Misræmi í málflutningi Ríkislögreglustjóra um bílamiðstöð Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. september 2019 00:33 Lögreglubílar hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Samkvæmt gögnunum var embættið rukkað 84,8% umfram raunverulegan rekstrarkostnað, óháð aldri þeirra. Vísir/Jóhann K. Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. Svo virðist sem nokkuð misræmi sé í málflutningi embættisins um málefni bílamiðstöðvar sem ákveðið hefur verið að loka. Gert er ráð fyrir að afgangurinn sem skilað er í ríkissjóð sé nýttur til að standa undir kostnaði við endurnýjun á ökutækjum lögreglu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa þó engar lögreglubifreiðar verið endurnýjaðar á þessu ári.Lögreglubíll hjá Lögreglunni á Austurlandi. Samkvæmt gögnunum hefur embættið þar verið rukkað 140,3% yfir raunkostnað.Vísir/Jóhann K.Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig ofrukkaða um 190% Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að lögreglan á Norðurlandi vestra telji sig hafa verið ofrukkaða um rúmlega 190% af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili hafi embættið verið rukkað um rúmar 80 milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum 30 milljónum.Er einhver ástæða til að efast um þær tölur?„Ég þekki það ekki hvaða gögn þið hafið undir höndum en hins vegar er hugsanlegt að þessi gögn eigi uppruna sinn frá ríkislögreglustjóra, það er að segja, við unnum hér gögn upp fyrir fulltrúa lögreglustjóranna og í ljós kom að þessi gögn voru röng og þau fengu að vita það strax á fundi að það var villa í gögnunum og því var ekkert á þeim að byggja,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustóra.Hversu miklum afgangi skilaði bílamiðstöð á þessu tímabili? „Ég er ekki með það við hendina í auknablikinu. En það er gerð krafa um að hún skili 200 milljónum og það hefur verið nálægt því,“ segir Jónas. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra staðfestir þó í samtali við fréttastofu að tölurnar stemmi hvað embætti lögreglunnar á norðurlandi vestra varðar. Það hafi embættið fengið staðfest frá ríkislögreglustjóra.Mismunandi gjald er rukkað eftir því hvaða lögreglutæki um er að ræða. Samkvæmt gögnunum má sjá að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rukkuð 40,4% yfir raunkostnað.Vísir/Jóhann K.Embætti ríkislögreglustjóra setti út á fréttaflutning RÚV um bílabiðstöðÍ tilkynningu frá ríkislögreglustjóra þann 5. september síðastliðinn er gerð athugasemd við fréttaflutning RÚV af málefnum bílamiðstöðvar. Þar hafnar embættið „því alfarið að bílamiðstöð hafi oftekið gjald sem nemur hundruðum milljónum króna af lögregluembættunum. Þær tölur séu algerlega úr lausu lofti gripnar og eiga sér enga stoð.“ Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2 í gær segir hins vegar að „lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem sé umfram raun rekstrarkostnað bifreiða.“ Afgangi eigi að skila í ríkissjóð og upphæðin hafi numið um 600 milljónum á síðastliðnum þremur árum. Líkt og fram hefur komið liggur fyrir að bílamiðstöðinni verður lokað um áramótin samkvæmt tillögu ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra við dómsmálaráðuneytið. Ráðherra féllst á þá tillögu í sumar og er nú til skoðunar hvað tekur við. Lögreglan Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. 11. september 2019 12:52 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. Svo virðist sem nokkuð misræmi sé í málflutningi embættisins um málefni bílamiðstöðvar sem ákveðið hefur verið að loka. Gert er ráð fyrir að afgangurinn sem skilað er í ríkissjóð sé nýttur til að standa undir kostnaði við endurnýjun á ökutækjum lögreglu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa þó engar lögreglubifreiðar verið endurnýjaðar á þessu ári.Lögreglubíll hjá Lögreglunni á Austurlandi. Samkvæmt gögnunum hefur embættið þar verið rukkað 140,3% yfir raunkostnað.Vísir/Jóhann K.Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig ofrukkaða um 190% Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að lögreglan á Norðurlandi vestra telji sig hafa verið ofrukkaða um rúmlega 190% af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili hafi embættið verið rukkað um rúmar 80 milljónir króna þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum 30 milljónum.Er einhver ástæða til að efast um þær tölur?„Ég þekki það ekki hvaða gögn þið hafið undir höndum en hins vegar er hugsanlegt að þessi gögn eigi uppruna sinn frá ríkislögreglustjóra, það er að segja, við unnum hér gögn upp fyrir fulltrúa lögreglustjóranna og í ljós kom að þessi gögn voru röng og þau fengu að vita það strax á fundi að það var villa í gögnunum og því var ekkert á þeim að byggja,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustóra.Hversu miklum afgangi skilaði bílamiðstöð á þessu tímabili? „Ég er ekki með það við hendina í auknablikinu. En það er gerð krafa um að hún skili 200 milljónum og það hefur verið nálægt því,“ segir Jónas. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra staðfestir þó í samtali við fréttastofu að tölurnar stemmi hvað embætti lögreglunnar á norðurlandi vestra varðar. Það hafi embættið fengið staðfest frá ríkislögreglustjóra.Mismunandi gjald er rukkað eftir því hvaða lögreglutæki um er að ræða. Samkvæmt gögnunum má sjá að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rukkuð 40,4% yfir raunkostnað.Vísir/Jóhann K.Embætti ríkislögreglustjóra setti út á fréttaflutning RÚV um bílabiðstöðÍ tilkynningu frá ríkislögreglustjóra þann 5. september síðastliðinn er gerð athugasemd við fréttaflutning RÚV af málefnum bílamiðstöðvar. Þar hafnar embættið „því alfarið að bílamiðstöð hafi oftekið gjald sem nemur hundruðum milljónum króna af lögregluembættunum. Þær tölur séu algerlega úr lausu lofti gripnar og eiga sér enga stoð.“ Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2 í gær segir hins vegar að „lögregluembættin séu rukkuð um gjald sem sé umfram raun rekstrarkostnað bifreiða.“ Afgangi eigi að skila í ríkissjóð og upphæðin hafi numið um 600 milljónum á síðastliðnum þremur árum. Líkt og fram hefur komið liggur fyrir að bílamiðstöðinni verður lokað um áramótin samkvæmt tillögu ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra við dómsmálaráðuneytið. Ráðherra féllst á þá tillögu í sumar og er nú til skoðunar hvað tekur við.
Lögreglan Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. 11. september 2019 12:52 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38
Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. 11. september 2019 12:52
Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15