Árneshreppur aldrei vinsælli hjá Íslendingum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. september 2019 11:20 Aldrei fleiri Íslendingar hafa sótt Árneshrepp heim og í ár að sögn oddvita sveitarfélagsins. Vísir7Stöð 2 Oddviti í einu minnsta byggðarlagi landsins segir ferðaþjónustuna á svæðinu blómstra þrátt fyrir ekki endilega jákvæða umfjöllun um svæðið á undanförum misserum. Tækifæri liggja í að efla ferðaþjónustuna með frekari afþreyingu á svæðinu. Árneshreppur hefur mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar en í aðdraganda síðustu sveitarstjórnakosninga skapaðist mikil umræða um fjölgun íbúa vegna lögheimilisflutninga til svæðisins. Sú umræða var ekki jákvæð og ekki hefur hún verið betri vegna deilu og kærumála vegna vegaframkvæmda og uppbyggingar fyrirhugaðrar virkjunar. Oddviti hreppsins og eigandi Hótel Djúpuvíkur, segir Íslendinga aldrei hafa sýnt svæðinu eins mikinn áhuga. „Til dæmis í fyrra, það var nú kosninga árið okkar og mikið talað um Árneshrepp þá í aðdraganda kosninga og eftir þær, og við fengum meira að Íslendingum þá hérna inn í sveitina en nokkurn tímann áður. Það er eiginlega sama sagan núna. Íslendingum hefur fjölgað frá því í fyrra, þannig að við erum mjög sátt,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi og eigandi Hótel Djúpavíkur.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi.Vísir/Stöð 2Stundum stútfullt í sumar Hjá hótel Djúpavík eru fjórtán herbergi en þrír aðilar að auki bjóða upp á gistingu og þá hefur verið boðið uppá svefnpokagistingu í skólanum. „Þetta hefur stundum bara verið stútfullt í sumar,“ segir Eva. Eva segir að tækifæri liggi í ferðaþjónustunni á svæðinu. „Við þurfum bara aðeins að setja niður fyrir okkur hvað okkur finnst vanta. Það vantar aðeins afþreyingu,“ segir Eva. Eva segir að reynt sé að koma upp ákveðnum venjum og hefðum til framtíðar litið. Gróflega reiknað segir hún að á bilinu fjögur til fimmþúsund manns hafi komið í hreppinn í sumar.Vegurinn um Veiðileysu hefur jafnan þótt erfiður yfirferðar.Vísir/Stöð 2Vona að mokað verði oftar í vetur Nú styttist í veturinn, það er að detta í september, haustið nálgast. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur veturinn? Haldið þið að þið verðið innilokuð þegar það fer að snjóa? „Það hefur nú verið svoleiðis áratugum saman, en við erum alltaf svo bjartsýn, að minnsta kosti ég. Ég ætla að reyna að fá eitthvað rýmri mokstursreglur fyrir veturinn heldur en verið hefur, ég er alveg ákveðin í því. Ertu búin að ræða það við ráðherra? Nei ekki ennþá, en hann var nú hérna í sumar samgönguráðherra og hann var að tala um svona hluti eru framundan og vonandi verður það fljótlega. Til dæmis Veiðileysuhálsinn sem að við erum búin að vera berjast við í að minnsta kosti þrjátíu ár,“ segir Eva. Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Uppbygging vegarins um Ingólfs- og Ófeigsfjörð er í fullum gangi. Barna- og félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. 2. september 2019 21:00 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Oddviti í einu minnsta byggðarlagi landsins segir ferðaþjónustuna á svæðinu blómstra þrátt fyrir ekki endilega jákvæða umfjöllun um svæðið á undanförum misserum. Tækifæri liggja í að efla ferðaþjónustuna með frekari afþreyingu á svæðinu. Árneshreppur hefur mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar en í aðdraganda síðustu sveitarstjórnakosninga skapaðist mikil umræða um fjölgun íbúa vegna lögheimilisflutninga til svæðisins. Sú umræða var ekki jákvæð og ekki hefur hún verið betri vegna deilu og kærumála vegna vegaframkvæmda og uppbyggingar fyrirhugaðrar virkjunar. Oddviti hreppsins og eigandi Hótel Djúpuvíkur, segir Íslendinga aldrei hafa sýnt svæðinu eins mikinn áhuga. „Til dæmis í fyrra, það var nú kosninga árið okkar og mikið talað um Árneshrepp þá í aðdraganda kosninga og eftir þær, og við fengum meira að Íslendingum þá hérna inn í sveitina en nokkurn tímann áður. Það er eiginlega sama sagan núna. Íslendingum hefur fjölgað frá því í fyrra, þannig að við erum mjög sátt,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi og eigandi Hótel Djúpavíkur.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi.Vísir/Stöð 2Stundum stútfullt í sumar Hjá hótel Djúpavík eru fjórtán herbergi en þrír aðilar að auki bjóða upp á gistingu og þá hefur verið boðið uppá svefnpokagistingu í skólanum. „Þetta hefur stundum bara verið stútfullt í sumar,“ segir Eva. Eva segir að tækifæri liggi í ferðaþjónustunni á svæðinu. „Við þurfum bara aðeins að setja niður fyrir okkur hvað okkur finnst vanta. Það vantar aðeins afþreyingu,“ segir Eva. Eva segir að reynt sé að koma upp ákveðnum venjum og hefðum til framtíðar litið. Gróflega reiknað segir hún að á bilinu fjögur til fimmþúsund manns hafi komið í hreppinn í sumar.Vegurinn um Veiðileysu hefur jafnan þótt erfiður yfirferðar.Vísir/Stöð 2Vona að mokað verði oftar í vetur Nú styttist í veturinn, það er að detta í september, haustið nálgast. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur veturinn? Haldið þið að þið verðið innilokuð þegar það fer að snjóa? „Það hefur nú verið svoleiðis áratugum saman, en við erum alltaf svo bjartsýn, að minnsta kosti ég. Ég ætla að reyna að fá eitthvað rýmri mokstursreglur fyrir veturinn heldur en verið hefur, ég er alveg ákveðin í því. Ertu búin að ræða það við ráðherra? Nei ekki ennþá, en hann var nú hérna í sumar samgönguráðherra og hann var að tala um svona hluti eru framundan og vonandi verður það fljótlega. Til dæmis Veiðileysuhálsinn sem að við erum búin að vera berjast við í að minnsta kosti þrjátíu ár,“ segir Eva.
Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Uppbygging vegarins um Ingólfs- og Ófeigsfjörð er í fullum gangi. Barna- og félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. 2. september 2019 21:00 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Uppbygging vegarins um Ingólfs- og Ófeigsfjörð er í fullum gangi. Barna- og félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. 2. september 2019 21:00
Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00
Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00