegar þeirra var saknað um miðjan júlí. Leit hófst að þeim eftir að lík kærustupars á þrítugsaldri og kanadísks grasafræðings á sjötugsaldri fundust. Fólkið var allt skotið til bana í norðurhluta Bresku Kólumbíu. Kanada Tengdar fréttir Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. 25. júlí 2019 12:45 Drengirnir grunaðir um morðin fundust látnir Leit hafði staðið yfir að drengjunum, þeim Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, í um það bil tvær vikur. 7. ágúst 2019 19:24 Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Grunaðir morðingjar taldir hafa dulbúið sig til að forðast lögreglu Kanadíska lögreglan segir tvo unglinga sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá einstaklinga getað hafa sloppið úr klóm lögreglunnar með því að dulbúa sig. 27. júlí 2019 18:29 Drengirnir sem grunaðir voru um morðin frömdu sjálfsvíg Búið er að staðfesta að Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, sem fundust látnir í norðurhluta Manitoba í Kanada, hafi framið sjálfsvíg. 12. ágúst 2019 22:35 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Tveir táningar sem voru á flótta undan lögreglu í Kanada skildu eftir sig myndband þar sem þeir játuðu á sig þrjú morð áður en þeir sviptu sig lífi. Kanadíska lögreglan segist þó vera engu nær um hvað þeim gekk til með morðunum. Mál táninganna tveggja sem voru átján og nítján ára gamlir vakti mikla athygli. Leitað var að þeim um allt Kanada eftir að þrír voru myrtir í norðanverðri Bresku Kólumbíu í júlí. Piltarnir tveir fundust svo látnir í skóglendi í Manitoba, um 3.300 kílómetrum frá vettvangi morðanna, 7. ágúst.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir kanadísku riddaralögreglunni að myndbönd og myndir hafi fundist á myndavél nærri líkum piltanna. Í því fyrsta viðurkennir annar þeirra að þeir hafi myrt fólkið. Þeir tala svo um áform um að ræna bát til að flýja til Evrópu eða Afríku. Í öðru myndbandi segir annar þeirra að þeir hafi komið að straumþungri á og að þeir gætu þurft að svipta sig lífi. Ítreka þeir að þeir hafi framið morðin án þess þó að lýsa neinni eftirsjá. Í enn öðru myndbandi segjast þeir ætla að drepa fleira fólk. „Morðin virðast hafa verið handahófskennd og tækifærisglæpir,“ sagði Kevin Hackett, aðstoðarlögreglustjóri riddaralögreglunnar á blaðamannafundi. Tvímenningarnir voru frá Vancouver-eyju en voru á leið til Júkon þegar þeirra var saknað um miðjan júlí. Leit hófst að þeim eftir að lík kærustupars á þrítugsaldri og kanadísks grasafræðings á sjötugsaldri fundust. Fólkið var allt skotið til bana í norðurhluta Bresku Kólumbíu.
Kanada Tengdar fréttir Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. 25. júlí 2019 12:45 Drengirnir grunaðir um morðin fundust látnir Leit hafði staðið yfir að drengjunum, þeim Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, í um það bil tvær vikur. 7. ágúst 2019 19:24 Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Grunaðir morðingjar taldir hafa dulbúið sig til að forðast lögreglu Kanadíska lögreglan segir tvo unglinga sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá einstaklinga getað hafa sloppið úr klóm lögreglunnar með því að dulbúa sig. 27. júlí 2019 18:29 Drengirnir sem grunaðir voru um morðin frömdu sjálfsvíg Búið er að staðfesta að Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, sem fundust látnir í norðurhluta Manitoba í Kanada, hafi framið sjálfsvíg. 12. ágúst 2019 22:35 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. 25. júlí 2019 12:45
Drengirnir grunaðir um morðin fundust látnir Leit hafði staðið yfir að drengjunum, þeim Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, í um það bil tvær vikur. 7. ágúst 2019 19:24
Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07
Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08
Grunaðir morðingjar taldir hafa dulbúið sig til að forðast lögreglu Kanadíska lögreglan segir tvo unglinga sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá einstaklinga getað hafa sloppið úr klóm lögreglunnar með því að dulbúa sig. 27. júlí 2019 18:29
Drengirnir sem grunaðir voru um morðin frömdu sjálfsvíg Búið er að staðfesta að Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, sem fundust látnir í norðurhluta Manitoba í Kanada, hafi framið sjálfsvíg. 12. ágúst 2019 22:35