Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2019 11:55 Bandaríski lyfsölurisinn CVS hefur bæst í hóp fyrirtækja sem selur ekki lengur brjóstsviðalyfið Zantac. Rannsókn stendur yfir mögulega krabbameinsvaldandi efni sem fannst í lyfinu og öðrum með sama virka efni. Zantac verið innkallað í Kanada og Frakklandi. Heilbrigðis- og matvælayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tilkynntu um miðjan mánuðinn að þau væru að skoða nitrósamín, mögulega krabbameinsvaldandi efni, sem væri að finna í lyfjum sem innihalda virka efnið ranitidín, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Zantac hefur meðal annars verið selt á Íslandi. Samkvæmt lyfjaskrá inniheldur lyfið Asýran einnig ranitidín. Lyfin eiga að draga úr framleiðslu magasýru í sjúklingum með brjóstsviða og magasár. Yfirvöld hafa sagt að engin bráð hætta sé á ferðum. Sjúklingar ættu ekki að hætta að taka lyfið strax heldur ráðfæra sig við lækni til að skrifa upp á lyf með öðru virku efni en ranitidín. CVS tilkynnti engu að síður í gær að fyrirtækið ætla að hætta sölu á Zantac í verslunum sínum til að gæta fyllstu varkárni þrátt fyrir að lyfin hafi ekki verið innkölluð. Áður hafa aðrar stórar keðjur eins og Walgreens, Walmart og Rite Aid hætt sölu á lyfinu í Bandaríkjunum. Í tilkynningu Lyfjastofnunar á föstudag sagði að evrópsk lyfjayfirvöld hafi farið fram á við markaðsleyfishafa að þeir endurmeti ferli alla lyfja sem innihalda efnasmíðuð virk efni til að meta áhættu á myndun svonefndra nítrósamína. Rannsóknir benda til þess að þau geti valdið krabbameini í mönnum. Áhættan á að þeir sem taka lyf sem nítrósamín hefur fundist í fái krabbamein sé talin lítil. Nítrósamín fannst í allmörgum blóðþrýstingslyfjum í fyrra. Það leiddi til þess að mörg þeirra voru innkölluð. Bandaríkin Lyf Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Bandaríski lyfsölurisinn CVS hefur bæst í hóp fyrirtækja sem selur ekki lengur brjóstsviðalyfið Zantac. Rannsókn stendur yfir mögulega krabbameinsvaldandi efni sem fannst í lyfinu og öðrum með sama virka efni. Zantac verið innkallað í Kanada og Frakklandi. Heilbrigðis- og matvælayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tilkynntu um miðjan mánuðinn að þau væru að skoða nitrósamín, mögulega krabbameinsvaldandi efni, sem væri að finna í lyfjum sem innihalda virka efnið ranitidín, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Zantac hefur meðal annars verið selt á Íslandi. Samkvæmt lyfjaskrá inniheldur lyfið Asýran einnig ranitidín. Lyfin eiga að draga úr framleiðslu magasýru í sjúklingum með brjóstsviða og magasár. Yfirvöld hafa sagt að engin bráð hætta sé á ferðum. Sjúklingar ættu ekki að hætta að taka lyfið strax heldur ráðfæra sig við lækni til að skrifa upp á lyf með öðru virku efni en ranitidín. CVS tilkynnti engu að síður í gær að fyrirtækið ætla að hætta sölu á Zantac í verslunum sínum til að gæta fyllstu varkárni þrátt fyrir að lyfin hafi ekki verið innkölluð. Áður hafa aðrar stórar keðjur eins og Walgreens, Walmart og Rite Aid hætt sölu á lyfinu í Bandaríkjunum. Í tilkynningu Lyfjastofnunar á föstudag sagði að evrópsk lyfjayfirvöld hafi farið fram á við markaðsleyfishafa að þeir endurmeti ferli alla lyfja sem innihalda efnasmíðuð virk efni til að meta áhættu á myndun svonefndra nítrósamína. Rannsóknir benda til þess að þau geti valdið krabbameini í mönnum. Áhættan á að þeir sem taka lyf sem nítrósamín hefur fundist í fái krabbamein sé talin lítil. Nítrósamín fannst í allmörgum blóðþrýstingslyfjum í fyrra. Það leiddi til þess að mörg þeirra voru innkölluð.
Bandaríkin Lyf Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira