Býður sig ekki fram til ritara Sjálfstæðisflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2019 16:45 Eyþór hafði verið nefndur sem mögulegur frambjóðandi í ritarakjöri. Vísir/vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis ritara flokksins. Hann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í dag. Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna, gefur heldur ekki kost á sér. Kosið verður til ritara Sjálfstæðisflokksins á laugardag í kjölfar þess að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var skipuð dómsmálaráðherra. Í færslunni fullyrðir Eyþór að hann hafi fengið fjölda símtala og hvatningu frá sjálfstæðisflokka. Það krefjist hins vegar einbeitingar og fullrar athygli að leiða Sjálfstæðisflokkinn áfram og upp á við. „Ég tel að það gagnist borgarbúum best að ég sé óskiptur í því verki sem ég tók að mér á síðasta ári. Því hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar hann. Kosning um ritara fer fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem verður haldinn í Reykjavík á laugardag. Þó að Eyþór verði þar ekki í framboði situr hann ekki auðum höndum í kringum fundinn. Samkvæmt dagskrá á hann að flytja vinsæl Todmobile-lög ásamt Stefaníu Svavars á skemmtun að fundi loknum. Eyþór er ekki sá eini sem dró nafn sitt úr umræðunni um nýjan ritara flokksins í dag. Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna, gerði það sömuleiðis. „Að vel ígrunduðu máli ætla ég að halda áfram á þeirri braut sem ég hef markað með landssambandinu fremur en að taka við starfi ritara flokksins. Ég kann betur við formannstitilinn,“ segir Vala á léttum nótum. Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis ritara flokksins. Hann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í dag. Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna, gefur heldur ekki kost á sér. Kosið verður til ritara Sjálfstæðisflokksins á laugardag í kjölfar þess að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var skipuð dómsmálaráðherra. Í færslunni fullyrðir Eyþór að hann hafi fengið fjölda símtala og hvatningu frá sjálfstæðisflokka. Það krefjist hins vegar einbeitingar og fullrar athygli að leiða Sjálfstæðisflokkinn áfram og upp á við. „Ég tel að það gagnist borgarbúum best að ég sé óskiptur í því verki sem ég tók að mér á síðasta ári. Því hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar hann. Kosning um ritara fer fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem verður haldinn í Reykjavík á laugardag. Þó að Eyþór verði þar ekki í framboði situr hann ekki auðum höndum í kringum fundinn. Samkvæmt dagskrá á hann að flytja vinsæl Todmobile-lög ásamt Stefaníu Svavars á skemmtun að fundi loknum. Eyþór er ekki sá eini sem dró nafn sitt úr umræðunni um nýjan ritara flokksins í dag. Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna, gerði það sömuleiðis. „Að vel ígrunduðu máli ætla ég að halda áfram á þeirri braut sem ég hef markað með landssambandinu fremur en að taka við starfi ritara flokksins. Ég kann betur við formannstitilinn,“ segir Vala á léttum nótum.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira