Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 07:18 Sigurlaug María Jónsdóttir reið á vaðið og fór af stað í morgun, fyrst Marglyttanna. Hér sést hún á sundi í Ermarsundinu í morgunsárið. Mynd/Aðsend Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. Sund Marglyttanna yfir Ermarsundið, sem hefur þurft að fresta ítrekað vegna veðurs undanfarna daga, er þannig formlega hafið. Framundan er 34 kílómetra boðsund til Cap Gris Nez í Frakklandi sem er ein helsta siglinga- og flutningaleið í Evrópu. Marglytturnar, sem hafa undirbúið sundið í tvö ár, hafa beðið í sex daga eftir hagstæðum skilyrðum til að leggjast til sunds en auk veðurs þurfa sjávarföll, vindar, ölduhæð og straumar að vera hagstæð. Sú er loksins raunin nú. Áætlað er að sundið muni taka sex sundkonur Marglyttanna um 16-18 tíma. Hver Marglytta mun synda tvisvar til þrisvar sinnum í fyrirfram ákveðinni röð. Fiskibáturinn Rowena fylgir Marglyttunum eftir alla leið til Frakklands og sinnir jafnframt eftirliti með skiptingum sundkvennanna. Boðsundið þarf að fylgja settum reglum til þess að verða staðfest sem fullgilt sund af samtökum um sund yfir Ermarsundið, The English Channel Association. „Við erum fullar tilhökkunar eftir viku bið og veðurglugginn sem við fáum er frábær. Það verður gaman að byrja snemma morguns og synda í birtu langleiðina yfir Ermarsundið, upplifunin verður betri og notalegri en að synda að nóttu í myrkri, þó að við hefðum alveg verið tilbúnar í það líka. Skipstjórarnir okkar eru þaulvanir sjómenn sem þekkja Ermarsundið vel og við treystum þeim fullkomlega,“ er haft eftir Sigurlaugu Maríu, fyrstu sundkonunni, í tilkynningu frá Marglyttunum. „Það hefur verið yndislegt og hvetjandi að fá allar þessar góðu kveðjur sem okkur hafa borist til Dover undanfarna viku. Við erum auðmjúkar, þakklátar, stoltar og tilbúnar í þessa áskorun.“ Fylgjast má með staðsetningu Marglyttanna í rauntíma á kortinu hér fyrir neðan. Markmið Marglyttanna með sundinu er að vekja athygli á þeirri alvarlegu umhverfisvá sem felst í plastmengun í hafinu, að því er segir í tilkynningu. „Á sjósundsæfingum sínum hér í Dover hafa Marglytturnar fengið að bragða á sjónum og er hann vægast sagt mikið mengaður. Það verður mikil þrekraun fyrir sundkonurnar að synda í gegnum þá olíuflekki sem er að finna í Ermarsundinu auk sjávardýra.“Marglyttur hvetja landsmenn, einstaklinga sem og fyrirtæki, að styðja við boðsundið yfir Ermarsundið þannig að hægt verði að safna fjárhæð fyrir Bláa herinn. Hægt er að styðja Marglyttur í AUR-appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-650972, kt. 250766-5219 (í nafni Grétu Ingþórsdóttur). Allar upplýsingar um boðsundið eru á Facebook-síðu Marglytta.Marglytturnar spenntar fyrir sundið.Mynd/Aðsend Skipting undirbúin um borð í bátnum.Mynd/Aðsend England Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Vilja komast í sjóinn í dag Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. 8. september 2019 13:06 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. Sund Marglyttanna yfir Ermarsundið, sem hefur þurft að fresta ítrekað vegna veðurs undanfarna daga, er þannig formlega hafið. Framundan er 34 kílómetra boðsund til Cap Gris Nez í Frakklandi sem er ein helsta siglinga- og flutningaleið í Evrópu. Marglytturnar, sem hafa undirbúið sundið í tvö ár, hafa beðið í sex daga eftir hagstæðum skilyrðum til að leggjast til sunds en auk veðurs þurfa sjávarföll, vindar, ölduhæð og straumar að vera hagstæð. Sú er loksins raunin nú. Áætlað er að sundið muni taka sex sundkonur Marglyttanna um 16-18 tíma. Hver Marglytta mun synda tvisvar til þrisvar sinnum í fyrirfram ákveðinni röð. Fiskibáturinn Rowena fylgir Marglyttunum eftir alla leið til Frakklands og sinnir jafnframt eftirliti með skiptingum sundkvennanna. Boðsundið þarf að fylgja settum reglum til þess að verða staðfest sem fullgilt sund af samtökum um sund yfir Ermarsundið, The English Channel Association. „Við erum fullar tilhökkunar eftir viku bið og veðurglugginn sem við fáum er frábær. Það verður gaman að byrja snemma morguns og synda í birtu langleiðina yfir Ermarsundið, upplifunin verður betri og notalegri en að synda að nóttu í myrkri, þó að við hefðum alveg verið tilbúnar í það líka. Skipstjórarnir okkar eru þaulvanir sjómenn sem þekkja Ermarsundið vel og við treystum þeim fullkomlega,“ er haft eftir Sigurlaugu Maríu, fyrstu sundkonunni, í tilkynningu frá Marglyttunum. „Það hefur verið yndislegt og hvetjandi að fá allar þessar góðu kveðjur sem okkur hafa borist til Dover undanfarna viku. Við erum auðmjúkar, þakklátar, stoltar og tilbúnar í þessa áskorun.“ Fylgjast má með staðsetningu Marglyttanna í rauntíma á kortinu hér fyrir neðan. Markmið Marglyttanna með sundinu er að vekja athygli á þeirri alvarlegu umhverfisvá sem felst í plastmengun í hafinu, að því er segir í tilkynningu. „Á sjósundsæfingum sínum hér í Dover hafa Marglytturnar fengið að bragða á sjónum og er hann vægast sagt mikið mengaður. Það verður mikil þrekraun fyrir sundkonurnar að synda í gegnum þá olíuflekki sem er að finna í Ermarsundinu auk sjávardýra.“Marglyttur hvetja landsmenn, einstaklinga sem og fyrirtæki, að styðja við boðsundið yfir Ermarsundið þannig að hægt verði að safna fjárhæð fyrir Bláa herinn. Hægt er að styðja Marglyttur í AUR-appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-650972, kt. 250766-5219 (í nafni Grétu Ingþórsdóttur). Allar upplýsingar um boðsundið eru á Facebook-síðu Marglytta.Marglytturnar spenntar fyrir sundið.Mynd/Aðsend Skipting undirbúin um borð í bátnum.Mynd/Aðsend
England Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Vilja komast í sjóinn í dag Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. 8. september 2019 13:06 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45
Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35
Vilja komast í sjóinn í dag Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. 8. september 2019 13:06