Segja Sigmund byggja mál sitt á þekktum loftslagssvindlurum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2019 11:18 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék að loftslagsmálum í ræðu sinni í gærkvöld. Náttúruverndarsamtök Íslands telja nokkrar fullyrðingar Sigmundar í þeim efnum þó ekki standast skoðun. Vísir/vilhelm Náttúruverndarsamtök Íslands telja tilefni til að leiðrétta fullyrðingar formanns Miðflokksins um loftslagsmál, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vakti máls á í ræðu sinni við stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöld. Samtökin segja Sigmund meðal annars hafa vísað í máli sínu til „þekktra svindlara“ og hvetja aðra þingmenn til að varast sambærilegan málflutning.Sigmundur var einn þriggja ræðumanna Miðflokksins í gærkvöld, þegar Katrín Jakobsdóttir flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur. Mörgum þingmönnum varð tíðrætt um loftslags- og umhverfismál, til að mynda voru þau fyrirferðamikil í ræðu forsætisráðherra. Sigmundur Davíð vék einnig að málaflokknum í sinni ræðu og sagði meðal annars að loftslagsbreytingar „væru vissulega stórt og mikilvægt mál en þau [eigi] það sameiginlegt með öðrum þeim málum sem vekja mesta athygli að þeir sem tala mest um þau nálgast þau oft á kolrangan hátt.”Sjá einnig: Litlar efasemdir um loftslagsbreytingar Í ræðu sinni sagðist Sigmundur meðal annars byggja afstöðu sína á viðvörunum Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar, sem á að hafa varað við „ofstæki í loftslagsmálum,“ eins og formaður Miðflokksins komst að orði. Náttúruverndarsamtök Íslands telja þó ekki mikið til þessarar stofnunar koma. Umrædd stofnun, Global Warming Policy Forum (GWPF), sé bresk samtök sem afneita vísindalegum niðurstöðum um loftslagsbreytingar. „Um þekkta svindlara er að ræða,“ segja Náttúruverndarsamtök Íslands í yfirlýsingu sem þau sendu fjölmiðlum í dag. Fellibylurinn Dorian olli mikilli eyðileggingu í Karíbahafi. Veðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að sambærilegum fellibyljum muni fjölga á þessari öld vegna loftslagsbreytinga.Ap/Noaa„GWFP er alls óskyld Veðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna, WMO, en GWFP flaggar gjarnan lógó-i WMO og höfuðpaurinn titlar sig sem WMO Secretary General. Öruggt er að WMO hefur ekki varað við „ofstæki í loftslagsmálum.” Ræða Sigmundar hefur ekki síst vakið athygli fyrir efasemdir sem þar heyrðust um að fellibyljir væru orðnir tíðari og öflugri en áður. „Munurinn liggur í því að nú er mun meiri byggð en áður á þeim svæðum þar sem fellibyljir eru algengastir og tjónið því meira,“ sagði Sigmundur. Náttúruverndarsamtök Íslands segja þessar fullyrðingar á sandi byggðar og vísa í nýlega fréttatilkynningu WMO. Hún taki af allan vafa um að landsvæði nærri sjó séu viðkvæm fyrir afleiðingum fellibylja, „sem loftslagsbreytingar hafa ýtt undir.“ Aukinheldur segir í sömu tilkynningu að líkurnar á öflugum fellibyljum, af stærðum 4 og 5, muni að öllum líkindum aukast vegna loftslagsbreytinga. „Nýverið kom fram að litlar efasemdir eru meðal landsmanna um loftslagsbreytingar. Svo hefur verið í mörg ár. Þetta veit Sigmundur Davíð mæta vel og í stað þess að andæfa vísindunum beint vitnar hann í þekkta svindlara og hefur sig upp með innihaldslausu tali um nauðsyn þess „að beita vísindum og skynsemi.” Náttúruverndarsamtök Íslands vona innilega að þingmenn varist slíkan málflutning í umræðum um loftslagsvána, neyðarástand sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.Uppfært kl. 16:30: Misskilnings virðist gæta hjá bæði Náttúruverndarsamtökum Íslands sem og Sigmundi. Nánar hér: Stjóri veðurstofnunar sem Sigmundur vitnaði í segir orð sín afbökuð Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað. 26. júlí 2019 14:30 Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00 Stjóri veðurstofnunar sem Sigmundur vitnaði í segir orð sín afbökuð Formaður Miðflokksins virðist hafa vitnað í umfjöllun erlendra miðla um viðtal við yfirmann Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Sá segir umfjöllunina valkvæða túlkun á því sem hann sagði og afstöðu hans. 12. september 2019 16:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands telja tilefni til að leiðrétta fullyrðingar formanns Miðflokksins um loftslagsmál, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vakti máls á í ræðu sinni við stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöld. Samtökin segja Sigmund meðal annars hafa vísað í máli sínu til „þekktra svindlara“ og hvetja aðra þingmenn til að varast sambærilegan málflutning.Sigmundur var einn þriggja ræðumanna Miðflokksins í gærkvöld, þegar Katrín Jakobsdóttir flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur. Mörgum þingmönnum varð tíðrætt um loftslags- og umhverfismál, til að mynda voru þau fyrirferðamikil í ræðu forsætisráðherra. Sigmundur Davíð vék einnig að málaflokknum í sinni ræðu og sagði meðal annars að loftslagsbreytingar „væru vissulega stórt og mikilvægt mál en þau [eigi] það sameiginlegt með öðrum þeim málum sem vekja mesta athygli að þeir sem tala mest um þau nálgast þau oft á kolrangan hátt.”Sjá einnig: Litlar efasemdir um loftslagsbreytingar Í ræðu sinni sagðist Sigmundur meðal annars byggja afstöðu sína á viðvörunum Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar, sem á að hafa varað við „ofstæki í loftslagsmálum,“ eins og formaður Miðflokksins komst að orði. Náttúruverndarsamtök Íslands telja þó ekki mikið til þessarar stofnunar koma. Umrædd stofnun, Global Warming Policy Forum (GWPF), sé bresk samtök sem afneita vísindalegum niðurstöðum um loftslagsbreytingar. „Um þekkta svindlara er að ræða,“ segja Náttúruverndarsamtök Íslands í yfirlýsingu sem þau sendu fjölmiðlum í dag. Fellibylurinn Dorian olli mikilli eyðileggingu í Karíbahafi. Veðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að sambærilegum fellibyljum muni fjölga á þessari öld vegna loftslagsbreytinga.Ap/Noaa„GWFP er alls óskyld Veðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna, WMO, en GWFP flaggar gjarnan lógó-i WMO og höfuðpaurinn titlar sig sem WMO Secretary General. Öruggt er að WMO hefur ekki varað við „ofstæki í loftslagsmálum.” Ræða Sigmundar hefur ekki síst vakið athygli fyrir efasemdir sem þar heyrðust um að fellibyljir væru orðnir tíðari og öflugri en áður. „Munurinn liggur í því að nú er mun meiri byggð en áður á þeim svæðum þar sem fellibyljir eru algengastir og tjónið því meira,“ sagði Sigmundur. Náttúruverndarsamtök Íslands segja þessar fullyrðingar á sandi byggðar og vísa í nýlega fréttatilkynningu WMO. Hún taki af allan vafa um að landsvæði nærri sjó séu viðkvæm fyrir afleiðingum fellibylja, „sem loftslagsbreytingar hafa ýtt undir.“ Aukinheldur segir í sömu tilkynningu að líkurnar á öflugum fellibyljum, af stærðum 4 og 5, muni að öllum líkindum aukast vegna loftslagsbreytinga. „Nýverið kom fram að litlar efasemdir eru meðal landsmanna um loftslagsbreytingar. Svo hefur verið í mörg ár. Þetta veit Sigmundur Davíð mæta vel og í stað þess að andæfa vísindunum beint vitnar hann í þekkta svindlara og hefur sig upp með innihaldslausu tali um nauðsyn þess „að beita vísindum og skynsemi.” Náttúruverndarsamtök Íslands vona innilega að þingmenn varist slíkan málflutning í umræðum um loftslagsvána, neyðarástand sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.Uppfært kl. 16:30: Misskilnings virðist gæta hjá bæði Náttúruverndarsamtökum Íslands sem og Sigmundi. Nánar hér: Stjóri veðurstofnunar sem Sigmundur vitnaði í segir orð sín afbökuð
Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað. 26. júlí 2019 14:30 Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00 Stjóri veðurstofnunar sem Sigmundur vitnaði í segir orð sín afbökuð Formaður Miðflokksins virðist hafa vitnað í umfjöllun erlendra miðla um viðtal við yfirmann Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Sá segir umfjöllunina valkvæða túlkun á því sem hann sagði og afstöðu hans. 12. september 2019 16:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað. 26. júlí 2019 14:30
Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00
Stjóri veðurstofnunar sem Sigmundur vitnaði í segir orð sín afbökuð Formaður Miðflokksins virðist hafa vitnað í umfjöllun erlendra miðla um viðtal við yfirmann Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Sá segir umfjöllunina valkvæða túlkun á því sem hann sagði og afstöðu hans. 12. september 2019 16:30