Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 13:01 Teikning listamanns af því hvernig K2-18b gæti litið út. Reikistjarna er líklega sambærileg við Neptúnus. ESA/Hubble, M. Kornmesser Hubble-geimsjónaukinn kom auga á vatnsgufu í lofthjúp fjarreikistjörnu sem er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar í fyrsta skipti. Ekki er þó talið að reikistjarnan sjálf sé sérlega líkleg til að geta hýst líf. K2-18b er reikistjarna á braut um rauða dverginn K2-18, um 110 ljósárum frá jörðinni í stjörnumerkinu Ljóninu, að því er segir í tilkynningu á vef Hubble-geimsjónaukans. Fundurinn á vatnsgufu sætir tíðindum því K2-18b er á svonefndu lífbelti stjörnunnar, því svæði í kringum hana þar sem hitastig er passlegt til að vatn geti verið til í fljótandi formi á yfirborði reikistjörnu. Þetta er í fyrsta skipti sem vatnsgufa greinist í andrúmslofti slíkrar reikistjörnu. Stjörnufræðingar við University College í London gerðu athuganirnar með Hubble-geimsjónaukanum sem leiddu þetta í ljós. „Að finna vatn á mögulega lífvænlegum hnetti öðrum en jörðinni er ótrúlega spennandi. K2-18b er ekki „jörð 2.0“ því hún er umtalsvert þyngri og efnasamsetning andrúmsloftsins er önnur. Engu að síður færir þetta okkur nær því að svara grundvallarspurningu: er jörðin einstök?“ segir Angelos Tsiaras, aðalhöfundur rannsóknar hópsins.Líkist ísrisa og líklega böðuð lífshættulegri geislun Reikistjarnan er um átta sinnum massameiri en jörðin og auk vatnsgufunnar fundust merki um vetni og helíum í lofthjúpi hennar. Hún er því talin bera meiri líkindi við ísrisa eins og Neptúnus en heimkynni okkar. „Þar sem vetnið og helíumið er léttara en gös sem líf nýta sér þá eru öll þyngri frumefni mjög neðarlega í lofthjúpnum, svo djúpt í iðrum plánetunnar að lífræn efni eiga lítinn möguleika á að myndast,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, um möguleikann á lífi á K2-18b. Það er þó ekki aðeins eðli reikistjörnunnar sjálfrar sem gerir það ólíklegt að líf gæti þrifist á henni. Móðurstjarnan er rauður dvergur, algengasta tegund sólstjörnu í alheiminum. Rauðir dvergar eru dimmari og svalari en sólin okkar og því er lífbelti þeirra nær þeim. Rauðir dvergar eru þekktir fyrir öfluga sólblossa sem baða nálægar reikistjörnu í útfjólublárri geislun. Geislunin getur í reynd dauðhreinsað yfirborð reikistjarnanna og komið í veg fyrir að líf geti kviknað þar. Engu að síður vekur fundurinn vonir um að hægt verði að finna vatn á öðrum fjarreikistjörnum þar sem aðstæður fyrir líf gætu verið vænlegri. Kepler-geimsjónaukinn heitinn hefur fundið hundruð reikistjarna sem eru á stærðarbilinu á milli jarðarinnar og Neptúnusar og TESS-sjónaukinn á að finna hundruð til viðbótar. Næsta kynslóð geimsjónauka eins og James Webb-sjónaukinn eiga í framtíðinni að greina lofthjúpa fjarreikistjarna sem þessara á enn nákvæmari hátt en nú er hægt.Merkileg uppgötvun um K2-18b en: 8,2 jarðmassar þýðir að plánetan líkist Neptúnusi, ekki Jörðinni, auk þess hún gengur um rauðan dverg og verður því líklega fyrir mikilli geislun svo það er mjög ósennilegt að hún sé mjög lífvænleg. Spennandi samt!https://t.co/mW1R5SKOqR— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 11, 2019 Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Stefna á að finna nýja jörð Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni. 19. ágúst 2019 09:00 Rýnt í skilyrði á nágranna Jarðar Fjarreikistjarnan Proxima Centauri b er næsti nágranni Jarðarinnar. Vísindamenn könnuðu möguleg lífvænleg skilyrði á plánetunni. 18. september 2018 08:30 Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Hubble-geimsjónaukinn kom auga á vatnsgufu í lofthjúp fjarreikistjörnu sem er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar í fyrsta skipti. Ekki er þó talið að reikistjarnan sjálf sé sérlega líkleg til að geta hýst líf. K2-18b er reikistjarna á braut um rauða dverginn K2-18, um 110 ljósárum frá jörðinni í stjörnumerkinu Ljóninu, að því er segir í tilkynningu á vef Hubble-geimsjónaukans. Fundurinn á vatnsgufu sætir tíðindum því K2-18b er á svonefndu lífbelti stjörnunnar, því svæði í kringum hana þar sem hitastig er passlegt til að vatn geti verið til í fljótandi formi á yfirborði reikistjörnu. Þetta er í fyrsta skipti sem vatnsgufa greinist í andrúmslofti slíkrar reikistjörnu. Stjörnufræðingar við University College í London gerðu athuganirnar með Hubble-geimsjónaukanum sem leiddu þetta í ljós. „Að finna vatn á mögulega lífvænlegum hnetti öðrum en jörðinni er ótrúlega spennandi. K2-18b er ekki „jörð 2.0“ því hún er umtalsvert þyngri og efnasamsetning andrúmsloftsins er önnur. Engu að síður færir þetta okkur nær því að svara grundvallarspurningu: er jörðin einstök?“ segir Angelos Tsiaras, aðalhöfundur rannsóknar hópsins.Líkist ísrisa og líklega böðuð lífshættulegri geislun Reikistjarnan er um átta sinnum massameiri en jörðin og auk vatnsgufunnar fundust merki um vetni og helíum í lofthjúpi hennar. Hún er því talin bera meiri líkindi við ísrisa eins og Neptúnus en heimkynni okkar. „Þar sem vetnið og helíumið er léttara en gös sem líf nýta sér þá eru öll þyngri frumefni mjög neðarlega í lofthjúpnum, svo djúpt í iðrum plánetunnar að lífræn efni eiga lítinn möguleika á að myndast,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, um möguleikann á lífi á K2-18b. Það er þó ekki aðeins eðli reikistjörnunnar sjálfrar sem gerir það ólíklegt að líf gæti þrifist á henni. Móðurstjarnan er rauður dvergur, algengasta tegund sólstjörnu í alheiminum. Rauðir dvergar eru dimmari og svalari en sólin okkar og því er lífbelti þeirra nær þeim. Rauðir dvergar eru þekktir fyrir öfluga sólblossa sem baða nálægar reikistjörnu í útfjólublárri geislun. Geislunin getur í reynd dauðhreinsað yfirborð reikistjarnanna og komið í veg fyrir að líf geti kviknað þar. Engu að síður vekur fundurinn vonir um að hægt verði að finna vatn á öðrum fjarreikistjörnum þar sem aðstæður fyrir líf gætu verið vænlegri. Kepler-geimsjónaukinn heitinn hefur fundið hundruð reikistjarna sem eru á stærðarbilinu á milli jarðarinnar og Neptúnusar og TESS-sjónaukinn á að finna hundruð til viðbótar. Næsta kynslóð geimsjónauka eins og James Webb-sjónaukinn eiga í framtíðinni að greina lofthjúpa fjarreikistjarna sem þessara á enn nákvæmari hátt en nú er hægt.Merkileg uppgötvun um K2-18b en: 8,2 jarðmassar þýðir að plánetan líkist Neptúnusi, ekki Jörðinni, auk þess hún gengur um rauðan dverg og verður því líklega fyrir mikilli geislun svo það er mjög ósennilegt að hún sé mjög lífvænleg. Spennandi samt!https://t.co/mW1R5SKOqR— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 11, 2019
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Stefna á að finna nýja jörð Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni. 19. ágúst 2019 09:00 Rýnt í skilyrði á nágranna Jarðar Fjarreikistjarnan Proxima Centauri b er næsti nágranni Jarðarinnar. Vísindamenn könnuðu möguleg lífvænleg skilyrði á plánetunni. 18. september 2018 08:30 Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Stefna á að finna nýja jörð Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni. 19. ágúst 2019 09:00
Rýnt í skilyrði á nágranna Jarðar Fjarreikistjarnan Proxima Centauri b er næsti nágranni Jarðarinnar. Vísindamenn könnuðu möguleg lífvænleg skilyrði á plánetunni. 18. september 2018 08:30
Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04