Lýðflokkurinn stendur uppi sem sigurvegari Andri Eysteinsson skrifar 29. september 2019 20:46 Kurz veifar stuðningsmönnnum Lýðflokksins Getty/Sean Gallup Lýðflokkur Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslara Austurríkis, hlýtur flest atkvæði í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. Þegar nær öll atkvæði hafa verið talin hefur Lýðflokkurinn hlotið 37% og bætir því við sig fylgi frá síðustu kosningum árið 2017. Þá hlaut flokkurinn 31% atkvæða. BBC greinir frá.Kosið er í skugga hneykslismáls en boðað var til kosninganna eftir að ríkisstjórn landsins féll í maí síðastliðnum þegar myndband af varakanslaranum, Heinz-Christian Strache, birtist. Í myndbandinu sést Strache lofa konu, sem þóttist vera dóttir rússnesks áhrifamanns, samningum við austurríska ríkið. Hneykslið hefur verið nefnt „Ibiza-gate“ í Austurríki þar sem myndbandið var tekið upp á spænsku eyjunni. Í kjölfarið féll ríkisstjórn Lýðflokksins og Frelsisflokks Strache og var Kurz settur af eftir að vantrauststillaga var samþykkt.Niðurstöður kosninganna þegar nær öll atkvæði hafa verið talin eru á þá leið að Lýðflokkurinn er stærstur með 37% fylgi. Sósíal-demókratar fá 22% fylgi. Frelsisflokkurinn missir fylgi frá síðustu kosningum og fær 16% atkvæða. Minni flokkar sem ná inn á þing eru Græningjar með rúmlega 14% fylgi og frjálslyndi flokkurinn Neos með um 7%.Nú munu fara í hönd stjórnarmyndunarviðræður. Ferlið er talið munu verða langt og strangt en ýmsir möguleikar eru í stöðunni fyrir Kurz. Endurnýjað samstarf Frelsisflokksins og Lýðflokksins er mögulegt en hugsast getur að eftir skandalinn vilji Kurz leita annað.Þá hefur þriggja flokka samstarf milli Lýðflokksins, Græningja og Neos, verið nefnt. Leiðtogi Græningja, Werner Kogler, hefur þó greint frá því að samkomulag náist einungis ef Lýðflokkurinn dregur verulega úr hægri sinnuðum stefnum sínum. Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Útgönguspár benda til sigurs Kurz og Lýðflokksins Talið er næsta víst að Lýðflokkurinn, flokkur fyrrverandi kanslara Austurríkis Sebastian Kurz, hafi borið sigur úr býtum í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. 29. september 2019 16:15 Kosið í Austurríki í kjölfar hneykslismáls Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum næstu vikur. Síðasta ríkisstjórn sprakk eftir að vandræðalegt myndband af varakanslaranum birtist. 29. september 2019 07:40 Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins. 27. maí 2019 15:55 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lýðflokkur Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslara Austurríkis, hlýtur flest atkvæði í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. Þegar nær öll atkvæði hafa verið talin hefur Lýðflokkurinn hlotið 37% og bætir því við sig fylgi frá síðustu kosningum árið 2017. Þá hlaut flokkurinn 31% atkvæða. BBC greinir frá.Kosið er í skugga hneykslismáls en boðað var til kosninganna eftir að ríkisstjórn landsins féll í maí síðastliðnum þegar myndband af varakanslaranum, Heinz-Christian Strache, birtist. Í myndbandinu sést Strache lofa konu, sem þóttist vera dóttir rússnesks áhrifamanns, samningum við austurríska ríkið. Hneykslið hefur verið nefnt „Ibiza-gate“ í Austurríki þar sem myndbandið var tekið upp á spænsku eyjunni. Í kjölfarið féll ríkisstjórn Lýðflokksins og Frelsisflokks Strache og var Kurz settur af eftir að vantrauststillaga var samþykkt.Niðurstöður kosninganna þegar nær öll atkvæði hafa verið talin eru á þá leið að Lýðflokkurinn er stærstur með 37% fylgi. Sósíal-demókratar fá 22% fylgi. Frelsisflokkurinn missir fylgi frá síðustu kosningum og fær 16% atkvæða. Minni flokkar sem ná inn á þing eru Græningjar með rúmlega 14% fylgi og frjálslyndi flokkurinn Neos með um 7%.Nú munu fara í hönd stjórnarmyndunarviðræður. Ferlið er talið munu verða langt og strangt en ýmsir möguleikar eru í stöðunni fyrir Kurz. Endurnýjað samstarf Frelsisflokksins og Lýðflokksins er mögulegt en hugsast getur að eftir skandalinn vilji Kurz leita annað.Þá hefur þriggja flokka samstarf milli Lýðflokksins, Græningja og Neos, verið nefnt. Leiðtogi Græningja, Werner Kogler, hefur þó greint frá því að samkomulag náist einungis ef Lýðflokkurinn dregur verulega úr hægri sinnuðum stefnum sínum.
Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Útgönguspár benda til sigurs Kurz og Lýðflokksins Talið er næsta víst að Lýðflokkurinn, flokkur fyrrverandi kanslara Austurríkis Sebastian Kurz, hafi borið sigur úr býtum í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. 29. september 2019 16:15 Kosið í Austurríki í kjölfar hneykslismáls Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum næstu vikur. Síðasta ríkisstjórn sprakk eftir að vandræðalegt myndband af varakanslaranum birtist. 29. september 2019 07:40 Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins. 27. maí 2019 15:55 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18
Útgönguspár benda til sigurs Kurz og Lýðflokksins Talið er næsta víst að Lýðflokkurinn, flokkur fyrrverandi kanslara Austurríkis Sebastian Kurz, hafi borið sigur úr býtum í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. 29. september 2019 16:15
Kosið í Austurríki í kjölfar hneykslismáls Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum næstu vikur. Síðasta ríkisstjórn sprakk eftir að vandræðalegt myndband af varakanslaranum birtist. 29. september 2019 07:40
Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins. 27. maí 2019 15:55